V-Húnavatnssýsla

Foreldrar á Vatnsnesi óska eftir heimakennslu barna sinna

Á fundi byggðaráðs Húnaþings vestra sem haldinn var þann 10. desember sl. var lagt fram erindi frá skólastjóra Grunnskóla Húnaþings vestra varðandi beiðni foreldra barna á Þorgrímsstöðum og í Saurbæ á Vatnsnesi um greiðslu vegna heimakennslu barnanna.
Meira

Maður ársins á Norðurlandi vestra - Feykir auglýsir eftir tilnefningum

Líkt og undanfarin ár leitar Feykir til lesenda með tilnefningar um mann ársins á Norðurlandi vestra. Pálmi Ragnarsson í Garðakoti var kjörinn maður ársins fyrir árið 2017 en hann lést nokkrum mánuðum síðar úr veikindum sem hann hafði lengi barist við.
Meira

Stekkjastaur kom í nótt -

Í tilefni af komu fyrsta jólasveinsins fáum við Borgardætur til að syngja fyrir okkur um jólasveininn okkar. Það eru þær Andrea Gylfadóttir, Berglind Björk Jónasdóttir og Ellen Kristjánsdóttir sem skipa sönghópinn Borgardætur en jólaplatan þeirra kom út árið 2000.
Meira

Barnalífeyrir greiddur með börnum yngri en 18 ára

Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, um breytingar á lögum um almannatryggingar og snýr að barnalífeyri, var samþykkt með 55 samhljóða atkvæðum í dag. Frumvarpið felur í sér þær breytingar að Tryggingastofnun ríkisins getur ákveðið sérstakt framlag vegna útgjalda við skírn barns, fermingu, gleraugnakaup, tannréttingar, vegna sjúkdóms, greftrunar eða af öðru sérstöku tilefni.
Meira

Íbúðir í nýbyggingum á Hvammstanga og Blönduósi til sölu

Íbúðir í fyrirhuguðum nýbyggingum við Hnjúkabyggð 29 á Blönduósi og Höfðabraut 28 á Hvammstanga hafa verið auglýstar til sölu en til stendur að byggja þar fimm hæða fjölbýlishús með 20 íbúðum í hvoru. ASK arkitektar annast hönnun húsanna og byggingaraðili er Uppbygging ehf., Loftorka sér um forsteyptar einingar og innréttingar eru frá Voké-lll.
Meira

Jólin koma með þér

Jólin koma með þér er fyrsta lagið sem þau Sigga Beinteins og Páll Óskar flytja saman. Lagið er eftir Ásgeir Val Einarsson en hann samdi einnig textann ásamt Páli Óskari. Um upptökustjórn sá Skagfirðingurinn Óskar Páll Sveinsson en lagið var gefið út á smáskífu 24. nóvember 2011 af Sigríði Beinteinsdóttur. Vídeóið hér að neðan er frá jólatónleikum Siggu Beinteins, Á hátíðlegum nótum árið 2012.
Meira

Snæfinnur snjókarl

Árið 1975 kom út jólaplata með stórsöngvurunum Guðmundi Jónssyni og Guðrúnu Á. Símonardóttur sem sungu jólalög úr ýmsum áttum. Öll eru lögin á plötunni erlend en við texta m.a. Ólafs Gauks og Jóhönnu G. Erlingsdóttur. Hér heyrum við flutning Guðmundar á Snæfinni snjókarli en lagið var samið af þeim Walter „Jack“ Rollins og Steve Nelson og fyrst flutt af Gene Autry og Cass County Boys árið 1950.
Meira

Grafin ýsa, sætkartöflukjúlli og ísterta

Það eru þau Elín Árdís Björnsdóttir og Unnar Bjarki Egilsson á Sauðárkróki sem gáfu lesendum uppskriftir í 47. tbl. ársins 2016. Í forrétt var grafin ýsa og í aðalrétt sætkartöflukjúlli með feta og furuhnetum. „Einnig nota ég mikið sömu uppskrift en skipti út kjúklingnum fyrir þorsk eða þorskhnakka, það kemur líka vel út,“ sagði Elín Árdís. Í eftirrétt buðu þau svo upp á glænýja uppskrift af ístertu með salthnetumarengsbotni sem birtist í Nóa Síríus kökubæklingnum þetta ár.
Meira

Hvað er það við jólin?

Hér er alveg glænýtt lag frá Geirmundi Valtýssyni sem heitir Hvað er það við jólin? Textann gerði Guðrún Sighvatsdóttir en flytjandi er Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir. Útsetning, hljóðfæraleikur, upptökur og hljóðblöndun var í höndum Sigfúsar Arnars Benediktssonar í Stúdíó Benmen Sauðárkróki.
Meira

Jól í Latabæ - Gefðu mér gott í skóinn

Já hver man ekki eftir Latabæ? Jól í Latabæ er hljómdiskur sem kom út árið 2001 þar sem íbúar Latabæjar syngja og leika ásamt gestum. Stjórn upptöku var í höndum Magnúsar Scheving og Mána Svavarssonar. Hér heyrum við lagið Gefðu mér gott í skóinn þó svo að nokkrir dagar séu í það að fyrsti jóasveinninn komi formlega til byggða.
Meira