V-Húnavatnssýsla

Margt að gerast á Hvammstanga á morgun

Íbúar Hvammstanga hafa svo sannarlega úr ýmissi afþreyingu að velja á morgun enda er aðventan við það að ganga í garð og ekki seinna vænna en að koma sér í smá jólasteÍbúar Hvammstanga hafa svo sannarlega úr ýmissi afþreyingu að velja á morgun enda er aðventan við það að ganga í garð og ekki seinna vænna en að koma sér í smá jólastemningu.mningu.
Meira

Rannsóknasetur HÍ á Skagaströnd hlýtur styrk

Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra, sem hefur aðsetur sitt á Skagaströnd, hlaut á dögunum níu milljóna króna styrk vegna verkefnisins Gagnagrunnur sáttanefndabóka. Verkefnið er eitt fjögurra sem hlutu styrk til fjarvinnslustöðva sem veittur er á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024.
Meira

JólaFeykir kemur fyrir rest

Vegna óviðráðanlegra ástæðna hefur dreifing á JólaFeyki, sem kom út í gær, tafist en verið er að vinna í því að koma honum til lesenda. Fyrir þá sem ekki hafa þolinmæði að bíða eftir pappírnum geta nálgast JólaFeyki rafrænt HÉR.
Meira

Miðasala á Snædrottninguna í fullum gangi

Á nýmáluðu kolsvörtu sviði og með nýjum sviðsbúnaði, sem hvort tveggja gefur leikhúsgestinum tækifæri á frábærri leikhúsupplifun, í Félagsheimili Hvammstanga setur Leikhópur Húnaþings vestra upp ævintýrið um Snædrottninguna. Hópur ólíkra vina leggja upp í svaðilför til að bjarga Kára frá Snædrottningunni en Kári er besti vinur Gerðu.
Meira

Lítið ferðaveður í dag

Leiðinda veður er nú um allt land og leiðir víða lokaðar. Á Norðurlandi vestra er norðaustan hvassviðri þar sem vindhviður fara gjarna yfir 30 m/s og éljagangur víðast hvar. Í nótt náði 10 mínútna meðalvindhraði tæpum 34 m/s á Vegagerðarstöð við Blönduós að því er segir á vef Veðurstofunnar.
Meira

Reiknað með vonskuveðri

Lögreglan á Norðurlandi vestra bendir, á Facebooksíðu sinni, íbúum á slæma veðurspá eftir hádegi í dag og á morgun og bendir fólki á að huga að lausamunum og öðru smálegu. Þá er ekki ólíklegt að færð spillist á heiðum og er því þeim sem hyggja á ferðalög bent á að fylgjast með færð á vegum á upplýsingasíðu Vegagerðarinnar http://www.vegagerdin.is/…/faerd-og-…/nordurland-faerd-kort/ eða í upplýsingasíma Vegagerðarinnar 1777
Meira

Húnaklúbburinn tekur þátt í alþjóðlegri vinnustofu

Húnaklúbburinn er samstarfsverkefni á vegum USVH, Selasetursins og íþrótta- og tómstundafulltrúa Húnaþings vestra. Það er Jessica Faustini Aquino, starfsmaður Selasetursins, sem leiðir verkefnið. Klúbburinn hefur verið starfandi í 2 ár við góðar undirtektir.
Meira

Rannsóknarverkefni um ferðaþjónustu á Norðurlandi

Markaðsstofa Norðurlands, Rannsóknarmiðstöð ferðamála og Háskólinn á Hólum, undirrituðu sl. mánudag samning sín á milli um rannsóknarverkefni á áfangstaðnum Norðurlandi. Rannsóknin hefur það meginmarkmið að skoða ýmsa þætti sem varða markaðssetningu Norðurlands og þá markhópa sem sækja svæðið heim. Verkefnið er það stærsta sem ráðist hefur verið í hvað rannsóknir á ferðaþjónustu á Norðurlandi snertir og niðurstöðurnar gætu orðið fordæmisgefandi fyrir aðrar rannsóknir í landshlutanum að því er greint er frá á vef Markaðsstofu Norðurlands.
Meira

Allt að gerast í Félagsheimilinu á Hvammstanga

Nýr búnaður bættist við hjá Félagsheimilinu á Hvammstanga þegar Leikflokkur Húnaþings vestra og félagsheimilið skrifuðu undir samning vegna kaupa á ljósabúnaði fyrir rúmar tvær milljónir króna til afnota fyrir Félagsheimilið. Hér er væntanlega um kærkomna viðbót að ræða fyrir húsið þar sem nýi búnaðurinn leysir af hólmi ljósabúnað sem er að hluta til upprunalegur eða frá árinu 1960. Sagt er frá þessu á heimasíðu Húnaþings vestra.
Meira

Lögreglan efld

Á síðasta ári var bætt við stöðugildum hjá flestum lögregluembættum um landið til að styrkja skilvirkni lögreglunnar í kynferðisbrotamálum. Þar með var hafin vinna við að hrinda í framkvæmd aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota innan réttavörslukerfisins. Sú aðgerðaáætlun felur m.a. í sér að renna styrkari stoðum undir samstarf milli lögreglu og ákæruvalds til að bæta stöðu brotaþola í kynferðisbrotamálum og styrkja réttarstöðu þeirra.
Meira