V-Húnavatnssýsla

Magnus - Dynur og Saga

Facebooksíðan Magnús – Dynur og Saga var opnuð í gær en á síðunni hyggst Magnús Ólafsson frá Sveinsstöðum kynna ferðir sínar um Húnaþing en hann reið sl. sumar 15 daga um Húnaþing og sagði ferðafélögum sögu Agnesar, Friðriks, Skáld Rósu, Blöndals sýslumanns og allra annarra sem komu við sögu í atburðum þeim sem gerðust í Húnaþingi á þriðja áratug 19 aldar þegar og áður en síðasta aftakan á Íslandi fór fram við Þrístapa í Vatnsdal.
Meira

Samstarfsverkefni lögreglu og félagsþjónustu á Norðurlandi vestra

Saman gegn ofbeldi er átaksverkefni sem félagsþjónustan í Austur-Húnavatnssýslu, Húnaþingi vestra og Skagafirði í samstarfi við Lögregluna á Norðurlandi vestra stendur að. Verkefnið hófst þann 4. desember og er markmið þess að auka þekkingarmiðlun og bæta verklag til að taka á heimilisofbeldismálum, veita þolendum og gerendum betri þjónustu og vernda börn sem búa við heimilisofbeldi.
Meira

Rúmlega 100 börn skemmtu sér saman í gleði og leik

Helgina 23.-24. nóvember komu yfir eitthundrað 10-12 ára börn saman á TTT móti á Löngumýri, ásamt öllum prestum í Húnavatns- og Skagafjarðar prófastsdæmi. Að sögn Sigríðar Gunnarsdóttur, sóknarprests á Sauðárkróki, tókst mótið vel í alla staði enda mikið sungið, lært og leikið.
Meira

Flott jólavídeó af Króknum

Feykir gleymdi alveg að græja jólalögin í byrjun desember en alveg er óhætt að pósta þeim strax 1. desember, samkvæmt jólalagaspilunarráðuneytinu. Bætum við úr því hér með sígildu lagi Brendu Lee, Rockin 'Around the Christmas Tree, og flottu vídeói sem Birkir Hallbjörnsson, 16 ára Króksari, bjó til og setti á YouTube.
Meira

Veðurklúbburinn á Dalbæ gerir ráð fyrir hvítum jólum

Þriðjudaginn 4. desember 2018 komu sjö spámenn Veðurklúbbsins á Dalbæ saman til fundar til að fara yfir spágildi nóvembermánaðar. Niðurstaðan var utan skekkjumarka þar sem veðrið var heldur verra en gert hafði verið ráð fyrir þar sem spámenn áttu ekki von á þeim hvelli sem kom í lok mánaðarins. Fundur hófst kl 13:55 og lauk kl 14:20.
Meira

Tryggjum jöfnuð gagnvart fæðingarþjónustu

Fæðingarstöðum á Íslandi hefur fækkað hin síðari ár. Árið 2003 voru þeir 14 en eru nú 8. Hátt á þriðja hundrað börn fæðast árlega sem eiga foreldra sem búa yfir hundrað kílómetra frá fæðingarþjónustu. Félags- og jafnréttisráðherra hyggst í samvinnu við heilbrigðisráðherra stofna starfshóp til að fara heildstætt yfir aðstæður barnshafandi kvenna á landsbyggðinni með tilliti til staðsetningar fæðingarþjónustu og gera nauðsynlegar úrbætur.
Meira

Norðurland vestra fær 604 tonna byggðakvóta

Nýlega úthlutaði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, 14.305 tonnum í sértækan og almennan byggðakvóta en samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða er 5,3% af heildarafla í hverri fisktegund dregið af leyfilegum heildarafla og varið til ýmissa tímabundinna ráðstafana til þess að auka byggðafestu.
Meira

Tendruð ljós á jólatrjám

Í dag klukkan 17:00 verða ljósin á jólatrénu við Blönduóskirkju tendruð en því var frestað vegna veðurs á fimmtudag. Sungin verða jólalög og nú ættu jólasveinarnir að komast til byggða.
Meira

Hefur þú greinst með krabbamein? Hver er þín reynsla af greiningarferli, meðferð og endurhæfingu?

Krabbameinsfélag Íslands vinnur nú að undirbúningi rannsóknar meðal þeirra sem greinst hafa með krabbamein. Á heimasíðu félagsins er fólk hvatt til að takta þátt og hjálpa þar með til að benda á þá þætti sem helst þarfnast úrbóta í tengslum við greiningu krabbameins, meðferð og endurhæfingu.
Meira

Bergþór og Gunnar Bragi taka sér frí frá þingstörfum

Miðflokksmennirnir Bergþór Ólason, þingmaður Norðvesturkjördæmis, og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Suðvesturkjördæmis, hafa ákveðið að taka sér leyfi frá þingstörfum eftir að ósæmileg hegðun þeirra á Klausturbarnum varð gerð opinber í fjölmiðlum, eins og frægt er orðið. Sendu þeir tilkynningar þess efnis í gærkvöldi.
Meira