V-Húnavatnssýsla

Ertu með hugmynd fyrir Ísland?

Hvernig getum við aukið verðmæti í virðiskeðju sauðfjár? Ertu með frábæra hugmynd til dæmis um nýja vöru, markaðssetningu, þjónustu, hönnun, dreifingu, beitarstjórnun, dýravelferð, sjálfbærni, nýtingu hliðarafurða, búvörusamninga, lagaumhverfi, umbyltingar eða annað?
Meira

Fullveldisfernur koma í búðir í dag

Nú í nóvemberbyrjun lítur dagsins ljós afrakstur samstarfs afmælisnefndar fullveldis Íslands og Mjólkursamsölunnar þegar sérstakar fullveldisfernur koma í búðir. Fernurnar prýða sex mismunandi textar og myndskreytingar um markverða atburði sem áttu sér stað á árinu 1918. Fróðleiksmolarnir um fullveldisárið verða á mjólkurfernunum út afmælisárið og eru bundnar miklar vonir við að landsmenn taki fernunum fagnandi og verði einhvers vísari um þetta merkisár í Íslandssögunni.
Meira

Matur úr ýmsum heimshornum í bland við þetta hefðbundna íslenska

„Við höfum nú nokkuð oft verið á ferðalagi hingað og þangað um heiminn tengt okkar vinnu. Á þessu flakki kynnist maður margvíslegri matargerð sem gaman er að blanda saman við okkar hefðbundnu, íslensku matargerð. Við ætlum að bjóða ykkur uppá hörpuskel með japönsku ívafi í forrétt, lambakjöt í aðalrétt og franska súkkulaðiköku á eftir,“ sögðu þau Gunnsteinn Björnsson og Sigríður Káradóttir, sem buðu lesendum Feykis upp á spennandi uppskriftir í 42. tbl. Feykis árið 2016.
Meira

Gott að búa í Húnaþingi vestra - Áskorandi Magnús Eðvaldsson Hvammstanga

Unnur fráfarandi oddviti Húnaþings skoraði á mig að skrifa eitthvað í Feyki og ég skorast ekki undan því frekar en öðru sem ég er beðinn um að gera. Ég er fæddur og uppalinn á Hvammstanga og flutti aftur heim fyrir 14 árum eftir námsdvöl á Suðurlandinu.
Meira

Tilboð opnuð í jarðvinnslu vegna nýbyggingar Byggðastofnunar

Nú stendur yfir undirbúningur vegna fyrirhugaðrar nýbyggingar Byggðastofnunar að Sauðármýri 2 á Sauðárkróki. Byggingin mun verða 998 m² á tveimur hæðum og með kjallara undir hluta hússins. Verkefnið hefur verið unnið samkvæmt aðferðarfræði upplýsingalíkana mannvirkja (Building Information Modeling - BIM) og aðferðafræði vistvænnar hönnunar. Stefnt er að því að byggingin verði vottuð sem vistvænt mannvirki samkvæmt alþjóðlega vottunarkerfinu BREEAM. Verkinu skal vera að fullu lokið 30. september 2019.
Meira

Neyðarkall til þín!

Björgunarsveitir landsins munu ganga í hús um land allt dagana 1.-3. nóvember og og bjóða Neyðarkallinn til sölu en sala á kallinum er liður í árlegu fjáröflunarátaki björgunarsveitanna. Að þessu sinni er Neyðarkallinn tileinkaður 90 ára afmæli Landsbjargar og er hann því klæddur í stíl við það björgunarsveitarfólk sem á undan gekk.
Meira

Vinnustofur vegna umsókna í Uppbyggingarsjóð

Í næstu viku munu starfsmenn SSNV verða með vinnustofur á öllum þéttbýlisstöðum á Norðurlandi vestra þar sem boðið verður upp á einstaklingsaðstoð við gerð styrkumsókna til Uppbyggingarsjóðs. Í viðtalstímunum verða veittar upplýsingar um styrkmöguleika, auk almennrar aðstoðar í tengslum við atvinnu- og menningarstarfsemi.
Meira

Húnaþing vestra auglýsir deiliskipulag fyrir Flatnefsstaði

Á fundi sínum þann 18. október sl. samþykkti sveitarstjórn Húnaþings vestra að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í landi Flatnefsstaða á Vatnsnesi. Svæðið sem um ræðir er 90 hektarar að stærð og nær yfir hluta jarðarinnar Flatnefsstaðir á vestanverðu Vatnsnesi.
Meira

SSNV skipar samgöngu- og innviðanefnd

Á haustþingi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, sem haldið var á Blönduósi 19. október sl.var skipuð samgöngu- og innviðanefnd í framhaldi af samþykkt 25. ársþings SSNV. Nefndinni er ætlað að vinna að upplýsingaöflun vegna samgönguáætlunar SSNV með starfsmönnum samtakanna en að því er segir á vef SSNV er „ítarleg upplýsingaöflun og greining á þáttum er varða samgöngu- og innviðamál grundvöllur þess að setja megi saman raunhæfar áætlanir um uppbyggingu samgöngumannvirkja og annarra innviða í landshlutanum.“
Meira

Þorleifur Karl nýr formaður stjórnar SSNV

Annað haustþing SSNV var haldið 19. október á Blönduósi en þar var m.a. kosin ný stjórn samtakanna. Hana skipa: Þorleifur Karl Eggertsson, formaður, Húnaþingi vestra; Stefán Vagn Stefánsson, Sveitarfélaginu Skagafirði; Álfhildur Leifsdóttir, Sveitarfélaginu Skagafirði; Valdimar O. Hermannsson, Blönduósbæ og Ragnhildur Haraldsdóttir, Húnavatnshreppi.
Meira