V-Húnavatnssýsla

SSNV tekur þátt í alþjóðlegu verkefni

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra taka nú þátt í alþjóðlegu samstarfsverkefni sem nýlega hlaut styrk úr sjóði Norðurslóðaverkefna. Verkefni þessu er ætlað að taka á ýmsum áskorunum sem fyrirtæki á jaðarsvæðum kunna jafnan að glíma við, svo sem smæð markaðar, fjarlægð frá markaði og einangrun. Frá þessu er sagt á vef SSNV.
Meira

Ellefu framúrskarandi fyrirtæki á Norðurlandi vestra

Crecitinfo birti nýlega lista yfir 857 framúrskarandi fyrirtækja á landinu sem eru um 2% íslenskra fyrirtækja. Creditinfo hefur síðastliðin níu ár unnið greiningar á ýmsum þáttum varðandi rekstur og stöðu fyrirtækja á Íslandi og er meginmarkmið greiningarinnar að verðlauna þau fyrirtæki sem standa sig vel og stuðla að bættu viðskiptaumhverfi.
Meira

Leiðsagnarmat - Áskorandinn Sigurður Þór Ágústsson, skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra

Í Grunnskóla Húnaþings vestra hefur verið horft á nýjar leiðir í námsmati í samvinnu við skólana á Húnavöllum, Blönduósi og Skagaströnd. Þessi samvinna hófst haustið 2017 og eru skólarnir á öðru ári í þessari innleiðingu sem kallast leiðsagnarmat. Leiðsagnarmat er svo sem ekki nýtt fyrirbæri í sjálfu sér en kjarninn í þessari nálgun á námsmati er að nemandinn fær skýra sýn á markmið viðfangsefna og leiðsögn til að leysa þau sem best úr hendi.
Meira

Jólatónleikar í Hvammstangakirkju

Kór eldri borgara í Húnaþingi vestra heldur jólatónleika í Hvammstangakirkju þriðjudaginn 27. nóvember kl. 20:00. Stjórnandi er Ólafur Rúnarsson og Elinborg Sigurgeirsdóttir sér um undirleik.
Meira

Íþróttamaður USVH 2018

Stjórn Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga óskar eftir ábendingum frá íbúum Húnaþings vestra vegna tilnefningar til íþróttamanns USVH árið 2018. Í samræmi við 1. grein reglugerðar um íþróttamann USVH er óskað eftir sem sýnt hefur góðan árangur í sinni keppnisgrein árið 2018.
Meira

Verum snjöll - Verslum heima!

Það styttist til jóla. Áður en við vitum af verðum við farin að skrifa jólakortin og pakka inn jólagjöfum. Það er afar misjafnt hvenær fólk hefst handa við jólagjafainnkaupin. Einhverjir byrja snemma árs en svo eru aðrir sem bíða þar til á Þorláksmessu með að kaupa gjafirnar og allt þar á milli. Það er líka afar misjafnt hversu miklu við eyðum í jólagjafir.
Meira

Frestur til að skila haustskýrslum framlengdur

Matvælastofnun vekur athygli á heimasíðu sinni að frestur til þess að skila haustskýrslum hefur verið framlengdur til og með 2. desember 2018. Umráðamenn hrossa, sem aðeins telja fram hross á haustskýrslu, geta nú skilað haustskýrslu í heimarétt WorldFengs.
Meira

Frítekjumark eflir smábátaútgerð

Það er ánægjulegt að samstaða náðist í atvinnuveganefnd um að leggja til verulega hækkun á frítekjumarki veiðigjalda og koma þar með verulega til móts við erfiðleika í rekstri margra lítilla og meðalstórra útgerðarfyrirtækja sem margar hverjar eru burðarásar í sínum byggðarlögum. Leggjum við til að frítekjumarkið verði sem nemur 40% afsláttur af fyrstu 6 m.kr. sem þýðir að hámarksafsláttur getur orðið á hvern útgerðaraðila 2.4 m.kr. en er í dag um 1.5 m.kr. þetta þýðir að minni og meðalstórar útgerðir greiði lægra hlutfall af aflaverðmæti af veiðigjaldi hverju sinni upp að 6 m.kr.
Meira

Fögnum saman 100 ára fullveldi!

Í ár fögnum við því að liðin eru 100 ár frá því að Ísland varð frjálst og fullvalda ríki með gildistöku sambandslaganna 1. desember 1918. Segja má að það hafi verið merkasti áfanginn í sjálfstæðisbaráttunni, sem þá hafði staðið í nær eina öld. Í október 2016 var samþykkt á Alþingi þingsályktun um hvernig skyldi staðið að hátíðarhöldum í tilefni aldarafmælis fullveldis og í henni kemur fram hlutverk afmælisnefndar og afmörkun verkefna hennar. Inntak þingsályktunarinnar byggir á sömu forsendum og sjálfstæðisbaráttan gerði, þ.e. íslenskri menningu og tungu þjóðarinnar.
Meira

Nýja holan á Reykjum stelur vatni frá veitunni

Byrjað var á framkvæmd á borun vinnsluholu RS-15 á Reykjum í Hrútafirði sl. fimmtudag en jarðborinn Trölli hjá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða borar holuna. Á fundi veituráðs í morgun kom fram að borun hafi gengið vel og fljótlega komið niður á mjög heitt vatn.
Meira