V-Húnavatnssýsla

Áfram unnið að útfærslu viðbyggingar við Grunnskóla Húnaþings vestra

Byggingarnefnd viðbyggingar við Grunnskóla Húnaþings vestra hefur nú unnið með tillögu VA arkitekta en hún var valin var eftir samanburðartillögukeppni um viðbyggingu við skólann og er henni jafnframt ætlað að hýsa Tónlistarskóla Húnaþings vestra.
Meira

Gagnagrunnur um um menningartengda þjónustu á Norðurlandi

SSNV og Eyþing hafa í sameiningu tekið í notkun yfirgripsmikinn gagnagrunn um um menningartengda þjónustu á Norðurlandi. Verkefnið hefur hlotið nafnið Menningarbrunnur en það hlaut styrk úr Sóknaráætlun Norðurlands eystra sem áhersluverkefni árið 2015.
Meira

Haustdagur ferðaþjónustunnar 2018

Haustdagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra verður haldinn í Miðgarði í Skagafirði næstkomandi miðvikudag, 14. nóvember, klukkan 13:30-16:00. Það er samráðsvettvangur SSNV og ferðamálafélaganna í Húnaþingi vestra, A-Hún. og Skagafirði sem standa að Haustdeginum en þar verða flutt þrjú áhugaverð erindi sem snerta ferðaþjónustu.
Meira

Samkeppni um viðskiptahugmyndir í Húnaþingum

Verkefninu Ræsing Húnaþinga hefur nú verið hleypt af stokkunum með því að Nýsköpunarmiðstöð Íslands, í samvinnu við sveitarfélögin í Húnaþingum, efna til samkeppni um góðar viðskiptahugmyndir í Húnaþingum og er einstaklingum, hópum og fyrirtækjum boðið að sækja um þátttöku í verkefninu.
Meira

Æfingar standa yfir á Snædrottningunni

Í september sameinuðust Leikfélag Hvammstanga og Leikdeild umf. Grettis í eitt félag, Leikflokk Húnaþings vestra, sem hefur höfuðstöðvar sínar í Félagsheimilinu Hvammstanga.
Meira

Samantekt um rekstur sjávarútvegsfyrirtækja í Norðvesturkjördæmi

Unnin hefur verið, að beiðni Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV), Fjórðungssambands Vestfirðinga (FV) og Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV), samantekt um rekstur sjávarútvegsfélaga í Norðvesturkjördæmi á árinu 2016 og 2017. Skýrslan er unnin af ráðgjafarfyrirtækinu Deloitte og er það gert í tengslum við áform stjórnvalda um veiðigjöld. Í henni kemur skýrt fram versnandi afkoma sjávarútvegsfélaga á svæðinu.
Meira

Binda vonir við að fundur með samgönguráðherra og fulltrúum Vegagerðar skili árangri

Íbúar við þjóðveg 711, um Vesturhóp og Vatnsnes, komu saman til fundar þann 31. október sl. þar sem fundarefnið var að meta árangur fyrri íbúafundar sem haldinn var þann 10. október sl. Framundan er fundur með samgönguráðherra, fulltrúum Vegagerðarinnar og sveitarstjórn og var fundinum einnig ætlað að undirbúa hann og skiptast á skoðunum varðandi vegamál svæðisins. Sá fundur er fyrirhugaður þann 14. nóvember nk. og segir Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir í samtali við mbl.is sl. föstudag að íbúar bindi miklar vonir við fundinn.
Meira

Þrír krakkar ur Húnaþingi vestra á úrtaksæfingu fyrir U15 í fótbolta

Á heimasíðu Grunnskóla Húnþings vestra er sagt frá því að þau Ásdís Aþena Magnúsdóttir, Hilmir Rafn Mikaelsson og Sveinn Atli Pétursson, sem öll eru nemendur í 9. bekk skólans, hafi farið á úrtaksæfingu fyrir U15 landslið í fótbolta helgina 27. og 28. október. Var ein æfing haldin hvorn daginn þar sem þjálfarar fylgdust með þeim. Æfingarnar voru kynjaskiptar og sóttu þær 18 ungmenni af hvoru kyni.
Meira

Genginn ævivegur - Ævisaga Gunnars í Hrútatungu

Út er komin hjá Bókaútgáfunni Sæmundi á Selfossi bókin Genginn ævivegur sem er ævisaga Gunnars Sæmundssonar frá Hrútatungu í Hrútafirði. Gunnar var um langt skeið forystumaður í sinni sveit og hefur starfað ötullega að ýmsum félagsmálum um dagana.
Meira

Stekkjastaur styrktur með steinasölu

Vinkonurnar Freydís Emma, Ayanna Manúela, Bríet Anja og Emelía Íris úr Húnaþingi vestra söfnuðu fallegum steinum og seldu til styrktar Rauða krossinum. Söfnunarféð kr. 5.250 mun renna í jólasjóðinn Stekkjastaur í Húnaþingi vestra.
Meira