V-Húnavatnssýsla

Fyrsta skóflustungan tekin að nýju húsnæði Byggðastofnunar

Síðast liðinn föstudag tók Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, fyrstu skóflustunguna að nýju skrifstofuhúsnæði fyrir Byggðastofnun að Sauðármýri 2 á Sauðárkróki. Þar með hefjast framkvæmdir við fyrsta áfanga verksins, sem er jarðvinna en á allra næstu vikum verður bygging hússins boðin út og standa vonir til að framkvæmdum verði að fullu lokið um mitt ár 2020.
Meira

Steiktur fiskur í karrý og fleira góðgæti

„Róbert Kristjánsson og Þórlaug Svava Arnardóttir heitum við og búum við á Þórshamri á Skagaströnd. Við störfum bæði á Olís, Róbert sem verslunarstjóri og Þórlaug sem vaktstjóri. við eigum fjögur börn, Emblu, Kristján Örn, Rebekku Heiðu og Viktor, á aldrinum tveggja ára til tuttugu ára og eitt barnabarn, Ívar, sem er eins árs." sögðu matgæðingar 33. tölublaðs ársins 2013 en uppskriftirnar sögðu þau vera í lágkolvetna-lífstíl (LKL) þar sem þau fylgdu þeim lífstíl.
Meira

Fundað með samgönguráðherra um vegamál á Vatnsnesi

Rúmlega 80 manns sóttu íbúafund um vegamál á Vatnsnesi sem haldinn var á Hótel Hvítserk sl. miðvikudagskvöld. Til fundarins mætti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, og fór yfir hugsanlega möguleika í stöðunni ásamt heimamönnum.
Meira

Ekki láta áramótabrennur brenna inni

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra hvetur þá sem hyggjast standa fyrir áramótabrennum að drífa í að sækja sem fyrst um starfsleyfi en samkvæmt reglugerð umhverfisráðuneytisins um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit tekur leyfisveitingin a.m.k. 5 vikur. Ástæðan er sú að það ber að auglýsa eftir athugasemdum í fjórar vikur og taka síðan saman greinargerð um útgáfuferil starfsleyfisins.
Meira

NFNV frumsýnir söngleikinn Grease á morgun

Leikhópur Nemendafélags Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra frumsýnir nk.föstudag hinn sívinsæla söngleik Grease í leikstjórn Péturs Guðjónssonar. Með aðalhlutverk fara þau Róbert Smári Gunnarsson, sem leikur Danny Zuko og Valdís Valbjörnsdóttir sem leikur Sandy.
Meira

Íbúafundur með samgönguráðherra í kvöld

Í kvöld, miðvikudaginn 14. nóvember kl. 20:00, er boðað til íbúafundar á Hótel Hvítserk í Vesturhópi vegna slæms ástands Vatnsnesvegar. Samgönguráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, mætir á fundinn.
Meira

Langar þig að vera óstöðvandi?

Farskólinn á Norðurlandi vestra leitar nú þátttakenda í námskeið sem er öllum opið og ber heitið Langar þig að vera óstöðvandi? Áhugavert er að stéttarfélögin SFR, Kjölur, Samstaða, Aldan og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn.
Meira

Ný reglugerð setur fjárhag HNV í óvissu

Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra lýsir yfir vonbrigðum og undrun, með að umhverfis- og auðlindaráðuneytið hafi ekki haft raunverulegt samráð við heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga og Samband íslenskra sveitarfélaga við gerð reglugerðar sem snertir leyfisveitingar til fyrirtækja. Á fundi nefndarinnar, sem haldinn var í gær, var minnt á að farið var í gerð reglugerðarinnar með það að markmiði að einfalda leyfisveitingaferilinn til hagsbóta fyrir almenning og atvinnulífið.
Meira

Umhverfisvæn orka eða hvað?

Nýtingarflokkur eða verndarflokkur Umhverfismál og orkunýting er mikið til umfjöllunar þessi dægrin enda er um stórfellt hagsmunamál að ræða fyrir þjóðina í aðsteðjandi orkuskiptum. Ein er sú tegund orku sem við gefum hins vegar of lítinn gaum og það er starfsorkan, ekki síst sú nýting sem snýr að öryrkjum og eldri kynslóðinni. Hér getum við virkjað betur, virkjunarkostirnir eru margir og góðir hringinn í kringum landið og allir eru þeir umhverfisvænir. Svo líkingamálinu sé haldið áfram, þá má einnig spyrja sig hvort þessir hópar séu í nýtingarflokki eða verndunarflokki stjórnvalda. Fulltrúar bæði eldri borgara og öryrkja láta að því liggja í ræðu og riti að stjórnvöld hunsi hagsmuni þeirra og setji þá í raun í einhvers konar afgangsflokk. Þar megi hvorki með góðu móti afla sér tekna eða spara fé í banka án þess að grófar skerðingar komi til og ávinningur verði að engu.
Meira

Tómatsúpa með pasta og bananabrauð

„Þar sem við fjölskyldan erum frekar upptekin við vinnu, skólagöngu, hestamennsku og fótbolta veljum við okkur yfirleitt eitthvað fljótlegt í matinn. Við sendum hér tvo rétti sem eru vinsælir á okkar borðum,“ sögðu þau Kristín Jóna Sigurðardóttir og Valur Valsson á Blönduósi, sem voru matgæðingar Feykis í 43. tbl. 2016. „Um helgar á húsfreyjan það til að baka eitthvað með kaffinu. Vinsælast hjá heimilisfólkinu eru pönnukökur og þetta fljótlega bananabrauð.“
Meira