V-Húnavatnssýsla

Sunnudagssteikin af æskuheimilinu

„Á okkar heimili eru verkaskiptin alveg skýr. Húsfrúin eldar og húsbóndinn raðar í uppþvottavélina. Ég ætla að deila með ykkur uppskrift af sunnudagssteikinni af æskuheimili mínu og geri ég hana oft þegar við systkinin hittumst,“ sagði Kristín Kristmundsdóttir á Skagaströnd, en hún og eiginmaður hennar, Vilhelm Björn Harðarson, voru matgæðingur Feykis í 41. tbl. ársins 2016.
Meira

Til rjúpnaveiðimanna um hófsemi við veiðar og sölubann

Rjúpnaveiðitímabilið hefst í dag, 26. október, og eru leyfðir veiðidagar 15 talsins að þessu sinni. Veiða má föstudag, laugardag og sunnudag um þessa helgi og fjórar næstu helgar. Vert er að benda veiðimönnum á að hafa varann á og fylgjast vel með veðruspá áður en haldið er til veiða.
Meira

Kolefnisspor Norðurlands vestra greint

Nýlega undirrituðu Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) samning um vinnu við stöðugreiningu á kolefnisspori Norðurlands vestra í heild snni. Verkefnið felur í sér úttekt á helstu orsakavöldum kolefnislosunar, svo sem í samgöngum, landbúnaði, sjávarútvegi, iðnaði og neyslu íbúa. Eftir að þær niðurstöður eru fengnar verða möguleikarnir greindir á minnkun á losun kolefnis annars vegar og hins vegar á því hvaða mótvægisaðgerðir koma helst til greina í landshlutanum. Frá þessu er sagt á vef SSNV.
Meira

Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra

Búið er að opna fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra. Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 fimmtudaginn 22. nóvember 2018. Sækja skal um styrki rafrænt á Sóknaráætlun Norðurlands vestra. Umsækjendur þurfa að skrá sig inn með íslykli eða rafrænum skilríkjum. Sé umsækjandi ekki með íslykil er hægt að sækja um hann á island.is.
Meira

Góð dekk margborga sig

Tími vetrardekkja er kominn víða um land, sér í lagi á heiðum. Hjá mörgum er það fastur liður að skipta um dekk tvisvar á ári á meðan aðrir eru á dekkjum sem notuð eru bæði sumar og vetur. Hvaða gerð sem notuð er, skiptir öllu að dekkin séu góð. Á veturna á mynstursdýptin að vera a.m.k. 3 mm og gripið gott, sama í hvaða aðstæðum ekið er í.
Meira

Byggðarráð Húnaþings vestra fagnar frumkvæði íbúa við Vatnsnesveg

Á fundi byggðarráðs Húnaþings vestra sl. mánudag var lögð fram til kynningar ályktun frá fundi íbúa við þjóðveg 711, Vatnsnes og Vesturhóp en fjölmennur íbúafundur var haldinn á Hótel Hvítserk þann 10. október sl. þar sem fundarefnið var afleitt ástand vegarins. Í ályktuninni er m.a. skorað a sveitarstjórn að koma til liðs við íbúa við veginn með öllum ráðum og þrýsta á stjórnvöld um úrbætur.
Meira

Ræsing Húnaþinga

Gerð hafa verið drög að samningi milli Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og allra sveitarfélaganna í Húnavatnssýslum um verkefnið Ræsing Húnaþinga. Í fundargerð byggðaráðs Blönduósbæjar frá 9. október sl. segir að markmið verkefnisins sé að efla nýsköpun á landsbyggðinni með öflugu stuðningsverkefni fyrir nýjar atvinnuskapandi hugmyndir og sé þannig í raun samkeppni um góðar viðskiptahugmyndir þar sem einstaklingum, hópum og fyrirtækjum er boðið að senda inn verkefni og vinna í framhaldinu að viðskiptaáætlun undir handleiðslu starfsmanna Nýsköpunarmiðstöðvar.
Meira

Kúabændur vilja sérstakt Landbúnaðar- og matvælaráðuneyti

Á haustfundi Landssambands kúabænda sem haldinn var í Þingborg í Flóa fimmtudagskvöldið 11. október 2018 kom fram skýr vilji bænda að stofnað verði sérstakt Landbúnaðar- og matvælaráðuneyti sem haldi utan um málefni landbúnaðar, matvælaframleiðslu og innflutning matvæla.
Meira

Lambafille, grillað grænmeti og kartöflur

„Við þökkum áskorunina frá Elísabetu og Hlyn og langar okkur að deila með ykkur uppskrift af grilluðu lambafille með fitu borið fram með piparostasósu, grilluðu grænmeti og bökuðum kartöflum,“ sögðu Ómar Eyjólfsson og Ragnheiður Rún Sveinbjörnsdóttir, en þau voru matgæðingar Feykis í 40. tbl. ársins 2016.
Meira

Svanhildi Pálsdóttur veitt viðurkennig fyrir störf í þágu ferðaþjónustu á Norðurlandi og Sproti ársins er Hótel Laugarbakki

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi fór fram í gær í Húnaþingi vestra og óhætt er að segja að hún hafi verið frábær. Húnvetningar tóku vel á móti kollegum sínum í ferðaþjónustu og farið var í heimsóknir til ýmissa fyrirtækja á svæðinu og nýr útsýnispallur við Kolugljúfur var sömuleiðis skoðaður. Um kvöldið var svo haldin vegleg veisla í veislusalnum á Hótel Laugarbakka, þar sem dansinn dunaði fram eftir nóttu. Venju samkvæmt voru þrjár viðurkenningar veittar, Sproti ársins, Fyrirtæki ársins og viðurkenning fyrir störf í þágu ferðaþjónustunnar.
Meira