V-Húnavatnssýsla

„Þú ert það sem þú borðar“

"Umsjónarkona þessa þáttar minnist þess að hafa fyrst rekist á hið margtuggna slagorð „þú ert það sem þú borðar“ á veggspjaldi í sveitaskóla á Vesturlandi. Fyrstu hughrifin sem það vakti á þeim tíma var að þá hlyti maður að vera bjúga! Í minningunni voru nefnilega alltaf bjúgu í matinn þegar íþróttamót voru haldin í umræddum skóla. Með öðrum orðum kjöt, salt og mör, ásamt einhverjum bindiefnum, pakkað í plast og reykt við tað. Seinna tók kannski við víðari túlkun á frasanum „að vera það sem maður borðar.“ Með það í hug gróf Feykir upp nokkrar uppskriftir af hollu og góðu haustfæði." Svo mælti umsjónarmaður matarþáttar Feykis í 37. tbl. ársins 2016.
Meira

Margt að gerast hjá Farskólanum

Nýlega hófst á vegum Farskólans námskeiðsröð í fullvinnslu ýmiss konar landbúnaðarafurða. Námskeiðin eru öll haldin í Matarsmiðju BioPol á Skagaströnd og eru styrkt og niðurgreidd af SSNV, Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Meira

Bestu búsetuskilyrðin í Skagafirði - Kynning á niðurstöðum íbúakönnunar

Nýlega heimsótti Vífill Karlsson, hagfræðingur, sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi vestra og kynnti fyrir þeim niðurstöður íbúakönnunar sem Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi stóðu að með Vífil í fararbroddi. Þrjár kynningar voru haldnar, ein á Hvammstanga þar sem fjallað var um niðurstöður könnunarinnar í Vestur-Húnavatnssýslu, á Blönduósi fyrir Austur-Húnavatnssýslu og sú þriðja á Sauðárkróki þar sem niðurstöður fyrir Skagafjörð voru kynntar. Sagt er frá þessu á vef Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Meira

28 ökumenn kærðir í gær

Lögreglan á Norðurlandi vestra segir frá því á Facebooksíðu sinni í dag að í gær hafi 28 ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi embættisins. Var sá sem hraðast ók mældur á 168 km hraða sem er 78 km fyrir ofan leyfilegan hámarkshraða. Upphæð sektar fyrir þennan hraða eru 240 þúsund krónur auk sviptingar ökuréttinda í 3 mánuði.
Meira

Feykir.is 10 ára í dag

Í dag eru tíu á síðan Feykir.is fór formlega í loftið í fyrsta sinn. Margt manna mætti í kynningarhóf föstudaginn 26. september 2008 sem haldið var á Hótel Mælifelli en um kvöldið var síðan formlega opnuð á Laufskálaréttarskemmtun í reiðhöllinni á Sauðárkróki.
Meira

Vísindakaffi á Skagaströnd

Næstkomandi laugardag ætlar Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra að bjóða gestum og gangandi upp á kaffi og meðlæti í húsakynnum setursins að Einbúastíg 2 á Skagaströnd. Forstöðumaður setursins, dr. Vilhelm Vilhelmsson, mun taka á móti gestum og kynna það sem er á döfinni hjá setrinu.
Meira

Byggðarráð Húnaþings vestra mótmælir lokun á þjónustuskrifstofu VÍS

Á fundi byggðarráðs Húnaþings vestra sem haldinn var í gær var samþykkt bókun þar sem ákvörðun VÍS um að loka útibúi fyrirtækisins á Hvammstanga var harðlega mótmælt. Í bókuninni segir að aðgerðir sem þessar bitni verulega á íbúum landsbyggðarinnar sem sífellt þurfi að sækja þjónustu um lengri veg en engin þjónusta frá VÍS verði aðgengileg á atvinnusvæði íbúa Húnaþings vestra eftir lokun útibúsins.
Meira

Uppskrift að góðu kvöldi með vinum

Ásdís Ýr Arnardóttir og Jón Kristófer Sigmarsson á Hæli í Húnavatnshreppi voru matgæðingar vikunnar í 35. tbl. Feykis 2016. Þau gáfu lesendum uppskriftir að fiskisúpu, ærfille og karamellupönnsum. „Fiskisúpa, ærfille og karamellupönnsur eru uppskrift að góðu kvöldi með vinum, einfaldar uppskriftir sem geta ekki klikkað. Við á Hæli erum gjarnan með gesti og vinnufólk og því er oft mannmargt í mat hjá okkur, eldhúsborðið tekur 16 manns í sæti svo nauðsynlegt er að geta tvöfaldað eða jafnvel þrefaldað uppskriftir án þess að það sé of mikið vesen. Auðvelt er að gera fiskisúpuna matarmeiri með því að bæta við fiski. Ærfille er herramannsmatur hvort sem það er steikt eða grafið og pönnukökurnar bæta nýtísku ívafi við annars þjóðlegan rétt. Pönnukökurnar einar og sér væru líka góðar í saumaklúbbinn."
Meira

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið birtir lista yfir lögmæt verkefni sveitafélaga

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur tekið saman yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga með skírskotun til sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, 1. mgr. 7. gr. Er yfirlitið hugsað til leiðbeiningar fyrir sveitarfélög við stefnumótun og áætlanagerð og ennfremur að auðvelda umræðu og yfirsýn yfir skyldur og hlutverk sveitarfélaga að því er segir á vef ráðuneytisins.
Meira

Íbúum fjölgar um 0,5% á Norðurlandi vestra

Íbúum Norðurlands vestra hefur fjölgað um 36 einstaklinga eða 0,5% á tímabilinu frá 1. desember 2017 til 1. september sl. samkvæmt tölum frá Þjóðskrá sem birtar voru nýlega. Mesta fjölgunin í landshlutanum varð í Blönduósbæ en þar fjölgaði íbúum um 43 sem nemur 4,8% fjölgun.
Meira