V-Húnavatnssýsla

Miðfjarðará í þriðja sætinu

Nú styttist í að laxveiðitímabili ársins ljúki og hefur ein af húnvetnsku ánum sem sitja á lista landssambands veiðifélaga yfir aflahæstu árnar birt lokatölur sínar. Talsverður munur er á aflamagni miðað við sama tíma í fyrra þegar 8.008 laxar höfðu veiðst en aðeins 5.644 núna sem er um 30% aflaminnkun.
Meira

Ein af sex þjónustuskrifstofum VÍS verður á Króknum

VÍS hefur í samræmi við nýja framtíðarsýn sína um að verða stafrænt þjónustufyrirtæki ákveðið að endurskipuleggja og einfalda fyrirkomulag þjónustu við viðskiptavini þannig að aukin áhersla verði lögð á stafrænar lausnir. Í kjölfarið verða þjónustuskrifstofur VÍS víðs vegar um landið sameinaðar í sex öflugar þjónustuskrifstofur á Selfossi, Egilsstöðum, Akureyri, Sauðárkróki, Ísafirði og Reykjavík. Breytingarnar taka gildi 1. október næstkomandi.
Meira

Yfirlýsing málefnahóps ÖBÍ um sjálfstætt líf vegna kröfu Sambands íslenskra sveitarfélaga um frestun gildistöku ákvæða um notendastýrða persónulega aðstoð

Með bréfi síðastliðinn föstudag fór Samband íslenskra sveitarfélaga þess á leit við félags- og jafnréttisráðherra að gildistöku laga sem taka eiga gildi þann 1. október verði frestað til áramóta. Þessum tillögum hafnar málefnahópur Öryrkjabandalagsins um sjálfstætt líf algerlega. Tími seinkana og mannréttindabrota er liðinn.
Meira

Rigning, slydda eða snjókoma norðanlands

Gult ástand, samkvæmt skilgreiningu Veðurstofunnar, er í gildi vegna veðurs fyrir Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og Miðhálendi. Allhvöss norðanátt með slyddu eða snjókomu er víða til fjalla og þurfa vegfarendur að gera ráð fyrir hálku á Þverárfjalli og Möðrudalsöræfum. Hálkublettir eru á fjallvegum á Vestfjörðum og á norðanverðu landinu, Holtavörðuheiði og Bröttubrekku. Krapi er á Mývatnsöræfum og Fjarðarheiði.
Meira

Átta fíkniefnamál á Norðurlandi vestra

Átta fíkniefnamál hafa komið til kasta lögreglunnar á Norðurlandi vestra það sem af er september. Á Facebooksíðu embættisins kemur fram að aukin áhersla hefur verið lögð á fíkniefnamál og hefur lögreglan m.a. nýtt sér aðstoð fíkniefnaleitarhunda.
Meira

Ökum ekki syfjuð

Vátryggingafélag Íslands minnir ökumenn á það á vef sínum hve mikilvægt er að vera vel úthvíldur þegar sest er undir stýri. Þar segir að þreyta ökumanna sé þrisvar sinnum líklegri til að valda alvarlegum slysum en hraðakstur. Eru því ökumenn minntir á að taka sér stutt hlé á akstri og fá sér stuttan blund ef ekki eru aðrir farþegar með í bílnum til að skipta við ökumann.
Meira

Tap hjá Vinstri grænum

Vinstri Græn hafa skilað ársreikningi fyrir árið 2017 til Ríkisendurskoðunar en þar kemur fram að tap af rekstri flokksins nam 13,7 milljónum króna og var eigið fé neikvætt um 17,9 milljónir samkvæmt efnahagsreikningi.
Meira

Norðanáhlaup á miðvikudag

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir landið allt enda búist við norðan hvassviðri eða stormi með rigningu eða snjókomu norðan- og austanlands á miðvikudag. Snemma á miðvikudag gengur í norðan 15-23 m/s, hvassast austast á landinu.
Meira

Sjókvíaeldi – Náttúruógn eða vistvæn matvælaframleiðsla

Mikil umræða skapaðist á dögunum í kjölfar þess að allir landsliðsmenn íslenska kokkalandsliðsins drógu sig út úr liðinu eftir að Klúbbur matreiðslumanna hafði samið við Arnarlax um að fyrirtækið yrði bakhjarl liðsins en samningur þess efnis var undirritaður í Hörpu að viðstöddu fjölmenni. Með aðgerðum sínum vildu landliðskokkarnir mótmæla þeirri ákvörðun þar sem Arnarlax framleiðir lax í opnu sjókvíaeldi.
Meira

Gómsætt fyrir gangnamenn - Ekta íslensk kjötsúpa og rúgbrauð

Á haustdögum þegar göngur og réttir eru í aðalhlutverki er fátt betra en sjóðheitar og saðsamar súpur. Þar er íslenska kjötsúpan í öndvegi. Feykir gerði óformlega og óvísindalega rannsókn á því hver væri hin eina sanna íslenska kjötsúpa. Skemmst er frá að segja að hún er vandfundin, enda er það með kjötsúpu eins og góða kjaftasögu að hún breytist í meðförum manna. Því var ákveðið að láta gilda uppskrift sem gerð er opinber á vefsíðunni lambakjöt.is.
Meira