V-Húnavatnssýsla

Langar þig að vera óstöðvandi? Álag, streita og kulnun? Kanntu á Google?

Stéttarfélögin Aldan, Kjölur, Samstaða, SFR og Verslunarmannafélag Skagafjarðar ætla að bjóða félagsmönnum sínum á þrjú námskeið sem haldin eru í Farskóla Norðurlands vestra, þeim að kostnaðarlausu. Námskeiðin eru öllum opin en nánari lýsingar á námskeiðunum er að finna á heimasíðu skólans.
Meira

Opnað fyrir umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða en hann veitir styrki til uppbyggingar, viðhalds og verndunar ferðamannastaða sem eru í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila allt um land. Einnig styrkir sjóðurinn aðgerðir sem stuðla að öryggi ferðamanna og verndun náttúru landsins. Sjóðnum er ennfremur ætlað að fjölga viðkomustöðum ferðafólks til að draga úr álagi á fjölsótta ferðamannastaði.
Meira

Langar þig í Salinn?

Feykir hefur verið með myndagetraun í blaðinu og spurt hver sé viðkomandi persóna á myndinni. Leikurinn er í samstarfi við tónleikahaldara danslagakeppninnar á Króknum, sem slógu í gegn á Sæluvikunni á Sauðárkróki 2017 og síðasta vetur í Salnum Kópavogi. Verða þeir endurfluttir í Salnum Kópavogi 2. nóvember klukkan 20:30.
Meira

Miðflokkurinn eins árs í dag

Í dag 8. október fagnar Miðflokkurinn því að eitt ár er liðið frá frá stofnun flokksins. Stofnfundurinn var haldinn í Rúgbrauðsgerðinni í Reykjavík fyrir troðfullu húsi sunnudaginn 8. október 2017.
Meira

Bláberjaís á fimm mínútum

„Við erum hjónin Pétur Hafsteinn Sigurvaldason frá Litlu-Ásgeirsá í Víðidal og Bjarney Alda Benediktsdóttir frá Neðri-Torfustöðum í Miðfirði. Við búum að Neðri-Torfustöðum ásamt börnum okkar. Þau eru Ármann, Kristrún og María. Bústofninn á bænum er blandaður; kýr, kindur og nokkur hross. Ekki má gleyma að nefna tíkina okkar Millu, örustu hjálparhellu norðan Alpafjalla," sögðu hjónin Pétur og Bjarney, sem voru matgæðingar vikunnar í 29. tbl. Feykis árið 2013.
Meira

Víðidalstungurétt um helgina

Stóðréttir verða í Víðidalstungurétt á morgun, laugardaginn 6. október, en fjörið sem réttunum fylgir hefst í dag. Á Facebooksíðunni Stóðréttir Víðidalstungurétt segir að stóðinu verði hleypt í gegnum hliðið við Bergárbrú í fyrsta lagi kl. 14:00. Hægt verður að kaupa sér hressingu í skemmunni á Kolugili milli kl. 14:00 og 17:00 og frá kl. 17:00 fæst kjötsúpa í réttarskúr kvenfélagsins Freyju við Víðidalstungurétt.
Meira

Laxveiðin 29% minni en á síðasta ári

Nú er laxveiðitímabilið á enda í húnvetnsku laxveiðiánum sem eru á lista Landsambands veiðifélaga yfir 75 aflahæstu laxveiðiár landsins. Þar má sjá að umtalsvert minni veiði var í sumar heldur en árin á undan. Heildarveiðin í ánum sjö var 5.919 laxar sem er 29% minna en í fyrra þegar veiddust þar 8.313 laxar og 42% minna en árið 2016 þegar veiðin var 10.252 laxar.
Meira

Gul viðvörun í gildi

Veðurstofan varar við versnandi veðri á landinu og nú er gul viðvörun í gildi á Norður­landi vestra og svæðinu í kring; Vestfjörðum, Ströndum og Norður­landi eystra. Í veðurhorfum fyrir Norðurland vestra segir á vedur.is:
Meira

Lokað fyrir heitt og kalt vatn á Hvammstanga í dag

Veitusvið Húnaþings vestra hefur sent út áríðandið tilkynningu á vef sveitarfélagsins þar sem kemur fram að vegna tengingar á hita- og vatnsveitu í nýtt hverfi við Lindarveg verður lokað fyrir heitt vatn í dag, fimmtudag, frá klukkan 17:00 og mun lokunin standa yfir í um 5-6 tíma. Jafnframt er beðist velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Meira

Gaman að skilja eitthvað eftir fyrir framtíð barnabarnanna

Jóhanna S. Björnsdóttir sagði lesendum frá handavinnu sinni í þættinum Hvað ertu með á pjónunum? í 43. tbl. Feykis 2017. Jóhanna S. Björnsdóttir á Sauðárkróki er fjölhæf handavinnukona þó ekki sé ýkja langt síðan hún fór að fást við handavinnu, aðeins 15 ár, í kjölfar slyss sem hún varð fyrir þannig að segja má að handavinnuáhuginn hafi kviknað fyrir slysni. Síðan þá hefur hún lagt stund á margs konar hannyrðir og meðal annars á hún nú fjóra þjóðbúninga. Jóhanna hefur sótt ýmis námskeið og skráði sig eitt sinn, fyrir misskilning, á bútasaumsnámskeið í New Hampshire, sem ætlað var fólki sem hafði bútasaum að atvinnu.
Meira