V-Húnavatnssýsla

Villa í uppskrift í nýjasta tölublaði Feykis

Þau hvimleiðu mistök urðu í nýjasta tölublaði Feykis sem út kom í gær að lína féll út í einni uppskriftinni þannig að kjúklingavefjurnar urðu kjúklingalausar og standa því varla undir nafni, hvað þá bragði. Hér með fylgir uppskriftin eins og hún á að vera um leið og beðist er innilega afsökunar á þessari skyssu.
Meira

Orðsending til knapa

Matvælastofnun vill koma því á framfæri við knapa landsins nú þegar keppnistímabilið er að hefjast í hestaíþróttum að samkvæmt reglugerð um velferð hrossa er notkun á mélum með tunguboga og vogarafli bönnuð í hvers kyns sýningum og keppni.
Meira

Sala á þjónustu í hlöðum ON hefst á morgun

Í hlöðum Orku náttúrunnar, þar sem rafbílaeigendum er boðið upp á hraðhleðslu, verður þjónustan seld frá morgundeginum. ON hefur boðið rafbílaeigendum þessa þjónustu frítt allt frá árinu 2014 en hún verður nú seld á 19 krónur á mínútu auk 20 króna fyrir hverja kílóvattstund. Rafbílaeigendur sem hyggjast kaupa þjónustuna verða að hafa virkjað hleðslulykil frá ON.
Meira

Leitað að tveimur konum til þátttöku í Evrópuverkefni

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, leita nú að tveimur konum til þess að taka þátt í Evrópuverkefni sem hefur það að markmiði að bjóða frumkvöðlakonum í dreifðum byggðum að byggja upp hæfni þeirra og færni til að efla fyrirtæki þeirra og víkka út tengslanet þeirra, bæði heima fyrir og í Evrópu. Verður það gert með því að aðlaga að netinu aðferðafræði persónulegra þjálfunarhringja (Enterprise Circles™). Það hefur reynst gagnlegt í því að styðja konur til að efla sjálfstraust og einnig til að gefa þeim hagnýtar aðferðir sem eru nauðsynlegar í rekstri.
Meira

Refastofninn stendur í stað

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur lokið við að meta stærð íslenska refastofnsins til ársins 2015 en samkvæmt því var fjöldi refa haustið 2015 að lágmarki 7.000 dýr. Niðurstöðurnar styðja eldra mat frá árinu 2014 sem sýndi fram á mikla fækkun í stofninum eftir 2008.
Meira

Fjögur lömb í Laxárdal

Feykir greindi frá því í síðustu viku að tvö hrútlömb hefðu komið í heiminn á Ytri-Hofdölum í Skagafirði á bóndadag og eitt til á Óslandi í Skagafirði degi síðar. Var það hrútur sem fékk að sjálfsögðu nafnið Þorri. Þetta verður að teljast nokkuð snemmbúinn sauðburður en samt sem áður hafa nú borist fregnir af einni á til hér á svæðinu sem skaut þeim báðum ref fyrir rass og bar fjórum lömbum að morgni 13. janúar.
Meira

Flugið – komið til að vera.

„Ég þarf að skreppa aðeins út á flugvöll”. Varla var ég búinn að sleppa orðinu við kollega mína á Faxatorginu, þegar ég hugsaði hvað þessi setning hljómaði eitthvað vel. Og af hverju? Jú, það var von á fyrsta áætlunarfluginu til Sauðárkróks í næstum fimm ár. Fljótlega fór ég að heyra hjá fólki hvað því þætti gaman að heyra orðið aftur í flugvél og sjá flugvöllinn upplýstan í vetrarmyrkrinu. Mér er engin launung í því að eitt af því sem lagðist hvað skringilegast í mig þegar ég tók við starfi mínu hér fyrir rúmum tveimur á árum var að hingað væri ekki flogið lengur. Ekki bara að þetta standi fyrir ákveðin þægindi atvinnu- og búsetusvæðis, heldur þótti mér sú staðreynd að þessi fyrrum kandidat sem varaflugvöllur í millilandaflugi með eina lengstu flugbraut landsins væri orðinn skilgreindur af flugmálayfirvöldum sem „lendingarstaður" líkt og Bakki og Stóri-Kroppur (já, upp með landakortið...) með allri virðingu fyrir þessum flugvöllum. Og sem gamall flugafgreiðslumaður úr innanlandsfluginu mundi ég eftir þeim umsvifum, sem fylgdu fluginu hingað þegar að best lét.
Meira

Elsti haförn landsins handsamaður við Miðfjarðará

Þau eru ýmis verkefnin sem að koma á borð lögreglunnar, segir á Facebooksíðu embættisins á Norðurlandi vestra. Á laugardag fékk lögreglan á Norðurlandi vestra tilkynningu þess efnis að haförn hefði verið handsamaður við Miðfjarðará en örninn var eitthvað laskaður.
Meira

Þátttaka í samfélagi

Nú í vor fara fram sveitastjórnarkosningar og þá fer að hefjast umræða og mótun á nýrri bæjarstjórn í bryggjuskúrum og kaffistofum eða maður á mann niður í kaupfélagi.
Meira

Kjúllaréttur, bananabrauð og ostasalat sem slær í gegn

„Það er ekki hægt að segja að við séum mikið fyrir flóknar uppskriftir eða tímafrekar, við notum yfirleitt bara netið og „googlum“ því sem okkur langar að elda og finnum hentugustu (a.k.a. auðveldustu) uppskriftina og förum eftir henni,“ segja matgæðingarnir í 4. tölublaði Feykis árið 2016, þau Rannveig Aðalbjörg Hjartardóttir og Magnús Ásgeir Elíasson á Stóru-Ásgeirsá í Víðidal.
Meira