V-Húnavatnssýsla

Gaman að gefa Íslandsvettlingana til Bandaríkjanna

Prjóna- og handverkskonan Helga Dóra Lúðvíksdóttir á Sauðárkróki sagði frá handavinnunni sinni í 26. tölublaði Feykis á þessu ári. Hún byrjaði ung að prjóna og gafst ekki upp þótt lykkjurnar sætu stundum fastar á prjónunum. Hún hefur líka gaman af mörgu öðru handverki eins og til dæmis steinakörlum og -kerlingum sem hún hefur unnið mikið með.
Meira

Ferðalag heldri Húnvetninga í myndum

Heldri borgarar í Húnaþingi vestra tóku sig saman og renndu yfir Holtavörðuheiði sl. fimmtudag og heimsóttu Borgarfjörð og Hvalfjörð með stoppum hér og þar. Að sögn Önnu Scheving, eins ferðalangsins, var veðrið eins og best verður á kosið og rúsínan í pylsuendanum var kvöldmatur á Hótel Laugarbakka þegar heim var komið.
Meira

Alvarlegur byggðavandi í vændum

Íslenskir sauðfjárbændur horfa fram á þriðjungs lækkun á afurðaverði í haust, í kjölfar nærri 10% lækkunar á síðasta ári. Þessar lækkanir munu koma harkalega niður á sveitum landsins og bitna sérstaklega á yngri bændum. Bændur hafa þegar lagt út í nánast allan kostnað við lambakjötsframleiðslu haustsins og lækkun á afurðaverði er því hrein og klár launalækkun. Þessi launalækkun er 1.800 milljónir króna fyrir stéttina í heild ef hún gengur eftir sem horfir og bætist þá við 600 milljónir sem bændur tóku á sig í fyrra.
Meira

Kristján Bjarni sækir um skólameistara- og rektorsstöðu syðra

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur upplýst hverjir sóttu um stöður skólameistara Fjölbrautaskólans við Ármúla og rektors Menntaskólans í Reykjavík. Kristján Bjarni Halldórsson, áfangastjóri við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, er á meðal þeirra.
Meira

Íslandsmeistaramót í hrútaþukli á Ströndum

Það verður sannkölluð stórhátíð í Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum sunnudaginn 20. ágúst. Þá verður í fimmtánda skipti haldið Íslandsmeistaramót í hrútadómum og hefst skemmtunin kl. 14. Þessi íþróttagrein sem í daglegu tali er kölluð hrútaþukl er uppfinning Strandamanna og hefur verið haldin árlega á Sauðfjársetrinu frá árinu 2003. Á síðasta ári mættu um 500 manns til að horfa á keppnina og yfir 70 tóku þátt.
Meira

Hátíð tileinkuð 500 ára afmæli Marteins Lúthers

Hólahátíð 2017 fer fram föstudag til sunnudags, 11. -13. ágúst og verður hátíðin tileinkuð 500 ára afmæli Marteins Lúthers, með áherslu á siðbót í samtíð. Hátíðardagsskrá verður sett af Solveigu Láru Guðmundsdóttur, vígslubiskup í Auðunarstofu á föstudaginn kl.17:00. Á dagsskrá má helst nefna þátttökugjörninginn Tesur á Hólahátíð, sem fer fram alla helgina og Tón-leikhúsið á sunnudeginum kl. 11:00.
Meira

Lilja Rafney vill ræða erfiða stöðu sauðfjárbænda

Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður fyrir Vinstri hreyfinguna – grænt framboð í Norðvesturkjördæmi, hefur farið þess á leit við formann atvinnuveganefndar að boðað verði til fundar í nefndinni við fyrsta tækifæri til að ræða erfiða stöðu sauðfjárbænda sem til er komin vegna yfirlýsinga um lækkun afurðaverðs til þeirra nú í haust.
Meira

Skagfirðingar prúðastir á Unglingalandsmóti

Unglingalandsmóti UMFÍ var slitið í gærkvöldi eftir vel heppnaða helgi á Egilsstöðum. Þegar keppni lauk í kökuskreytingum, sem var vel sótt, tóku við tónleikar kvöldvökunnar með Hildi, Mur Mur og Emmsjé Gauta. Að því loknu tóku við hefðbundin mótsslit ásamt flugeldasýningu á Vilhjálmsvelli. Á mótsslitunum gengu fulltrúar UÍA sem komið hafa að Unglingalandsmótinu fram á völlinn og þökkuðu mótsgestir fyrir sig. Á heimasíðu UMFÍ segir að mótið hafi tekist mjög vel á allan hátt, keppendur og mótsgestir hafi verið til fyrirmyndar. Frábær stemning var hjá öllum fjölskyldum á tjaldstæðum og voru götur bæjarins skínandi hreinar alla mótahelgina.
Meira

Laugardagsrúntur í Húnaþingi vestra

Það var hið ágætasta veður í gær á Norðurlandi vestra og þar sem það var laugardagur í verslunarmannahelgi þótti blaðamanni Feykis tilhlýðilegt að fara einn vænan rúnt í Húnaþing vestra. Fjölmargir voru á ferðinni og flestir sennilega með tröllklettinn Hvítserk sem einn af helstu skoðunarstöðunum norðan heiða.
Meira

Húnaþing vestra veitir umhverfisviðurkenningar

Umhverfisviðurkenningar Húnaþings vestra 2017 voru veittar á fjölskyldudegi hátíðarinnar Elds í Húnaþingi, laugardaginn 29. júlí sl.
Meira