V-Húnavatnssýsla

Skipað í byggingarnefnd viðbyggingar við Grunnskóla Húnaþings vestra

Á fundi Byggðarráðs Húnaþings vestra mánudaginn 29. janúar kom fram að nú hafa tillögur starfshóps um framtíðarskipan skólamála í Húnaþingi vestra farið til umræðu og umsagnar hjá nemendaráði, skólaráði og fræðsluráði. Ennfremur voru tillögurnar kynntar á vef sveitarfélagsins þar sem íbúum gafst kostur á að gera athugasemdir við þær. Lýstu skólaráð, nemendaráð og fræðsluráð ánægju með tillögurnar og ekki komu fram athugasemdir eftir almenna kynningu á vef sveitarfélagsins.
Meira

Íslenskt lambakjöt – fyrsta verndaða afurðaheitið á Íslandi

Matvælastofnun hefur skráð íslenskt lambakjöt sem verndað afurðarheiti á grundvelli laga nr. 130 frá 2014 um vernd afurðaheita sem geta vísað til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu. Enska útgáfan, Icelandic lamb er einnig skráð. Lambakjöt er fyrsta íslenska afurðin sem fær vernd samkvæmt lögunum. Þar með er lambið komið í flokk með Parma- skinku, Kampavín, Camembert de Normandie ost og Kalix Löjrom kavíar.
Meira

Gul viðvörun víða á landinu – Færð gæti spillst á fjallvegum

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra og Suðausturland. Aðstæður gætu orðið erfiðar á fjallvegum s.s. Holtavörðuheiði, Þverárfjalli, Vatnsskarði og Öxnadalsheiði.
Meira

Tveir fiskréttir og Draumurinn hennar Dísu

„Við erum ansi dugleg að skiptast á um eldamennskuna og frágang, þó frágangurinn sé ekki eitthvað sem slegist er um. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að við gleðjumst yfir góðum fisk eða fiskiréttum með ýmsum tilbrigðum. Við deilum með ykkur tveimur af okkar uppáhalds réttum sem við fengum fyrir ótrúlega mörgum árum og hafa frá þeirri stundu verið vinsælir hér á borðum,“ segja matgæðingar vikunnar í 5. tölublaði Feykis árið 2016 þau Ásdís Hrund Ármannsdóttir og Jón Helgi Pálsson á Hofsósi.
Meira

Vilhelm Vilhelmsson ráðinn forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Norðurlandi vestra

Vilhelm Vilhelmsson, sagnfræðingur frá Hvammstanga, hefur verið ráðinn forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra sem er eitt rannsóknasetra Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands. Megináhersla þess í rannsóknum er sagnfræði. Starfsstöð setursins er á Skagaströnd.
Meira

Íbúðalánasjóður hyggst setja landsbyggðina á oddinn

Nauðsynlegt er að ráðast í umfangsmikla uppbyggingu húsnæðis um allt land. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri ályktun stjórnar Íbúðalánasjóðs, en stjórnin fundaði á Sauðárkróki í gærmorgun. Tilefni fundarins þar var opnun nýs húsnæðisbótasviðs Íbúðalánasjóðs sem varð til með yfirtöku sjóðsins á útgreiðslum húsnæðisbóta. Stjórnin samþykkti einnig að grípa til aðgerða til að bæta stöðu leigjenda sem rannsóknir sýna að búa við mun hærri húsnæðiskostnað en aðrir hópar.
Meira

Röskun á skólahaldi vegna veðurs

Talsvert hvassviðri gengur nú yfir landið en reikna má með að það verði gengið niður um eða upp úr hádeginu. Til að mynda fór vindstyrkur við Miðsitju í 48 í hviðum á áttunda tímanum í morgun. Vindmælir við Stafá virðist hafa gefið sig í rokinu og sýnir nú engar tölur.
Meira

Vont veður í vændum

Appelsínugul viðvörun gildir fyrir Vestfirðir, Strandir og Norðurland vestra en búist er við suðaustan 23-28 m/s með snjókomu og síðar slyddu á láglendi, vindhviður við fjöll yfir 40 m/s. Á vef Veðurstofunnar segir að þessu fylgi lélegt skyggni og mjög erfið akstursskilyrði með tilheyrandi samgöngutruflunum og er fólki ráðlagt að festa lausa muni sem geta fokið.
Meira

Haförninn Höfðingi floginn á braut

Eins og greint var frá á Feyki.is og í nýjasta tölublaði Feykis, fangaði bóndinn á Staðarbakka í Miðfirði, Þórarinn Rafnsson, haförn á laugardag í siðustu viku. Þar sem örninn virtist eitthvað lemstraður og átti erfitt með flug ákvað Þórarinn, í samráði við Höskuld B. Erlingsson, lögregluþjón og fuglaáhugamann á Blönduósi að fara með fuglinn, sem þeir nefndu Höfðingja, suður og hittu þeir þar fyrir Kristin H. Skarphéðinsson, fuglafræðing hjá Náttúrufræðistofnun, sem tók Höfðingja til aðhlynningar.
Meira

Perlað af Krafti í Hörpu

Sunnudaginn, 4. febrúar, hvetur Kraftur landsmenn alla til að mæta í Hörpuna milli 13 og 17 og perla armbönd til styrktar félaginu. Kraftur stefnir á Íslandsmet í fjölda manns við armbandagerð.
Meira