V-Húnavatnssýsla

Garðfuglahelgi Fuglaverndar 26. - 29. janúar

Árleg garðfuglahelgi Fuglaverndar hefst í dag og stendur fram á mánudaginn 29. janúar. Framkvæmd athugunarinnar er einföld. Það eina sem þátttakandi þarf að gera er að fylgjast með garði í einn klukkutíma einhvern þessara daga. Athugendur velja hvaða dag þeir fylgjast með garðfuglunum eftir veðri og aðstæðum. Þátttakendur skrá hjá sér hvaða fuglar koma í garðinn og þá er miðað við mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir.
Meira

Áfram óblíð veður ef marka má þjóðtrúna

Í dag, 25. janúar, er Pálsmessa sem dregur nafn sitt af því að þennan dag á Sál frá Tarsus að hafa mætt Jesú Kristi og snúist til kristinnar trúar, hætt að ofsækja kristna menn og gengið undir nafninu Páll postuli upp frá því. Þessi umskipti Páls eru sögð hafa dregið talsverðan dilk á eftir sér og gætir þeirra enn í veðurfari ef marka má þjóðtrúna sem segir að veðrið á Pálsmessu gefi vísbendingar um veðurfar næstu vikurnar. Ef veður er gott þennan dag, sól og heiðríkja, boðar það frjósaman tíma en ef þungbúið er eða jafnvel snjókoma boðar það óblíða veðráttu eins og segir í þessum vísum sem eru til í nokkuð mörgum tilbrigðum þó efni þeirra sé hið sama:
Meira

Tólf framúrskarandi fyrirtæki á Norðurlandi vestra

Búið er að birta lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi og eru tólf þeirra á Norðurlandi vestra. Á heimasíðu Creditinfo segir að þar á bæ hafi, síðastliðin átta ár, verið unnin ítarleg greining sem sýni rekstur hvaða íslensku fyrirtækja teljist til fyrirmyndar. Að þessu sinni komust 2,2% fyrirtæki á listann eða 871 af þeim rúmlega 38.500 sem skráð eru í hlutafélagaskrá og eru tólf þeirra á Norðurlandi vestra.
Meira

Byggðastofnun og atvinnuþróunarfélög skrifuðu undir nýja samstarfssamninga

Fulltrúar Byggðastofnunar og átta atvinnuþróunarfélaga um land allt skrifuðu sl. þriðjudag undir nýja samstarfssamninga til næstu fimm ára. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, var viðstaddur undirritunina og sagði hann það eindreginn vilja ríkisstjórnarinnar að efla byggðamál og tryggja búsetu vítt og breitt um landið.
Meira

Slæmt veður í kortunum

Gul viðvörun er í gangi fyrir Vestfirði, Strandir og norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir og Suðausturland. Á vef Veðurstofunnar segir að allhvöss eða hvöss austanátt verði fyrir norðan í dag með snjókomu, skafrenningi og lélegum akstursskilyrðum. Bætir í vind í kvöld, hvassviðri eða stormur á morgun með snjókomu, hvassast N- og V-til, en úrkomumest N- og A-lands. Einnig má búast við mjög hvössum vindhviðum undir Vatnajökli á morgun, einkum austantil.
Meira

Kindur sóttar á afrétt í þorrabyrjun

Síðasta sunnudag voru farnir a.m.k. tveir leiðangrar eftir kindum sem ekki skiluðu sér heim úr afrétt í haust. Annars vegar var farið í Staðarfjöllin í Skagafirði og hins vegar Vesturárdal í Miðfirði.
Meira

Fyrirmyndarflokkun í Húnaþingi vestra

Íbúar Húnaþings vestra fá sérstakt hrós á vefsíðu sveitarfélagsins nú á dögunum en þar kemur fram að á fundum með sorphirðuverktaka hafi það ítrekað komið fram hve vel sé flokkað í sveitarfélaginu og að mikið magn skili sér til þeirra. Á þetta jafnt við um þéttbýli og dreifbýli en sérstakt hrós fá þó bændur fyrir frágang á áburðarsekkjum og rúlluplasti eins og sjá má á Facebooksíðu Flokku ehf. á Sauðárkróki sem sér um að safna því saman.
Meira

Handhafar Uppreisnarverðlaunanna 2018

Uppreisnarverðlaunin voru veitt í fyrsta skipti til viðurkenningar á markverðu og óeigingjörnu starfi í þágu frjálslyndis og almannahagsmuna. Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar, veitir verðlaunin sem þakklætisvott í garð þeirra sem skarað hafa fram úr á framangreindum sviðum. Verðlaunin eru veitt í tvennu lagi. Annars vegar til einstaklings og hins vegar til hóps.
Meira

Tækifæri á Norðurlandi vestra

Áskorandapenninn Guðmundur Haukur Hvammstanga
Meira

Frönsk lauksúpa og Tandoori kryddlegið lambalæri

„Við hjónin búum á Skagaströnd og erum bæði að vinna í Höfðaskóla. Við eigum fjögur börn og tvo hunda. Við ætlum að bjóða upp á forrétt, aðalrétt og eftirrétt,“ sögðu matgæðingarnir Berglind Rós Helgadóttir og Sigurður Heiðar Björgvinsson sem sáu um þriðja þátt ársins 2016. „Yfirleitt sér Sigurður um eldamennskuna og eru fjölskyldumeðlimir oft tilraunadýr þegar hann er að prufa sig áfram með uppskriftir."
Meira