V-Húnavatnssýsla

Þorrinn gengur í garð

Í dag er bóndadagur sem er fyrsti dagur þorra. Þorrinn er fjórði mánuður vetrar samkvæmt gamla íslenska tímatalinu og hefst á bilinu 19.– 25. janúar og lýkur á laugardegi fjórum vikum síðar þegar góa tekur við. Ekki er vitað með vissu hvaðan nafn mánaðarins er komið en oftast er það tengt sögninni að þverra eða minnka og einnig talið geta tengst lýsingarorðinu þurr. Í sögnum frá miðöldum er þorri persónugerður sem vetrarvættur. Áður þóttu þorrinn og góan erfiðastir vetrarmánaðanna þar sem þá var oft farið að ganga á matarbirgðir heimilanna.
Meira

Hlutverk leiðsögumanna og framlag þeirra til náttúruverndar

Nú um áramótin var gefin út rannsóknarskýrsla, á vegum Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum þar sem segir frá rannsókn Önnu Vilborgar Einarsdóttur, lektor við deildina, á hlutverki leiðsögumanna og framlagi þeirra til náttúruverndar. Rannsóknin fór fram sumarið 2017.
Meira

Krabbamein kemur öllum við

Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, boðar til átaks dagana 17. janúar – 4. febrúar nk. Tilgangur átaksins er að vekja athygli á málefnum ungs fólks með krabbamein og aðstandenda og afla fjár til að halda úti víðtækri þjónustu félagsins. Með átakinu vill Kraftur benda á þá staðreynd hvað krabbamein snertir marga með einum eða öðrum hætti. Ár hvert greinast 70 einstaklingar á aldrinum 18-40 ára með krabbamein og þess má geta að þriðjungur Íslendinga fær krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni.
Meira

Fjölmennur íbúafundur á Hvammstanga

Fjölmennur íbúafundur var haldinn í Félagsheimilinu á Hvammstanga á mánudagskvöldið þar sem kynntar voru deiliskipulagstillögur hafnarsvæðisins auk hugmynda um byggingu fimm hæða 20 íbúða húss á Hvammstanga. Að sögn Guðnýjar Hrundar Karlsdóttur, sveitarstjóra Húnaþings vestra, mættu um 120 manns á fundinn og gekk hann vel fyrir sig. Það var Óskar Örn Gunnarsson skipulagsfræðingar SFFÍ hjá Landmótun sem kynnti skipulagstillöguna. Guðný Hrund fór yfir valkostagreiningu vegna staðsetningar fjölbýlishúss og Páll Gunnlaugsson arkitekt fór yfir tegund og hönnun íbúða í fyrirhuguðu fjölbýlishúsi.
Meira

Mannamót – mikilvægur vettvangur í ferðaþjónustu

Framundan er ferðasýningin Mannamót sem haldin er af Markaðsstofum landshlutanna í samstarfi við Flugfélagið Erni. Á þessari sýningu koma saman ríflega 200 ferðaþjónustufyrirtæki af öllu landinu og kynna starfsemi sína fyrir gestum sem koma frá ferðaskrifstofum á höfuðborgarsvæðinu og erlendis frá, stoðkerfi ferðaþjónustunnar og úr ferðaþjónustutengdu námi. Ekki síður er mikilvægt að á þessum degi nota menn tækifærið til að hitta samstarfsaðila, efla tengslin og ræða stóru málin.
Meira

Farskólinn útskrifar átta svæðisleiðsögumenn

Í desember sl. lauk tveggja anna námi í svæðisleiðsögn hjá Farskólanum, miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra. Námið hófst í janúar 2017 og fór formleg útskrift fram þann 12. janúar frá Gauksmýri í Húnaþingi vestra.
Meira

Beint flug Enter Air á Akureyri

Síðastliðin föstudag lenti Boeing vél flugfélagsins Enter Air á Akureyrarflugvelli, með fyrstu bresku ferðamennina innanborðs sem koma með beinu flugi frá Bretlandi á vegum ferðaskrifstofunnar Super Break. Markar þetta tímamót í ferðaþjónustu á Norðurlandi því Super Break áformar að fljúga til Akureyrar áfram næstu misserin og að miklu leyti á þeim tíma ársins sem hingað til hefur verið rólegri í ferðaþjónustu.
Meira

Gult ástand á Norðurlandi vestra

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir daginn í dag fyrir svæðið frá Faxaflóa, Vesturland, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra og Norðurland eystra. Veðrið hefur verið slæmt með vestan og norðvestan hvassviðri eða stormi og ofankomu með mjög lélegu skyggni. Draga á úr veðurhamnum seinnipartinn. Í fyrramálið gengur aftur í norðvestan hvassviðri eða storm með snjókomu, en lægir talsvert og dregur úr ofankomu annað kvöld. Frost 0 til 6 stig.
Meira

Málþingi frestað

Fyrirhuguðu málþingi um fjárfestingar og fjármögnun í atvinnulífi á landsbyggðinni sem halda átti í Félagsheimilinu Ljósheimum á morgun hefur verið slegið á frest vegna slæmrar veðurspár. Það er SSNV sem stendur fyrir málþinginu en ný dagsetning verður kynnt síðar.
Meira

„Hvað er betra á frostköldu vetrarkvöldi en dýrindis lambalæri“

„Á okkar heimili er nú oftast eldað af illri nauðsyn, ekki af því að okkur þyki eitthvað leiðinlegt að borða, heldur af því að við höfum ekkert sérstaklega gaman af að elda. Stundum brettum við þó upp ermarnar og eldum eitthvað þokkalega gott. Við skulum nú ekkert vera að tíunda hvort okkar sér frekar um eldamennskuna, sumum þykir bara einfaldlega meira gaman að ganga frá en öðrum!“ segja matgæðingarnir Fríða Eyjólfsdóttir og Árni Eyþór Bjarkason á Hofsósi sem voru matgæðingar vikunnar í öðru tölublaði ársins 2016.
Meira