Þorrinn gengur í garð
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
19.01.2018
kl. 15.00
Í dag er bóndadagur sem er fyrsti dagur þorra. Þorrinn er fjórði mánuður vetrar samkvæmt gamla íslenska tímatalinu og hefst á bilinu 19.– 25. janúar og lýkur á laugardegi fjórum vikum síðar þegar góa tekur við. Ekki er vitað með vissu hvaðan nafn mánaðarins er komið en oftast er það tengt sögninni að þverra eða minnka og einnig talið geta tengst lýsingarorðinu þurr. Í sögnum frá miðöldum er þorri persónugerður sem vetrarvættur. Áður þóttu þorrinn og góan erfiðastir vetrarmánaðanna þar sem þá var oft farið að ganga á matarbirgðir heimilanna.
Meira
