V-Húnavatnssýsla

Náttúrubarnahátíð á Ströndum

Eins og allir vita eru Strandamenn náttúrubörn sem í gegnum ár og aldir hafa glímt við náttúruöflin og lært að lifa með þeim. Þeir heyra grasið gróa og snjóinn snjóa og vita hvað það þýðir þegar hrafninn klöktir til beggja átta á bæjarhlaðinu. Nú stendur til að halda afar óvenjulega útihátíð á Ströndum helgina 28.-30. júlí, svokallaða Náttúrubarnahátíð. Þar fá gestir á öllum aldri, bæði börn og fullorðnir, tækifæri til að finna og rækta sitt innra náttúrubarn.
Meira

Landsmenn taki þátt í 100 ára sjálfstæðis- og fullveldisafmæli Íslands

Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands verður fagnað á næsta ári með fjölbreyttri dagskrá um land allt. Kallað verður eftir frumkvæði og virkri þátttöku landsmanna með tillögum að verkefnum á hátíðardagskrána sem standa mun allt árið 2018. Nefnd sem Alþingi skipaði til að annast undirbúning og framkvæmd afmælishátíðarinnar hefur hafið störf.
Meira

Húlladúll á Hvammstanga

Nú styttist í að hátíðin Eldur í Húnaþingi hefjist en hún verður sett eftir slétta viku, miðvikudaginn 26. júlí og er undirbúningur í fullum gangi. Dagana á undan verður hægt að gera sér ýmislegt til dundurs og eins og Feykir.is sagði frá á dögunum verður efnt til námskeiðs í brúðugerð fyrir skrúðgönguna á opnunarhátíðinni.
Meira

Beint flug frá Bretlandi til Akureyrar næsta vetur

Breska ferðaskrifstofan Super Break mun á næstu dögum hefja sölu á ferðum til Norðurlands með beinu flugi frá Bretlandi. Þetta verður í fyrsta sinn sem boðið verður upp á beint flug til Akureyrar frá Bretlandi, en flogið verður alls átta sinnum frá átta mismunandi flugvöllum víðsvegar um Bretland. Þeirra á meðal eru Newcastle, Liverpool, Leeds, Bradford og Bournemouth. Samtals verður pláss fyrir um 1500 farþega í þessum ferðum.
Meira

Miðsumarssýningu Hólum - framlengdur skráningarfrestur

Ákveðið hefur verið að lengja skráningarfrest á miðsumarssýninguna á Hólum og opið verður fyrir skráningu til miðnættis á morgun þriðjudagsins 18. júlí. Miðsumarsýningar verða á tveimur stöðum, á Hólum í Hjaltadal og á Gaddstaðaflötum og fara fram dagana 24.-28. júlí. Á kynbótasýningum sem haldnar voru í vor voru sýnd 716 hross á átta sýningum og fengu áhorfendur að sjá heimsmet falla.
Meira

Feyknagott á grillið

Uppskriftaþátturinn sem hér fer á eftir birtist í 28. tölublaði Feykis árið 2015.Það jafnast ekkert á við góðan grillmat til að gæða sér á á fallegu sumarkvöldi og grillaðar lambakótilettur klikka aldrei. Feykir býður því upp á uppskrift að óviðjafnanlegum grillmat sem óhætt er að mæla með. Marineringin er mjög góð og smellpassar við lambakjöt, án þess þó að vera of yfirgnæfandi. Mörgum finnst kartöflur ómissandi og við erum sammála, og látum uppskrift að dásamlegum kartöflum fylgja með. Máltíðin er svo fullkomnuð með grísku salati og graslaukssósu.
Meira

Maríudagar á Hvoli í Vesturhópi

Undanfarin ár hefur fjölskylda Maríu Hjaltadóttur frá Hvoli í Vesturhópi heiðrað minningu hennar með listsýningu sem nefnist ,,Maríudagar“. Nú um helgina verður enn á ný efnt til Maríudaga á Hvoli og verður opið frá kl. 13-18 bæði laugardag og sunnudag. Boðið verður upp á kaffiveitingar að hætti fjölskyldunar og sóknarnefndarinnar.
Meira

Námskeið í brúðugerð fyrir Eld í Húnaþingi

Undirbúningur fyrir hátíðina Eldur í Húnaþingi er nú í fullum gangi en hún verður haldin í fimmtánda sinn dagana 26. – 30. júlí nk. Meðal viðburða á hátíðinni má nefna tónleika Eyþórs Inga í Borgarvirki, heimamenn flytja tónlist á Melló Músika og hljómsveitin Buff verður með dansleik. Þá verður námskeið í tölvuleikjagerð, sirkusæfingum o.fl. og heimsmeistaramót í Kleppara svo eitthvað sé nefnt.
Meira

Mikið um dýrðir á Íslandsmóti í hestaíþróttum

Annar dagur Íslandsmóts yngri flokka í hestaíþróttum er runninn upp en keppni hófst klukkan 9 í morgun með töltkeppni ungmenna. Í gær var mikið um dýrðir, glæsilegar sýningar og hestakosturinn góður. Hér fyrir neðan má sjá úrslit gærdagsins.
Meira

Veiðin almennt dræmari en í fyrra

Veiði í húnvetnskum ám er almennt lakari en hún var á sama tíma í fyrra, þrátt fyrir góða byrjun. Nú hafa 749 laxar veiðst í Miðfjarðará sem er, samkvæmt tölum frá Landssambandi veiðifélaga á angling.is, þriðja aflahæsta á landsins og í Blöndu hafa veiðst 514 laxar en hún vermir sjöunda sætið. Á sama tíma í fyrra var veiðin í Miðfjarðará 1077 laxar og 1300 í Blöndu.
Meira