V-Húnavatnssýsla

Fundaferð Bændasamtaka Íslands

Forysta Bændasamtaka Íslands heldur í fundaferð um landið í næstu viku. Með í för verða fulltrúar frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins sem munu meðal annars ræða um fagmennsku í greininni, framtíðarsýn og þróun ráðgjafarþjónustu. Alls eru skipulagðir 18 almennir bændafundir, víðsvegar um landið og hefjast þeir á næsta þriðjudag.
Meira

Hátterni í algjörri andstöðu við gildi ungmennafélagshreyfingarinnar

Margar íþróttakonur hafa nú stigið fram og greint frá hræðilegum brotum gegn sér innan ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar undir myllumerkinu #metoo. „Þetta eru hræðilegar sögur, frásagnir af hátterni sem á ekki að líðast og eru í algjörri andstöðu við þau gildi sem ungmennafélagshreyfingin stendur fyrir,“ segir í yfirlýsingu frá UMFÍ.
Meira

Frostið kallar á meiri kyndingu

Veturinn hefur verið kaldur norðanlands og því gott að hafa hitaveitu til að hita híbýli sín. En mörgum notendum hitaveitu Húnaþings vestra brá í brún þegar nýjasti reikningurinn kom í heimabankann því aukin notkun kallar á meiri kostnað þá mánuði þar sem notkun er ekki áætluð á reikningum heldur lesið af í hvert sinn sem reikningar eru sendir úr.
Meira

Fleiri gestir en minni velta í Selasetrinu á Hvammstanga

Selasetrið á Hvammstanga greinir frá því á heimasíðu sinni að gestir ársins 2017 í upplýsingamiðstöð Húnaþings vestra í Selasetrinu hafi verið 42.481 sem er 8% fjölgun frá árinu 2016. Er sú aukning mjög lítil miðað við árin á undan en heimsóknum fjölgaði um 44% milli áranna 2015 og 2016 og um 35% milli áranna þar á undan.
Meira

Vill byggja fimm hæða blokk á Hvammstanga

Engilbert Runólfsson verktaki mun kynna hugmyndir sínar um byggingu fimm hæða 20 íbúða húss að Höfðabraut 28 á Hvammstanga á íbúafundi sem boðaður hefur verið nk. mánudag 15. janúar í félagsheimili staðarins.
Meira

Fundarferð stjórnar Félags hrossabænda

Stjórn Félags hrossabænda ætlar í fundarferð um landið og mun byrja á Norðurlandi helgina 12- 14 janúar og er tilgangur ferðarinnar að hitta félagsmenn og fara yfir starfsemi félagsins. Allir eru velkomnir á fundina sem eiga að snúast um tilgang félagsins, áherslur og tækifæri og munum stjórn kalla sérstaklega eftir ábendingum um hvaða áherslur félagsmenn vilja sjá í starfi félagsins.
Meira

Einfaldir fiskréttir eftir kjötátveislu jólanna

Fyrstu matgæðingar Feykis árið 2016 voru hjónin og hrossaræktendurnir Ísólfur Lídal Þórisson og Vigdís Gunnarsdóttir á Lækjarmóti II, og synir þeirra tveir, Ísak og Guðmar. „Eftir kjötátveislu jólanna eru margir sem vilja fá sér fisk svo hér kemur ein einföld uppskrift af rækjuforrétti og saltfisk aðalrétti,“ segja hjónin.
Meira

Völvuspá 2018– frá Spákonuhofinu á Skagaströnd

„Síðasta ár var tilkomumikið ef litið er til stjórnmála og það var nú það sem okkur var mjög svo hugleikið þegar við vorum að spá í spilin fyrir síðasta ár. En það verður nú að segjast að við spákerlingarnar vorum nú ekki alveg með tímasetningar á hreinu en stjórnarslit og að kona yrði forsætisráðherra gekk svo sannarlega eftir of margt fleira. Veðurfars spáin var ótrúlega rétt hjá okkur, svo nærri lægi að veðurfræðingar eru farnir að leita ráða hjá okkur,“ segja spákonurnar í Spákonuhofinu á Skagaströnd sem löngu eru orðnar frægar fyrir sínar stórgóðu spár um það sem okkur hinum er hulið.
Meira

Hvatning til landbúnaðarráðherra

Á fundi landbúnaðarráðs Húnaþings vestra sem haldinn var 3. janúar sl. var rætt um dóm Efta dómstólsins þess efnis að bann íslenskra stjórnvalda við inn­flutn­ing á hrárri og unn­inni kjöt­vöru sam­rým­ist ekki ákvæði EES-­samn­ings­ins.
Meira

Þjóðsögur úr Húnavatnssýslum komnar út á þýsku

Bókaútgáfan Merkjalækur hefur gefið út bók með húnvetnskum þjóðsögum á þýsku. Nefnist hún Isländische Volkssagen aus Húnavatnssýsla og er undirtitill hennar Eine Auswahl aus der Volkssagensammlung von Jón Árnason. Bókin hefur að geyma 26 þjóðsögur úr þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar. Magnús Pétursson, prófessor í málvísindum við Háskólann í Hamborg, þýddi sögurnar á þýsku. Teikningar í bókinni eru eftir Guðráð B. Jóhannsson ásamt korti af Húnavatnssýslu þar sem merktir eru inn á ýmsir sögustaðir sem koma fyrir í sögunum. Guðráður gerði líka bókarkápu.
Meira