V-Húnavatnssýsla

Lambakjöt er verðmæt vara

Í samstarfi við IKEA, Kjötkompaníið, Markaðsráð kindakjöts, Bændablaðið og sauðfjárbændur á Suðurlandi blása bændur bjartsýni í brjóst á fundi í Íþróttahúsinu á Hellu laugardaginn 6. janúar 2018 kl. 10.30. Fundarefnið er markaðssetning á lambakjöti og fjölbreytt tækifæri sem bíða íslensks landbúnaðar handan við hornið. Að loknum erindum verður fundargestum boðið í mat með léttum veitingum, öllum að kostnaðarlausu.
Meira

Talnagreining fyrir árið 2018

Benedikt S. Lafleur hefur sent frá sér talnagreiningu fyrir árið 2018. Hann segir að nýtt ár sé ár frumkvöðla, þeirra sem ryðja brautina. Þversumman 11 sé tala mikillar andlegrar hreinsunar, en einnig í efnislegum skilningi, tala umbrota og jafnvel náttúruhamfara. Spá Benedikts fer hér á eftir:
Meira

Besta nýársgjöfin til barna og unglinga á Íslandi

Út er komin rafbókin Óskar og loftsteinninn eftir Kristján Bjarna Halldórsson, áfangastjóra FNV á Sauðárkróki. Bókin, sem er nýársgjöf til barna og unglinga á Íslandi, fjallar um Óskar, 15 ára strák, sem býr í Fljótshlíðinni. Nótt eina lendir loftsteinn á húsinu hans. Óskar hefur ákveðnar hugmyndir um hvað hann vill gera við loftsteininn sem er mjög verðmætur en áætlanir hans komast í uppnám þegar loftsteininum er stolið. Þá hefst eltingarleikurinn sem berst meðal annars upp á Eyjafjallajökul.
Meira

Þrjár heppnar dregnar út í Jólakrossgáta Feykis

Það var ekkert verið að hugsa um kynjahalla né kvóta þegar dregið var úr innsendum lausnum í jólakrossgátu Feykis í gær. Þar fékk kvenfólkið öll verðlaunin þrenn. Kristín Jósefsdóttir Ásbjarnarstöðum Húnaþingi fær eina nótt í tveggja manna herbergi á Puffins Palace Guesthouse á Sauðárkróki. Strigaprent frá Nýprenti kemur í hlut Elinborgar Hilmarsdóttur Hrauni í Sléttuhlíð og bókin Litagleði fer í hendur Fanneyjar Magnúsdóttur Eyvindarstöðum Blöndudal.
Meira

Breytingar á Vatnsnesvegi fyrirhugaðar

Á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra 14. desember sl. var samþykkt að leita umsagna og kynna skipulags-og matslýsingu fyrir minni háttar breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra vegna breyttrar legu Vatnsnesvegar, nýs brúarstæðis um Tjarnará og ný efnistökusvæði.
Meira

Pálmi Ragnarsson frá Garðakoti er Maður ársins 2017 á Norðurlandi vestra

Eins og undanfarin ár stóð Feykir fyrir kjöri á manni ársins og bárust blaðinu fimm tilnefningar. Niðurstaðan var afgerandi og var það Pálmi Ragnarsson frá Garðakoti sem hampaði titlinum að þessu sinni. Í tilnefningu sem blaðinu barst segir: „Hann heldur lífsgleðinni og kraftinum hvernig sem allt er. Það er það sem ég dáist að og við ættum að hafa til fyrirmyndar,“ en jákvæðni Pálma í baráttu hans við krabbamein undanfarin ár hefur vakið athygli fólks.
Meira

Perla varð íþróttamaður tveggja sveitarfélaga

Perla Ruth Albertsdóttir frá Eyjanesi í Húnaþingi gerði það gott í handboltanum með liði Selfoss á seinasta ári auk þess að leika sínu fyrstu A-landsleiki og uppskar eftir því. Áður en árið var liðið hafði hún fengið þrjá heiðurstitla þar sem hún var valin Íþróttakona UMF Selfoss, Íþróttakona Árborgar og Íþróttamaður USVH. „Stolt, þakklæti og gleði. Er heldur betur spennt og tilbúin fyrir 2018,“ segir hún á Facebook.
Meira

Músagangur og aflífun meindýra - hvað samræmist lögum

Matvælastofnun segir að nú berist víða af landinu fréttir um óvanalega mikinn músagang í húsum og má vera að tíðarfar þetta árið spili þar eitthvað hlutverk og vill stofnunin af gefnu tilefni ítreka frétt frá 2014 sem fjallaði um eyðingu og aflífun meindýra, m.a. með notkun drekkingargildra, en notkun þeirra brýtur gegn ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra.
Meira

GLEÐILEGT NÝTT ÁR

Feykir óskar landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs með þökk fyrir samveruna á því liðna.
Meira

Áramótaveðrið

Það má öruggt teljast að veður verði eins og best verður á kosið í kvöld þegar landsmenn kveðja árið og taka á móti því nýja með tilheyrandi sprengingum og ljósagangi.
Meira