V-Húnavatnssýsla

Ofsahræðsla dýra vegna flugelda

Í tilefni áramótanna vill Matvælastofnun minna dýraeigendur á að huga vel að dýrum sínum meðan á flugeldaskotum stendur þar sem slíkar sprengingar geta valdið dýrunum ofsahræðslu þannig að dýrin verði sjálfum sér og öðrum til tjóns. Með því að grípa til viðeigandi varúðarráðstafana má forðast slys um áramót og á þrettándanum. Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir:
Meira

Áramótabrennur og flugeldasýningar

Nú styttist í áramótin og að vanda verður árið kvatt með brennum og skoteldum. Hér um slóðir eru það björgunarsveitirnar sem hafa umsjón með þessum viðburðum og hefur Feykir upplýsingar um eftirtaldar brennur og flugeldasýningar á Norðurlandi vestra:
Meira

Ekki vera á bremsunni

Áskorandi Aldís Olga Jóhannesdóttir Hvammstanga
Meira

Lasagne a‘la Árni og beikonvafðir þorskhnakkar með Mexikóosti

Matgæðingar vikunnar í 48. tölublaði árið 2015 voru þau Árni Halldór Eðvarðsson og Þorgerður Þóra Hlynsdóttir, eða Gigga eins og hún er alltaf kölluð. Árni vinnur á Trésmíðaverkstæði Helga Gunnarssonar og Gigga er tómstunda- og félagsmálafræðingur og sér um Félagsmiðstöðina á Skagaströnd ásamt því að kenna smíðar og fleira við Höfðaskóla.
Meira

Kirkjukór Hvammstangakirkju með áramótatónleika

Áramótatónleikar Kirkjukórs Hvammstangakirkju verða haldnir á morgun, gamlársdag, 31. desember kl 14 til 15 í Hvammstangakirkju. Boðið verður upp á fjölbreytta söngdagskrá með jóla og áramótalögum og sálmum.
Meira

Tillögur um framtíðarskipan skólamála í Húnaþingi vestra

Tillaga frá starfshópi um framtíðarsýn skólamála í Húnaþingi vestra er nú til kynningar á vef sveitarfélagsins. Tillaga þessi er niðurstaða íbúafundar og verður höfð að leiðarljósi varðandi vinnu og hönnun á framtíðarskólahúsnæði í sveitarfélaginu.
Meira

Meistaradeild KS 2018 - Mustad-Miðsitja

Sjötta liðið sem kynnt er í KS -deildina í hestaíþróttum 2018 er Mustad-Miðsitja. Liðið skipa fimm knapar frá Hólum, kennarar og nemendur sem verða undir stjórn Sinu Scholz tamningakonu á Miðsitju.
Meira

GLEÐILEG JÓL

Feykir óskar lesendum nær og fjær gleðilegra jóla.
Meira

Eva Pandora nýr starfsmaður á þróunarsviði Byggðastofnunar

Eva Pandora Baldursdóttir hefur verið ráðin í starf sérfræðings á þróunarsviði Byggðastofnunar. Starfið var auglýst í október síðast liðnum og bárust alls 29 umsóknir, 10 frá konum og 19 frá körlum. Á heimasíðu Byggðastofnunar segir að Eva, sem er með BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, sé að ljúka diplómanámi í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands og er langt komin með MA nám í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Þá hefur hún einnig lokið starfsnámi hjá Höfuðborgarstofu í viðburðastjórnun.
Meira

Meistaradeild KS 2018 - Íbess

Fimmta liðið sem kynnt er í Meistaradeild KS er lið Íbess þar sem Jóhann B. Magnússon á Bessastöðum í Húnaþingi er liðsstjóri sem fyrr. Með honum eru hörku liðsmenn, m.a. bróðir hans Magnús Bragi Magnússon, Fríða Hansen, Guðmar Freyr Magnússon og Hörður Óli Sæmundarson. Í tilkynningu frá Meistaradeildinni segir að vitað sé að þeir bræður búi ætíð yfir góðum hestakosti, spurning hvað þeir draga út úr hesthúsinu þennan veturinn.
Meira