V-Húnavatnssýsla

Jafningjafræðslan í heimsókn á Hvammstanga

Unglingarnir í vinnuskólanum á Hvammstanga fengu í gær heimsókn frá jafningjafræðslunni. Á heimasíðu Húnaþings vestra segir að dagurinn hafi gengið prýðilega og veðrið hafi leikið við krakkana.
Meira

Aukatónleikar með Ásgeiri Trausta á Hvammstanga

Uppselt er á tónleika Ásgeirs í Félagsheimilinu á Hvammstanga á laugardagskvöld. Aukatónleikar sem hefjast kl 17.00 samdægurs eru farnir í sölu á Tix.is.
Meira

Fasteignafélagið Borg ekki falt fyrir hlutafé í Ámundakinn

Á síðasta fundi byggðarráðs Húnaþings vestra var lagt fram bréf frá Ámundakinn ehf. dagsett 6. júní sl. þar sem félagið óskar eftir að fá að kaupa 1.693.983 hluti Húnaþings vestra í Fasteignafélaginu Borg ehf.
Meira

Bleikt og blátt

Nú er heyskapur víðast hvar kominn á fullt og eitthvað er um það að bændur séu búnir með fyrri slátt. Það vekur sérstaka athygli nú, þegar ekið er um sveitir, að túnin eru óvenju skrautleg þetta sumarið.
Meira

Tónleikar með Ásgeiri Trausta á Hvammstanga

Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti ætlar að halda tónleika í félagsheimilinu á Hvammstanga þann 8. júlí nk. í tilefni af því að hann sendi frá sér nýja plötu nú á vordögum.
Meira

Reyktur lax í forrétt og grillaðar kjúklingabringur með kartöflumús.

„Hér kemur uppskriftin okkar Eiríks sem við elskum, svo einföld og fljótleg,“ segir Jóhanna Sigurjónsdóttir en hún og Eiríkur Lýðsson frá Skagaströnd voru matgæðingar vikunnar í 26. tbl. Feykis 2015.
Meira

Flestir brautskráðust af ferðamálabraut Hólaskóla

Brautskráning frá Háskólanum á Hólum fór fram föstudaginn 9. júní sl. í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð. Athöfnin var með hefðbundnum hætti, þar sem fléttað var saman stuttum ávörpum og tónlistaratriðum, auk brautskráninganna sjálfra. Á heimasíðu Háskólans á Hólum segir að fyrst hafi stigið í ræðustól Erla Björk Örnólfsdóttir rektor, en síðan ávarpaði ráðherra ferðamála, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, viðstadda. Deildarstjórar skólans sögðu einnig nokkur orð áður en þeir brautskráðu sína nemendur og veittu auk þess nokkrar viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í námi.
Meira

Segja ástand Vatnsnessvegar óboðlegt og skapi stórhættu

Á fundi byggðarráðs Húnaþings vestra sl. mánudag var lagt fram bréf frá Jónínu Helgu Jónsdóttur og Þorbjörgu Ingu Ásbjarnardóttur, vegna ástands vegarins um Vatnsnes. Bréfið var sent íbúum og helstu hagsmunaaðilum á svæðinu og þeir hvattir til að senda inn kvörtun til Vegagerðarinnar. Á vef sveitarfélagsins segir að einnig hafi borist bréf frá Heimi Ágústssyni, Þóru Þormóðsdóttur, Þormóði Heimissyni og Kristbjörgu S. Birgisdóttur um sama mál.
Meira

Þróunar- og átaksverkefni í búskaparskógrækt í Húnaþingi vestra

Á siðasta ári tilkynnti Sigrún Magnúsdóttir, þáverandi umhverfisráðherra, um eins árs þróunar- og átaksverkefni um búskaparskógrækt í Húnaþingi vestra. Markmið þess var að bæta búsetuskilyrði og laga skógræktarverkefni að þörfum bænda. Sjö milljónir króna voru veittar til verkefnisins og var Skógræktinni falið að stýra því í samvinnu við Húnvetninga.
Meira

Sunna Þórarinsdóttir hlaut styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði HÍ

Í gær var styrkjum úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands úthlutað til 28 nemenda úr 16 framhaldsskólum víðsvegar að af landinu. Er þetta í tíunda sinn sem úthlutað er úr sjóðnum.
Meira