feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
29.06.2017
kl. 14.08
Brautskráning frá Háskólanum á Hólum fór fram föstudaginn 9. júní sl. í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð. Athöfnin var með hefðbundnum hætti, þar sem fléttað var saman stuttum ávörpum og tónlistaratriðum, auk brautskráninganna sjálfra. Á heimasíðu Háskólans á Hólum segir að fyrst hafi stigið í ræðustól Erla Björk Örnólfsdóttir rektor, en síðan ávarpaði ráðherra ferðamála, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, viðstadda. Deildarstjórar skólans sögðu einnig nokkur orð áður en þeir brautskráðu sína nemendur og veittu auk þess nokkrar viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í námi.
Meira