V-Húnavatnssýsla

Fiskisúpa og gulrótarkaka sem svíkur engan

Ragnar Einarsson og Margrét Arnardóttir á Sauðárkróki eru matgæðingar Feykis að þessu sinni.„Þegar kemur að matargerð á okkar heimili er það Ragnar sem á heiðurinn af öllu sem heitir eldamennska enda mikill áhugamaður um matargerð. Ég sé hins vegar um salöt og bakstur og hef reynt að taka út hveiti og sykur og nota önnur hráefni í staðinn. Þetta er ágætis verkaskipting,“ segir Margrét en þau hjón voru matgæðingar Feykis í 47. tölublaði ársins 2015. Þau ætla að bjóða uppá fiskisúpu að hætti Ragga og gulrótarköku í hollari kantinum.
Meira

Maður ársins á Norðurlandi vestra 2017 - Kosning hafin

Eins og undanfarin ár stendur Feykir fyrir kjöri á manni ársins. Gefst íbúum á svæðinu og öðrum lesendum Feykis kostur á að velja úr hópi þeirra sem tilnefndir voru af lesendum. Í þetta skiptið bárust fimm tilnefningar. Hægt verður að greiða atkvæði á vefnum Feyki.is eða senda atkvæði í pósti á Feykir, Borgarflöt 1, 550 Sauðárkróki. Kosningin er þegar hafin og lýkur henni kl. 12 á hádegi á nýársdag, 1. janúar
Meira

Breyttur opnunartími sundlauga um jól og áramót

Nú er jólahátíðin rétt handan við hornið og rétt að huga að breyttum opnunartíma sundlauganna.
Meira

Bókasafn Húnaþings vestra komið með aðgang að Rafbókasafninu

Bókasafn Húnaþings vestra hefur nú hafið útlán á raf- og hljóðbókum í samvinnu við Landskerfi bókasafna. Notendur bókasafnsins geta nú nálgast fjölda hljóð- og rafbóka á auðveldari hátt en hingað til. Enn sem komið er er meginhluti efnisins á ensku, en stefnt er að því að fá meira íslenskt efni inn sem fyrst.
Meira

Meðhöndlun matvæla í eldhúsinu um jólin

Mikið álag er á eldhúsum landsmanna við jólaundirbúning í desember og yfir hátíðirnar. Hreinlæti, kæling og rétt hitun matvæla er afar mikilvæg svo koma megi í veg fyrir að gestir og heimilisfólk fái matarborna sjúkdóma með tilheyrandi óþægindum.
Meira

Meistaradeild KS 2018 - Lið Líflands - Kidka

Fjórða liðið sem kynnt er til leiks í KS deildinni í hestaíþróttum er lið Líflands – Kidka en fyrir því fara þau Elvar Logi og Fanney Dögg. Hafa þau fengið til liðs við sig þrjá knapa sem kepptu fyrir Íslands hönd á síðasta HM í Hollandi.
Meira

Fjárhagsáætlun Húnaþings vestra fyrir árið 2018 samþykkt

Á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra fimmtudaginn 14. desember sl. var fjárhagsáætlun sveitarsjóðs og undirfyrirtækja ásamt áætlun fyrir árin 2019-2020 lögð fram til síðari umræðu og samþykkt. Gerir áætlunin ráð fyrir 12,8 millj. kr. tekjuafgangi. Áætlað er að fráveita, hitaveita og vatnsveita skili rekstarafgangi en önnur B-hluta fyrirtæki séu rekin með halla.
Meira

Perla Ruth íþróttakona Umf. Selfoss

Handknattleikskonan úr Húnaþingi vestra, Perla Ruth Albertsdóttir, var um helgina kjörin íþróttakona ársins 2017 hjá Ungmennafélagi Selfoss. Perla Ruth er lykilleikmaður í ungu liði Selfoss sem tryggði sér áframhaldandi sæti í Olísdeildinni í vor og situr í 6. sæti deildarinnar sem stendur.
Meira

Grænkálskartöflustappa að hætti Hollendinga

Matgæðingar vikunnar í 46. tbl. ársins 2015 voru Jessie Huijberts og Hörður Óli Sæmundsson í Gröf, Húnaþingi vestra. Jessie á rætur að rekja til Hollands og ætla þau því að bjóða upp á hollenska grænkálskartöflustappu, sem Jessie segir í uppáhaldi hjá hverjum Hollendingi.
Meira

Sókn í byggðamálum

Meira