V-Húnavatnssýsla

Sunnudagsljóðið

Sunnudagsljóðið er að sjálfsögðu helgað sjómannadeginum. Það heitir Sjómenn og er eftir Harald Zophoníasson. Ljóðið var flutt á Dalvík á sjómannadaginn 8. júní 1941.
Meira

Þú ert hugrakkari en þú trúir

Elísabet Sif Gísladóttir á Staðarbakka ritar áskorandapistil
Meira

Hunangs- og sojagljáður kjúklingur og sænsk Kladdkaka

Matgæðingar vikunnar í 23. tölublaði Feykis 2015 voru Sæunn Vigdís Sigvaldadóttir og Brynjar Már Eðvaldsson. Þau buðu lesendum upp á girnilegar uppskriftir af Bruschetta í forrétt, hunangs- og sojagljáðan kjúkling og sænska Kladdköku með karamellukremi í eftirrétt.
Meira

Gott öryggi á leikskólum

„Í sjónvarpsfréttum RÚV þann 5. júní 2017, var fullyrt að eftirlit og ástand leiktækja á opinberum leiksvæðum m.a. leikskólum væri í molum. Umræddar fullyrðingar sem fallnar eru til þess að valda foreldrum barna óþarfa ótta, standast ekki nánari skoðun,“ segir á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra.
Meira

Áfram kalt í veðri

Þrátt fyrir að snjóað hafi til fjalla undanfarna sólarhringa eru allir helstu vegir landsins greiðfærir. Á Þverárfjallsvegi er hiti um frostmark, ein gráða á Vatnsskarði og núll gráður á Holtavörðuheiði en annars hægur vindur og akstursskilyrði í fínu lagi. Spáin gerir ráð fyrir áframhaldandi kulda norðan lands.
Meira

Martröð með myglusvepp

Martröð með myglusvepp er nýútkomin bók eftir Stein Kárason um orsakir og afleiðingar af völdum myglusveppa. Af tilefni útgáfunnar verður bókarkynning og fræðsla í Norræna húsinu laugardaginn 10. júní klukkar 13:30. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.
Meira

Deiliskipulag fyrir Kolugljúfur

Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur auglýst tillögu að deiliskipulagi fyrir Kolugljúfur í Víðidal og aðliggjandi umhverfi. Skipulagssvæðið er um 7,8 ha að stærð og tilheyrir tveimur jörðum, Bakka að vestan en Kolugili að austan.
Meira

Undirskriftarsöfnun gegn brottvikningu Kristjáns

Í gær var sett af stað undirskriftarsöfnun til að mótmæla fyrirvaralausri brottvikningu Kristjáns Þorbjörnssonar yfirlögregluþjóns á Blönduósi úr starfi. Skorað er á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, að afturkalla „þessa aðför óreynds lögreglustjóra að lögreglumanni og að ríkið standi að fullu við fyrirheit fyrrverandi ráðherra dómsmála,“ eins og segir á vef undirskriftarsöfnunarinnar.
Meira

Auglýst eftir umsóknum til Atvinnu- og nýsköpunarsjóðs Húnaþings vestra

Húnaþing vestra auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra. Markmið sjóðsins er að hvetja til jákvæðrar umræðu og verkefna á sviði atvinnuþróunar í sveitarfélaginu, að styðja við frumkvæði íbúa og hvetja til samstarfs og nýsköpunar í sveitarfélaginu. Áherslur Atvinnu- og nýsköpunarsjóðs Húnaþings vestra lúta að verkefnum sem stuðlað geta að auknum umsvifum, betri afkomu og rekstri fyrirtækja og þróun og nýsköpun í atvinnulífi á svæðinu. Hér er fyrst og fremst um verkefna- og framkvæmdastyrki að ræða en ekki rekstrarstyrki eða styrki til að mæta opinberum gjöldum eða greiða skuldir.
Meira

Ellefu konur útskrifast úr Brautargengi

Í vetur stóð Nýsköpunarmiðstöð fyrir námskeiðinu Brautargengi á Norðurlandi vestra og nýlega uppskáru ellefu dugmiklar konur úr Húnavatnssýslum og Skagafirði árangur erfiðis síns.
Meira