V-Húnavatnssýsla

Japanskur kjúklingaréttur og Súkkulaði-karamelludraumur

„Við kjósum að hafa eldamennskuna fljótlega og þægilega og deilum því með lesendum þessum bráðgóðu og einföldu uppskriftum,“ segja matgæðingarnir í 7. tölublaði Feykis árið 2015, þau Hjálmar Björn Guðmundsson og Ingibjörg Signý Aadnegard, á Blönduósi.
Meira

Hátíðahöld þjóðhátíðardagsins

17. júní, þjóðhátíðardagur Íslendinga, er á morgun og fögnum við þá 43 ára afmæli sjálfstæðisins. Af því tilefni verður víða mikið um dýrðir.
Meira

Kvennahlaupið verður á sunnudaginn

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram næsta sunnudag, þann 18. júní, og verður hlaupið á fjölmörgum stöðum á landinu. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu hlaupsins verður hlaupið á níu stöðum á Norðurlandi vestra. Þeir eru:
Meira

Undirskriftir tæplega 1200 manna afhentar í dag

Í dag verður ráðuneytisstjóra Dómsmálaráðuneytisins, í fjarveru Sigríðar Á Andersen, afhentur undirskriftalisti sem tæplega 1200 manns rituðu nafn sitt á til að mótmæla harðlega fyrirvaralausri brottvikningu Kristjáns Þorbjörnssonar yfirlögregluþjóns á Blönduósi úr starfi. Afhendingin fer fram klukkan 13:00 að Sölvhólsgötu 7 og er öllum velkomið að mæta.
Meira

Smábæjarleikarnir á Blönduósi um helgina

Smábæjarleikar Arionbanka verða haldnir á Blönduósi helgina 17.-18. júní. Smábæjarleikarnir eru knattspyrnumót sem hugsað er fyrir félagslið minni bæjarfélaga úti á landi, bæði stelpur og stráka í 5., 6., 7. og 8. flokki og er þetta í 14. sinn sem leikarnir eru haldnir. Spilað er í riðlakeppni á laugardag og sunnudag en tekið er á móti liðum á föstudag.
Meira

N4 gefur út landsbyggðablað

„N4 Landsbyggðir“ er nýtt blað sem N4 gefur út og lítur fyrsta tölublaðið dagsins ljós í næstu viku, þriðjudaginn 20. júní. Blaðið verður prentað í 54.500 eintökum á umhverfisvænan og svansvottaðan pappír hjá Ísafoldarprentsmiðju. N4 Landsbyggðir er eina fríblað landsins sem dreift er á öll heimili á landsbyggðunum sem ekki afþakka fjölpóst. Þá verður blaðinu einnig dreift til allra fyrirtækja landsins.
Meira

Ráðstefna um stöðu mála á Norðurlandi vestra

Ráðstefna um stöðu mála á Norðurlandi vestra var haldin mánudaginn 12. júní sl. Ráðstefnan var haldin að frumkvæði Kaupfélags Skagfirðinga í samvinnu við sveitafélög á svæðinu. Inntak ráðstefnunnar var víðfeðmt og voru haldnar framsögur um landbúnaðarmál, sjávarútvegsmál, menningarmál, ferðaþjónustu, stóriðju og sveitarstjórnarmál. Um 100 manns sóttu ráðstefnuna úr öllum kimum samfélagsins og var ánægjulegt að sjá jafnt kynjahlutfall framsögumanna á ráðstefnunni, þrjár konur og þrír karlar.
Meira

Vel heppnaður íbúafundur á Borðeyri

Þann 1. júní sl. var haldinn íbúafundur á Borðeyri þar sem kynntur var undirbúningur Húnaþings vestra að umsókn um að gamli þorpskjarninn á Borðeyri verði skilgreindur sem verndarsvæði í byggð.
Meira

Rakel Gígja var valin knapi Gæðingamót Þyts

Gæðingamót Þyts og úrtaka fyrir Fjórðungsmót Vesturlands var haldið á Hvammstanga laugardaginn 10. júní sl. Mótið tókst vel þrátt fyrir að norðanáttin hafi tekið full mikinn þátt í mótinu. Þytur hefur rétt á að senda sjö fulltrúa á FM í hverjum flokki, fyrir neðan úrslitin er niðurstaða forkeppninnar en það er eftir forkeppni sem rétturinn er unnin.
Meira

Mikil verðmæti í húfi

Fyrir skemmstu bárust svör þriggja ráðherra við spurningum Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur alþingismanns VG í Norðvesturkjördæmi um sjávarrof, sjávarflóð og sjóvarnir. Sjávarrof hefur valdið landeyðingu víða um land og orði til þess að minjar um búsetu og lífsbaráttu genginna kynslóða eru horfnar eða í hættu og í sumum tilvikum á þetta einnig við um mannvirki sem nútímafólk hefur reist og notar.
Meira