V-Húnavatnssýsla

Sókn í byggðamálum

Meira

Hérumbil, Húnaþingi - frumsýning í kvöld

Leikflokkurinn á Hvammstanga frumsýnir í kvöld leikritið Hérumbil, Húnaþingi. Hér er um að ræða frumflutning verksins á íslensku en á frummálinu heitir það Almost, Maine og er eftir John Cariani. Hefur það verið sett upp af 70 atvinnuleikfélögum og yfir 2.500 áhugaleikfélögum, flestum bandarískum. Ingunn Snædal þýddi verkið sérstaklega fyrir Leikflokkinn á Hvammstanga og er leikstjóri þess Sigurður Líndal Þórisson sem fékk hugmyndina að uppsetningu verksins eftir að hafa séð það á sviði í Bandaríkjunum. Sigurður leikstýrði einnig sýningu leikdeildar Ungmennafélagsins Grettis á Jesus Christ Superstar sem sýnd var í félagsheimilinu á Hvammstanga um páskana 2016.
Meira

Þarfagreining á fræðsluþörf í Húnaþingi vestra

Síðastliðið vor var gerður samningur milli Húnaþings vestra, Farskólans, mannauðssjóðs Kjalar og Sveitamenntar, sem er starfsmenntunarsjóður starfsmanna sveitarfélaga á landsbyggðinni, um að gerð yrði þarfagreining á fræðsluþörf meðal starfsmanna sveitarfélagsins. Markmiðið með vinnunni er að koma símenntun og starfsþróun starfsmanna í ákveðinn farveg, auka starfsánægju og bæta þjónustu, ásamt því að gera fræðsluáætlun með hugmyndum um fræðslu til stafsmanna. Frá þessu segir á vef Húnaþings vestra.
Meira

Bókarkynnng á Bókasafni Húnaþings vestra

Vilhelm Vilhelmsson sagnfræðingur kynnir nýútkomna bók sína,Sakir útkljáðar: Sáttabók Miðfjarðarumdæmis í Húnavatnssýslu 1799–1865, á Bókasafni Húnaþings vestra í dag kl. 17:00.
Meira

Maður ársins á Norðurlandi vestra - Feykir auglýsir eftir tilnefningum

Líkt og undanfarin ár leitar Feykir til lesenda með tilnefningar um mann ársins á Norðurlandi vestra. Ingimar Pálsson á Sauðárkróki var kjörinn maður ársins fyrir árið 2016 og nú vantar einhvern til að taka við.
Meira

Gagnlegur íbúafundur um framtíðarskipan skólamála

Í lok nóvember var haldinn íbúafundur um framtíðarskipan skólamála í Húnaþingi vestra til næstu 30 ára. Var hann haldinn í Félagsheimilinu á Hvammstanga og var vel sóttur að því er segir á vef Húnaþings vestra.
Meira

Lawrence mun leika Agnesi

Fyrir rúmum fjórum árum birti Feykir frétt þess efnis að kvikmyndaréttur bókarinnar Burial Rites eftir Hönnu Kent, þar sem sögð er sagan af Húnvetningunum Agnesi og Friðriki, hefði verið seldur og líkur væru á að stórleikkonan Jennifer Lawrence færi með aðalhlutverkið. Hlutirnir gerast oft löturhægt í kvikmyndaheimum en það hefur nú verið staðfest, fjórum árum síðar, að Jennifer Lawrence, sem nú er enn stærri stjarna en fyrir fjórum árum, fari með hlutverk Agnesar og að Luca Guadagnino, sem gerði eina bestu mynd þessa árs, Call Me By Your Name, ætli að leikstýra myndinni.
Meira

Meistaradeild KS 2018 - Lið Hofstorfunnar

Þriðja liðið sem kynnt er til leiks er lið Hofstorfunnar en það er skipað miklu keppnisfólki sem finnst allt annað en sigur vera tap. Liðsstjóri er Elvar E. Einarsson en með honum í liði er dóttir hans Ásdís Ósk, Bjarni Jónasson, Gústaf Ásgeir Hinriksson og Lilja S. Pálmadóttir.
Meira

Laus staða eftirlitsdýralæknis í Norðvesturumdæmi

Á vef Matvælastofnunar er sagt frá því að stofnunin óski eftir því að ráða eftirlitsdýralækni til starfa í Norðvesturumdæmi með aðsetur á Sauðárkróki. Um fullt starf er að ræða og æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
Meira

Jólatónleikar Lóuþræla 2017

Karlakórinn Lóuþrælar heldur jólatónleika í Barnaskólaum á Borðeyri á morgun, þriðjudaginn 12. desember, kl. 20:30 og Félagsheimilinu Hvammstanga, miðvikudaginn 13. desember, kl. 20:30
Meira