V-Húnavatnssýsla

Röng uppskrift í Jólablaði Feykis

Það hafa eflaust einhverjir klórað sér í höfðinu yfir súkkulaðibitakökuuppskrift sem birtist í Jólablaði Feykis en þau leiðu mistök urðu að röng uppskrift fylgdi viðtalinu við Rannveigu og Magnús á Stóru-Ásgeirsá. Hér kemur sú rétta:
Meira

Vaxandi snjókoma eftir næstu tunglkomu

Þriðjudaginn 5. desember 2017 komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar til að huga að veðurhorfum í jólamánuðinum. Fundurinn hófst kl. 14:00 og voru fundarmenn sex talsins, sem er óvenju fámennt, en nokkrir veðurspámenn voru uppteknir við jólaundirbúning og ýmiss viðvik, sem gera þarf á aðventu. Fundinum lauk kl. 14:25. Fundarmenn voru nokkuð sáttir með hvernig síðasta spá gekk eftir en þó reyndist heldur meiri sjókoma en reiknað var með.
Meira

Fjölbreyttar bækur til sölu hjá túrí

Bókaútgáfan túrí ehf á Laugarbakka gefur út fyrir þessi jól bókina Ár og kýr sem Jón Eiríksson á Búrfelli lét gera upp úr sínum frægu 365 kúamyndum sem hann málaði árið 2003. Einnig er túrí að selja aðrar bækur s.s. Leitin að Engli Dauðans eftir Jóhann Fönix, spennusaga sem gerist í framtíðinni. Sú bók kom út í fyrra.
Meira

Meistaradeild KS 2018 - Liðskynning

Fyrsta liðið sem kynnt er til leiks í KS deildinni í hestaíþróttum er lið Hrímnis en það er sigurvegari sl. þriggja ára og ljóst er að mörg lið vilja binda enda á þessa sigurgöngu. Liðsstjóri liðsins er sem fyrr Þórarinn Eymundsson sem alls hefur unnið einstaklingskeppnina fjórum sinnum.
Meira

KIDKA með opið hús - Myndir

Ullarverksmiðjan KIDKA á Hvammstanga var með opið hús sl. sunnudag og bauð gestum og gangandi upp á tískusýningu, leiðsögn um verksmiðjuna og 20% afslátt af öllum vörum. KIDKA var stofnuð árið 1972 og er ein af stærstu ullarverksmiðjum Íslands og er framleiðsluvöru þess að finna í verslunum um land allt. Anna Scheving var á staðnum með myndavélina.
Meira

Aðventan er að hefjast

Aðventan hefst í dag, sunnudaginn 3. desember. Orðið aðventa er dregið af latnesku orðunum Adventus Domini en þau þýða „koma Drottins“. Aðventan hefst á 4. sunnudegi fyrir jóladag og þegar aðfangadagurinn lendir á sunnudegi eins og gerist í ár er hann síðasti sunnudagur í aðventu. Aðventan hefst því eins seint og mögulegt er þetta árið. Aðventan er einnig kölluð jólafasta sem kemur til af því að fyrr á öldum mátti ekki borða hvaða mat sem var, til dæmis ekki kjöt, á þessum tíma.
Meira

Er reykskynjarinn í lagi?

Dagur reykskynjarans er í dag, 1. desember. Dagurinn er notaður til að hvetja fólk til að prófa reykskynjarana á heimilinu og skipta um rafhlöður eftir þörfum. Einnig er upplagt að nota daginn til að huga að öðrum eldvörnum á heimilinu.
Meira

Dýrbítur í Fitjárdal

Tófur hafa ráðist á sauðfé á bænum Fremfi-Fitjum í Fitjárdal. Bitu þær nokkrar kindur mjög illa svo þurfti að aflífa þrjár skepnur strax og hugsanlega þarf að lóga fleirum. Frá þessu var greint í fréttum Ríkisútvarpsins í vikunni.
Meira

Sálfræðisetrið ehf. hefur starfsemi á Hvammstanga og Blönduósi

Sálfræðisetrið ehf. hefur starfsemi á Hvammstanga og Blönduósi nú í desember. Sofia B. Krantz, sálfræðingur, mun bjóða upp á sálfræðiþjónustu fyrir fullorðna. Hún verður með viðveru á Hvammstangabraut 5 á mánudögum og þriðjudögum kl. 9:00–17:00 og á skrifstofu Félags- og skólaþjónustu A-Hún., Flúðabakka 2 á miðvikudögum og fimmtudögum, einnig kl. 9:00-17:00.
Meira

Stjórnarsáttmálinn - Samstarf um sterkara samfélag

Sáttmáli Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um ríkisstjórnarsamstarf og eflingu Alþingis verður undirritaður í Listasafni Íslands í dag. Í sáttmálanum eru sett fram metnaðarfull og framsýn markmið um velferð, mannréttindi og loftslagsmál, eflingu Alþingis og aukið þverpólitískt samráð, stórsókn í uppbyggingu á innviðum um allt land og eflingu heilbrigðis- og menntakerfa, eins og segir í sameiginlegri fréttatilkynningu frá flokkunum þremur. Um 100 aðgerðir og áherslumál er að finna í sáttmálanum í þágu þessara markmiða og annarra verkefna.
Meira