V-Húnavatnssýsla

Uppáhalds uppskriftir fjölskyldunnar

Það voru þau Jensína Lýðsdóttir og Bjarni Ottósson á Skagaströnd sem leyfðu lesendum að fá innsýn í uppáhaldsuppskriftirnar sínar í 22. tölublaði Feykis árið 2015. „Uppskriftirnar eru úr öllum áttum en eiga það sameiginlegt að vera í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni. Það eru engin jól nema hafa humarsúpuna á borðum. Og heiti rétturinn er eiginlega eini heiti rétturinn sem er gerður á heimilinu þessa stundina,“ sögðu sælkerarnir Jensína og Bjarni
Meira

Klaufirnar klipptar í flottheita stól

Nú er sá tími að kindum er sleppt á fjall og þá er nú betra að þær séu í þokkalegu standi fyrir sumarið. Eitt af því sem bændur þurfa að huga að áður en ærnar fá að fagna frelsi er að snyrta klaufir þeirra, oftast er það gert með því að setja þær á rassinn og bogra svo yfir þeim meðan klippt er, og getur það verið hið mesta erfiðisverk.
Meira

Kormákur/Hvöt fær Hrunamenn í heimsókn

Meira

Skráning hafin á Landsmót UMFÍ 50+ í Hveragerði

Undirbúningur gengur afar vel fyrir Landsmót UMFÍ 50+ sem fram fer í Hveragerði um Jónsmessuhelgina, að sögn Ómars Braga Stefánssonar, framkvæmdastjóra mótsins. Dagskráin er klár og búið að setja sérgreinastjóra yfir hverja grein. Landsmót UMFÍ fyrir fimmtíu ára og eldri hafa verið haldin víðs vegar um landið síðan fyrsta mótið var haldið á Hvammstanga árið 2011. Mótið hefur stækkað og dafnað með hverju árinu og hefur keppendum fjölgað jafnt og þétt. Ómar Bragi býst við miklum fjölda á mótið nú í júní og hugsanlega metskráningum.
Meira

Nýr forstöðumaður ráðinn

Ari Jóhann Sigurðsson hóf í dag störf sem forstöðumaður á heimili fyrir fatlað fólk á Blönduósi. Ari hefur starfað sem forstöðumaður á meðferðarheimilinu Háholti undanfarin ár en eins og fram hefur komið er það nú að hætta starfsemi sinni.
Meira

Útskrifaðist með hæstu meðaleinkunn

Ása Berglind Böðvarsdóttir nýstúdent af félagsfræðibraut útskrifaðist með 9.82 í meðaleinkunn sem er hæsta meðaleinkunn sem gefin hefur verið frá Menntaskólanum í Kópavogi. Ása var með einkunnina 10 í 40 áföngum, hún fékk viðurkenningar frá skólanum fyrir góðan námsárangur í íslensku, ensku, þýsku, sálfræði, félagsfræði, sögu og fyrir 100% mætingu á sex önnum. Þá fékk Ása einnig viðurkenningar frá Rótarýklúbbnum Þinghól og Kópavogsbæ. Að lokinni útskrift skellti hún sér heim að Mýrum í Hrútafirði í sauðburðinn.
Meira

Íbúafundur á Borðeyri um verndarsvæði í byggð

Boðað hefur verið til íbúafundar í skólahúsinu á Borðeyri á morgun, fimmtudaginn 1. júní, kl. 13:00 þar sem undirbúningur Húnaþings vestra að umsókn til mennta- og menningarmálaráðherra um að gamli hluti Borðeyrar, „plássið“ svokallaða, verði skilgreindur sem verndarsvæði í byggð. Á fundinum verður verkefnið kynnt fyrir íbúum og þeim gefinn kostur á að spyrja spurninga og/eða koma með athugasemdir.
Meira

Húnvetningar lönduðu öðru sætinu í boccia

Félag eldri borgara í Vestur – Húnavatnssýslu lenti í öðru sæti á árlegu Vesturlandsmóti félags eldri borgara í boccia sem fram fór í Borgarnesi síðastliðinn laugardag. Þetta mun vera í ellefta skipti sem mótið er haldið en a.m.k. sex sveitarfélög hafa skipst á að hýsa það. Skessuhorn greinir frá því að til leiks hafi mætt að þessu sinni 16 sveitir; fjórar frá Akranesi, Borgarbyggð og Stykkishólmi og tvær sveitir frá Snæfellsbæ og Húnaþingi vestra.
Meira

SSNV úthlutar tæpum 85 milljónum í atvinnu- og menningarstyrki

Úthlutun styrkja á vegum Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) til menningarmála og atvinnuþróunar og nýsköpunar fyrir árið 2017 er lokið. Styrkir eru veittir úr tveimur sjóðum; Uppbyggingarsjóði, þar sem úthlutað var rúmum 67 millj. kr. og Atvinnu- og nýsköpunarsjóði en þar var úthlutað rúmum 17 millj. kr. Í heild bárust 150 umsóknir þar sem óskað var eftir 200 milljónum kr. í styrki. Úthlutað var styrkjum til 90 verkefna. Fyrri úthlutun ársins fór fram í febrúar sl. en þá var úthlutað um 66 millj. kr. Seinni úthlutun var í maí og þá var úthlutað 18,5 millj. kr.
Meira

Afterglow með Ásgeiri Trausta komin út

Eftir langa bið hefur tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti frá Laugarbakka í Miðfirði loks sent frá sér nýja tónlistarafurð sem hann kallar Afterglow. Nú gerir kappinn víðreyst um jörðina þar sem hann fylgir eftir útgáfu disksins, sem alla jafna hefur verið að fá fínar umsagnir.
Meira