V-Húnavatnssýsla

Gjöf til verðandi foreldra í Húnavatnssýslum

Soroptimistaklúbburinn Við Húnaflóa hefur ákveðið að gefa verðandi foreldrum í Húnavatnssýslum bókina Fyrstu 1000 dagarnir, barn verður til eftir Sæunni Kjartansdóttur sálfræðing.
Meira

Viðskiptahraðall fyrir nýjar hugmyndir og fyrirtæki í ferðaþjónustu

Startup Tourism er tíu vikna viðskiptahraðall sem er sniðinn að þörfum nýrra fyrirtækja í ferðaþjónustu. Markmið verkefnisins er að hvetja til nýsköpunar á sviði ferðaþjónustu, styrkja stoðir nýrra fyrirtækja, fjölga afþreyingarmöguleikum og stuðla að dreifingu ferðamanna víðsvegar um landið, allan ársins hring.
Meira

Jólablað Feykis komið út

Út er komið Jólablað Feykis, stútfullt af skemmtilegu efni. Það verður borið inn á öll heimili á Norðurlandi vestra í vikunni og að sjálfsögðu til áskrifenda utan þess svæðis. Blaðið verður einnig aðgengilegt á Netinu.
Meira

Ný póstnúmer tekin upp í dreifbýli

Þann 1. desember mun Pósturinn gera nokkrar breytingar á póstnúmerum landsins. Fela þær í sér að sérstakt póstnúmer verður tekið upp á svæðum í dreifbýli sem áður féllu undir sama póstnúmer og næsti þéttbýliskjarni. Hægt verður að þekkja flest nýju póstnúmerin á því að síðasta talan í þeim hækkar um einn.
Meira

Íbúafundur um framtíðarskipan skólamála í Húnaþingi vestra

Íbúafundur um framtíðarskipan skólamála til næstu 30 ára í Húnaþingi vestra verður haldinn í Félagsheimilinu á Hvammstanga miðvikudaginn 29. nóvember kl. 18:00 – 20:00. Á fundinum verður óskað er eftir hugmyndum, umræðu og ábendingum frá íbúum sveitarfélagsins.
Meira

Jólamarkaður og kveikt á jólatré á Hvammstanga

Það verður jólastemning á Hvammstanga í dag. Í félagsheimilinu verður jólamarkaður milli klukkan 11:00 og 17:00 og kl. 17:00 verða ljósin á jólatrénu við félagsheimilið tendruð. Þá mun Elínborg Sigurgeirsdóttir leika létt jólalög, krakkar úr grunnskólanum syngja og Sveinbjörg Rut Pétursdóttir flytur ávarp. Boðið verður upp á heitt kakó og piparkökur og ef vel stendur á á heimilinu hjá Grýlu gömlu verða einhverjir jólasveinar sendir til byggða með góðgæti í poka handa börnunum.
Meira

Nýr sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs Húnaþings vestra

Ingibjörg Jónsdóttir hefur verið ráðin í starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs Húnaþings vestra. Ingibjörg er fædd og uppalinn í Húnaþingi og býr ásamt fjölskyldu sinni að Syðsta-Ósi í Miðfirði. Tekur hún við starfinu af Guðrúnu Ragnarsdóttur sem hefur sinnt því sl. 38 ár en hún varð 67 ára þann 1. september sl. Í samræmi við starfsmannastefnu Húnaþings vestra sótti Guðrún um að færa sig í minna krefjandi starf og minnka við sig starfshlutfall.
Meira

Holtavörðu- og Öxnadalsheiði lokaðar - Appelsínugul viðvörun

Appelsínugul viðvörun er fyrir Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirði og Suðausturland. Norðan hvassviðri er á norðurlandi allt að 18-23 m/s og snjókoma, talsverð á Tröllaskaga. Skafrenningur og skyggni mjög lítið og ekkert ferðaveður.
Meira

Röskun á skólahaldi og árshátíð frestað í Varmahlíðarskóla

Vonskuveður er nú um norðanvert landið og spáir Veðurstofan norðan 18-23 m/s með talsverðri snjókomu eða skafrenningi. Búast má við slæmu skyggni og slæmu ferðaveðri bæði á fjallvegum og láglendi. Veðurhorfur á landinu eru þær að á morgun dragi úr úrkomu fyrir norðan og austan og vind fari að lægja um vestanvert landið.
Meira

Leikhópur FNV frumsýnir Bugsy Malone

Á morgun föstudag munu nemendur Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra frumsýna leikritið Bugsy Malone í leikstjórn Guðbrands Ægis Ásbjörnssonar. Bugsy Malone er fjölskylduleikur sem fjallar um ævintýri „gangstersins“ Bugsy Malone á bannárunum í Chicago uppúr 1930.
Meira