V-Húnavatnssýsla

Fjölmennur stofnfundur Framfarafélagsins

Fullt var út úr dyrum á stofnfundi Framfarafélagsins, laugardaginn 27. maí. Sigmundur Davíð formaður félagsins boðaði til fundarins og voru fundarmenn nærri 250 talsins. Anna Kolbrún Árnadóttir var fundarstjóri og setti fundinn og Sigmundir Davíð var með ávarp í framhaldinu og Eyþór Arnalds var einnig með erindi.
Meira

Til varnar sagnfræðinni

Bókaútgáfan Sæmundur hefur sent frá sér fræðiritið Til varnar sagnfræðinni eftir franska sagnfræðinginn Marc Bloch (1886-1944). Í tilkynningu frá útgáfunni segir að um sé að ræða eitt af áhrifamestu ritum sem samið hefur verið um vinnubrögð og aðferðir sagnfræðinga enda hefur bókin verið notuð fram á þennan dag sem kennslubók í aðferðafræði í háskólum víða um heim.
Meira

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra slitið í dag

Alls brautskráðust 75 nemendur frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra af tólf námsbrautum í dag í hátíðlegri athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Rúmlega 550 nemendur stunduðu nám við skólann og um 60 manns störfuðu þar í vetur. Fjöldi gesta var viðstaddur athöfnina sem stóð yfir í rúma tvær klukkustundir.
Meira

Lambahryggur með kryddhjúp og Hindberjagums

Dagný Stefánsdóttir og Róbert Logi Jóhannsson á Laugamýri í Skagafirði voru matgæðingar vikunnar í 20. tölublaði Feykis árið 2015. Þau buðu lesendum upp á girnilegar uppskriftir af lambahrygg með kryddhjúp og Hindberjagumsi í eftirrétt, væntanlega meira og minna úr eigin framleiðslu. „Ég kann ekkert á skammta ég dassa alltaf þannig að þetta er bara einhvern veginn svona,“ segir Dagný.
Meira

Nýtt deiliskipulag fyrir Borgarvirki samþykkt

Meira

Afar háar frjótölur þessa dagana

Óvenjugott veðurfar á landinu undanfarin misseri hefur leitt til þess að gróðurinn er mun fyrr á ferðinni þetta vorið en vanalega. Það hefur í för með sér að frjótölur eru nú mjög háar og á Akureyri mældust frjótölur birkifrjókorna 658 á sunnudaginn en það er allra hæsta frjótala sem mælst hefur á einum sólarhring á landinu samkvæmt frétt RUV í gær.
Meira

Á erfitt með að segja nei

Áskorandpenni - Ómar Eyjólfsson Hvammstanga
Meira

Ósáttir við framkvæmdir á landareigninni

Eigendur jarðarinnar Barðs í Húnaþingi vestra telja að verið sé að grafa hitaveitulögn í gegnum land þeirra í óleyfi. Vilja þeir stöðva framkvæmdir og halda því fram að sveitarfélagið Húnaþing vestra hafi ekki framkvæmdaleyfi í þeirra landareign. Á Rúv.is kemur fram að verktakinn hafi verið kominn um 300 metra inn í landið.
Meira

Opnun sýningar á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna

Tilkynning frá Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna Laugardaginn 27. maí kl. 14:00 verður sýningin „Þar sem firðir og jöklar mætast“. Grænlandsdvöl Rannveigar H. Líndal 1921-1923 opnuð.
Meira

Íslandsmeistaramótið í ísbaði í dag

Íslandsmeistaramótið í ísbaði verður haldið í sundlauginni á Blönduósi í dag klukkan 17:15 og verða keppendur sex. Benedikt Lafleur mun kynna heilsugildi ísbaða og meistararitgerð sína Vatnið er kalt og djúpt eins og vitund mín sjálfs. Svo verður keppt í því hver getur verið lengst ofan í ísbaði.
Meira