V-Húnavatnssýsla

Húni.is liggur niðri í kjölfar kerfishruns 1984

Eins og margir hafa tekið eftir hefur húnvetnski fréttamiðillinn Húni.is legið niðri í vikutíma eða allt frá því að kerfishrun varð hjá hýsingaraðila vefsins 1984. Húnahornsmenn eru niðurbrotnir yfir ástandinu en vonast til að úr rætist sem fyrst.
Meira

Búist við áframhaldandi hvassviðri og snjókomu

Eftir hríðarhvell síðasta sólarhringinn hafa margir vegir teppst. Ófært er milli Fljóta og Siglufjarðar en þar féll snjóflóð á vegin í gær. Einnig er Þverárfjall og Holtavörðuheiði ófærar samkvæmt vef Vegagerðarinnar, einnig Brattabrekka svo suðurleiðin er lokuð eins og er. Verið er að moka Öxnadalsheiði og er hún fær. Þæfingur er milli Sauðárkróks og Fljóta sem og í Hrútafirði en annars er krap eða snjóþekja á helstu leiðum.
Meira

Lambaskankar og ostakaka með Nóa kroppi og hindberjasós

„Þar sem við erum ekkert mikið fyrir að flækja hlutina þegar kemur að eldamennsku þá eru þessir réttir í uppáhaldi hjá okkur. Við mælum klárlega með því að þið prófið þessa rétti,“ segja matgæðingar 43. tölublaðs Feykis árið 2015, þau Ástrós Villa Vilhelmsdóttir og Guðni Már Lýðsson á Skagaströnd sem buðu upp á Lambaskanka með rótargrænmeti og ostaköku með Nóa kroppi og hindberjasósu í eftirrétt.
Meira

Lífseigur vísnaþáttur - 700 þættir í 30 ár

Þau skemmtilegu, og ekki síst merkilegu tímamót eru skráð á spjöld sögunnar í Feyki vikunnar þar sem sjöhundraðasti vísnaþátturinn lítur dagsins ljós. Fyrsti þátturinn birtist í Feyki 1. apríl 1987 og fögnuðum við því 30 ára úthaldi sl. vor.
Meira

Nemendur kynna sér iðn-, raun- og tæknigreinar

Öllum grunnskólanemum í 8. til 10. bekkjum á Norðurlandi vestra var boðið að sækja starfakynningu sem hófst í morgun í Bóknámshúsi FNV en þar kynna um 30 fyrirtæki af svæðinu starfsemi sína og þau störf sem innt eru af hendi hjá þeim. Verkefnið beinir kastljósinu sérstaka á iðn-, raun- og tæknigreinar og er styrkt af Sóknaráætlun Norðurlands vestra.
Meira

Norðurstrandarleið á góðum rekspöl

Í Morgunblaðinu í dag er sagt frá því að verkefnið Norðurstrandarleið eða Arctic Coast Way sé nú komið á góðan rekspöl. Verkefnið hefur það að markmiði að laða ferðamenn að strandlengjunni meðfram Norðurlandi, allt frá Húnaflóa til Bakkafjarðar, árið um kring, og hvetja þá til að staldra lengur við á svæðinu. Eins og Feykir.is hefur áður greint frá hefur Markaðsstofa Norðurlands umsjón með verkefninu með þátttöku 17 sveitarfélaga og ýmissa ferðaþjónustuaðila á svæðinu.
Meira

Að tilheyra

Áskorandapenninn Kristín Guðmundsdóttir
Meira

Kjúklingaborgarar með nan-brauði og tzatziki sósu og auðveldur eftirréttur

„Það er alltaf gaman að bregða út af vananum og fá sér aðeins öðruvísi borgara. Hér er uppskrift sem aldrei klikkar og allir ættu að smakka. Setjum með auðveldan eftirrétt og því er ekkert til fyrirstöðu að græja þetta strax,“ segja matgæðingarnir Hrund Pétursdóttir og Helgi Sigurðsson á Sauðárkróki í 42. tölublaði Feykis 2015..
Meira

Haustdagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra

Haustdagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra verður haldinn í Félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd á mánudaginn kemur, þann 13. nóvember, og hefst dagskráin klukkan 13. Á vef SSNV segir að á Haustdeginum megi fá svör við spurningum eins og: „Hvað er þetta með alla þessa kínversku ferðamenn? Ætli við séum tryggð fyrir því ? Hvernig fáum við fleiri Kana til okkar ? Hvað er að frétta af beina fluginu ?“ og mörgum fleiri sem brenna á ferðaþjónustuaðilum.
Meira

Hvatningarverðlaun dags gegn einelti – Verðlaunagripurinn gerður í FNV

Vináttuverkefni Barnaheilla hlaut hvatningarverðlaun dags gegn eineltis 2017. Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra afhenti verðlaunin við athöfn sem haldin var í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti þann 8. nóvember sl. og var það Kolbrún Baldursdóttir, formaður Barnaheilla sem tók við þeim. Verðlaunagripurinn sem veittur var er skagfirskur, smíðaður í FNV.
Meira