V-Húnavatnssýsla

Umferðaróhapp í Skagafirði

Bíll fór út af veginum nálægt Flatatungu í Skagafirði í gærdag og endaði í Norðurá. Tveir voru í bílnum og hlaut annar minniháttar meiðsli og var fluttur með sjúkrabíl til aðhlynningar á Akureyri skv. frétt mbl.is í gær.
Meira

Frosthörkur geta gert lítillega vart við sig

Þriðjudaginn 7. nóvember sl. komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar til að huga að veðurhorfum í þessum mánuði. Fundurinn hófst kl. 14:00 og voru fundarmenn sjö talsins og lauk honum kl. 14:30. Spágildi síðustu veðurspár, var að vanda vel viðunandi, að sögn veðurspámanna.
Meira

Ráðstefna um menntun í fiskeldisiðnaði á Íslandi í Háskólanum að Hólum í Hjaltadal

Háskólinn á Hólum í Hjaltadal heldur ráðstefnu um menntun í fiskeldi á Íslandi föstudaginn 10. nóvember. Fiskeldi er vaxandi iðnaður á Íslandi og þörfin fyrir starfsfólk, með menntun á hinum ýmsu sviðum, svo sem í verk-, tækni- og líffræðigreinum, eykst stöðugt. Á ráðstefnunni verður kynnt staða og vænt framtíð fiskeldisiðnaðarins á Íslandi, þörfin fyrir starfsfólk og fjallað um hvernig hægt er að gera fiskeldisiðnaðinn að aðlaðandi starfsvettvangi fyrir nemendur.
Meira

Sundlaugin á Hvammstanga fær góða gjöf

Góðgerðasamtökin Gærurnar reka nytjamarkað á Hvammstanga undir slagorðinu „Eins manns rusl er annars gull“ þar sem unnið er út frá þeirri hugmynd að bjarga nothæfum hlutum frá urðun og koma þeim aftur í umferð. Markaðurinn hefur verið starfræktur yfir sumartímann undanfarin ellefu sumur með opnunartíma á laugardögum milli 11 og 16. Vörurnar sem seldar eru á markaðnum fá Gærurnar gefins, að mestu frá íbúum sveitarféalgsins.
Meira

Kæru vinir, ættingjar og stuðningsfólk

Það var á haustmánuðum sem að við í Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps ákváðum að taka þátt í keppninni Kórar Íslands sem að haldin er á Stöð 2 eins og kunnugt er. Við vorum ekki of bjartsýnir í fyrstu með að við næðum að safna liði í þetta verkefni en það leystist og það vel. Við tóku strangar æfingar og svo undankeppnin 8. október sl.
Meira

Námskeið og kynning á vegum SSNV

Þessa dagana stendur SSNV fyrir kynningu á rafrænni umsóknargátt fyrir Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra ásamt námskeiði í umsóknargerð í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Námskeiðin verða á þremur stöðum á svæðinu og verður það fyrsta haldið í dag á Sauððárkróki. Námskeiðin verða sem hér segir:
Meira

Kemst Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps áfram í Kórum Íslands í kvöld?

Þá er komið að undanúrslitum hjá Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps í þætti Stöðvar 2, Kórar Íslands en hann verður í beinni útsendingu í kvöld klukkan 19:10. Þarna munu örlög þeirra kóra, sem komist hafa áfram í keppninni, ráðast en með þinni hjálp gæti það gerst.
Meira

Sakamál í Húnaþingi - Myndir

Þann 1. nóvember sl. var sýningin Sakamál í Húnaþingi opnuð í Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum í Hrútafirði. Á sýningunni eru tekin fyrir þrjú kunn sakamál frá 19. öld og sýndir gripir sem tengjast viðkomandi fólki eða viðfangsefni. Lykilgripir sýningarinnar eru millur Agnesar Magnúsdóttur en sagt er að þær hafi fundist með beinum hennar þegar þau voru grafin upp og flutt í vígða mold.
Meira

Hálka eða snjóþekja á vegum

Það var ekki laust við að sjónin sem við blasti þegar litið var út í morgun hafi verið nokkuð ókunnugleg enda hvítt orðið yfir öllu í fyrsta skipti á þessu hausti. Á vef Vegagerðarinnar má sjá að hálkublettir, hálka eða snjóþekja er nú á öllum vegum á Norðurlandi og því er vissara fyrir þá sem þurfa að leggja land undir fót að hafa varann á.
Meira

KS deildin heldur áfram

Nú er það ljóst að KS-Deildin, hið vinsæla hestaíþróttamót sem haldið hefur verið í reiðhöllinni á Sauðárkróki sl. áratug, mun verða á dagskrá í vetur. Sagt var frá því fyrir skemmstu að útlit væri fyrir því að ekki yrði keppt í KS deildinni í vetur.
Meira