V-Húnavatnssýsla

Lax með mango chutney og bananaís

„Í sama tölublaði og ég lýsti því yfir að ég væri lélegur kokkur fengum við áskorun frá vinafólki okkar Þóreyju Eddu og Gumma að vera næstu matgæðingar í Feyki. Þessar uppskriftir eru tileinkaðar þeim sem eru í sama formi og ég í eldhúsinu þar sem lykilorðið er „einfalt“,“ segir Rakel Runólfsdóttir en hún og Jóhannes Kári Bragason voru matgæðingar vikunnar í 19. tölublaði Feykis árið 2015.
Meira

Ársreikningar Húnaþings vestra samþykktir

Á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra sem haldinn var í gær, 11. maí, var ársreikningur sveitarsjóðs Húnaþings vestra og undirfyrirtækja fyrir árið 2016 tekinn til síðari umræðu og hann samþykktur.
Meira

Sendur á eftir fénu í sláturhúsið

Áskorandpistill Guðmundar Jónssonar á Hvammstanga
Meira

Kuldi áfram á landinu

Íbúar á Norðurlandi vestra hafa sloppið bærilega frá því leiðindaáhlaupi sem gengið hefur yfir landið síðasta sólarhringinn miðað við spár. Á Veðurstofu Íslands segir að áfram verði allhvöss eða hvöss norðaustlæg átt á landinu í dag en stormur suðaustan til. Vegna óveðurs er þjóðvegur nr. 1 lokaður frá Freysnesi að Jökulsárlóni.
Meira

Lokahátíð Þjóðleiks

Þjóðleikur, leiklistarhátíð ungs fóks, var haldin í Menningarhúsinu Miðgarði og í Varmahlíðarskóla laugardaginn 29. apríl sl. Hátíðin er haldin er annað hvert ár á landsbyggðinni og hefur Þjóðleikhúsið frumkvæði að verkefninu í samstarfi við menningarráð, skóla, leikfélög og marga aðra aðila. Þjóðleikur hóf göngu sína á Austurlandi árið 2008-2009 en starfar nú um allt land.
Meira

Dæmalaus landsbyggðarskattur

Það er nánast pínlegt að hlýða á fjármálaráðherrann okkar réttlæta þá ákvörðun að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustuna. Frá honum hafa heyrst fullyrðingar um að greinin hafi fengið „skattaívilnanir,“ eigi að sitja við sama borð og aðrar atvinnugreinar, og sé búin að slíta barnsskónum, sem er bara fyndin framsetning. Þetta virðast vera lykilhugtökin í rökstuðningi ráðherrans ásamt því að hægja eigi á vexti atvinnugreinarinnar. Ég ætla ekki að eyða tíma í að hrekja akkúrat þessar fullyrðingar, það hafa margir málsmetandi menn gert, innan sem utan ferðaþjónustunnar. En segi það þó að umræðan er full af frösum og klisjum sem hafa ekkert innihald ef betur er að gáð.
Meira

Veðrabrigði framundan

Nú er útlit fyrir að hlé verði á veðurblíðunni sem leikið hefur við okkur síðustu dagana. Í hugleiðingum veðurfræðings á Vedur.is segir m.a.: „Næsta sólarhringinn verða töluverð umskipti á veðrinu, því í nótt gengur í norðaustan hvassviðri eða storm með ofankomu um landið N-vert, snjókoma til fjalla, en slydda á láglendi, þótt sums staðar nái að hanga í rigningu næst ströndinni.“
Meira

Skýrsla um ár og læki á Víðidalstunguheiði

Rannsóknum á vötnum ám og lækjum á Víðidalstunguheiði, sem fram fóru á vegum Veiðifélags Víðidalstunguheiðar og Veiðimálastofnunar sumrin 2015 og 2016, er nú lokið. Víðidalstunguheiði liggur upp af Víðidal og teygir sig til suðurs inn að Stórasandi. Á heiðinni eru fjölmörg vötn og tjarnir auk áa og lækja en Víðidalsá og Fitjá eiga þar upptök sín. Í skýrslunni er gerð grein fyrir rannsóknum á útbreiðslu, tegundasamsetningu og þéttleika laxfiska í straumvötnum á Víðidalstunguheiði.
Meira

Sunnudagsljóðið

Sunnudagsljóðið er eftir Ingunni Snædal og heitir „ósk“.
Meira

Segjum matarsóun stríð á hendur!

Það var Kristín S. Einarsdóttir sem tók til í ísskápnum og leyfði lesendum Feykis að fylgjast með í 18. tölublaði Feykis 2015: Mikið er rætt um matarsóun þessa dagana og víst er að á heimilum landsmanna og í verslunum er miklum verðmætum kastað á glæ í formi matar sem rennur út eða skemmist. Þetta verður nokkuð áþreifanlegt hjá þeim sem flokka rusl, því þá sést best að lífræni úrgangurinn getur skipt kílóum í viku hverri.
Meira