V-Húnavatnssýsla

Bann við dragnót fellt úr gildi í fjörðum norðanlands

Tímabundið ákvæði um bann við veiðar með dragnót, sem komið var á á árunum 2010 til 2013, falla úr gildi á nokkrum svæðum fyrir Norðvesturlandi. Dragnótabátum er því heimilt að veiða á ný, án landfræðilegra takmarkana, á Hrútafirði, Miðfirði, Húnafirði og Skagafirði.
Meira

Haustdagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra

Haustdagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra verður haldinn í Fellsborg á Skagaströnd mánudaginn 13. nóvember klukkan 13:00 til 16:00. Erindi flytja þau Ársæll Harðarson, forstöðumaður hjá Icelandair, Smári Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Tryggja ehf., Guðrún Hildur Ragnarsdóttir, svæðisstjóri Expedia í Vestnorden og Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.
Meira

Allir sáttir eftir kosningar

Efstu menn þeirra flokka sem komu mönnum á þing í Norðvesturkjördæmi svara spurningu vikunnar í Feyki sem kemur út í dag. Spurningin er: Ertu sátt/ur við niðurstöður kosninganna? Allir eru sáttir þó einhverjir hefðu búist við eða viljað betri niðurstöðu sinna flokka.
Meira

Takk fyrir stuðninginn

Kæru sveitungar. Ég vil þakka kærlega fyrir stuðninginn í Alþingiskosningum sem í hönd fóru laugardaginn 28. október. Þó svo að ég hafi ekki náð markmiði mínu og hlotið endurkjör á þingið er ég hrærð og þakklát fyrir þau 1.169 atkvæði sem greidd voru til okkar. Í störfum mínum á Alþingi hef ég sett á oddinn málefni sem ég tel mjög mikilvægt að allir flokkar á þingi starfi að í sameiningu.
Meira

Til athugunar að loka bensínstöð N1 á Hvammstanga

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra hefur nú til athugunar að loka bensínstöð N1 á Hvammstanga frá og með 1. febrúar næstkomandi þar sem bensínstöðin starfar ekki í samræmi við reglugerð. Ástæða þessara aðgerða er skortur á mengunarvarnarbúnaði ásamt ófullnægjandi afgreiðsluplani. Frá þessu er greint í frétt á vísi.is á laugardag.
Meira

Þrjú sakamál á Byggðasafninu á Reykjum

Þann 1. nóvember næstkomandi kl. 20:00 verður sýningin Sakamál í Húnaþingi opnuð í Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum í Hrútafirði. Á sýningunni verða tekin fyrir þrjú kunn sakamál frá 19. öld og sýndir gripir sem tengjast viðkomandi fólki eða viðfangsefni. Lykilgripir sýningarinnar eru millur Agnesar Magnúsdóttur en sagt er að þær hafi fundist með beinum hennar þegar þau voru grafin upp og flutt í vígða mold.
Meira

Gunnar Bragi þingflokksformaður Miðflokksins

Gunnar Bragi Sveinsson var kjörinn þingflokksformaður Miðflokksins á fyrsta þingflokksfundi flokksins í morgunn. Gunnar var einnig kjörinn sjötti þingmaður Suðvesturkjördæmis aðfararnótt sunnudags þegar fram fóru þingkosningar og Miðflokkurinn hlaut sjö þingmenn.
Meira

Gauksmýri er fyrirtæki ársins

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi fór sl. fimmtudag í Mývatnssveit og samkvæmt venju voru þrjár viðurkenningar veittar: Sproti ársins, Fyrirtæki ársins og viðurkenning fyrir störf í þágu ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónustan á Gauksmýri var sæmd viðurkenningu sem fyrirtæki ársins en hún er veitt því fyrirtæki sem hefur slitið barnsskónum og hefur skapað sér sterka stöðu á markaði.
Meira

Viðaukasamningar við sóknaráætlanir

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gert viðaukasamninga við sóknaráætlanir þriggja landshlutasamtaka sveitarfélaga, á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Markmiðið með samningunum er að styrkja sóknaráætlanir landshlutanna þriggja með sérstöku framlagi og treysta þannig byggð á tilteknum svæðum.
Meira

Þrír nýir fyrir Norðvesturkjördæmi

Nú þegar mesta rykið er setjast eftir kosningar helgarinnar er ljóst að stjórnmálaleiðtogar þeirra átta flokka sem náðu mönnum inn á þing munu heimsækja Bessastaði í dag. Bjarni Benediktsson ríður á vaðið þar sem Sjálfstæðisflokkur fékk flest atkvæði og svo koma aðrir í þeirri röð sem þingstyrkur segir til um.
Meira