V-Húnavatnssýsla

Kormákur blak með silfur og brons á Öldungamóti

Á blakmóti öldunga, sem fram fór í Mosfellsbæ um síðustu helgi, átti blakdeild Kormáks þrjú lið: Birnur sem kepptu í 6.b deild, Birnur-Bombur í 8.a deild og Húna sem kepptu í deild 6b.
Meira

Áfram hlýtt og bjart

Undanfarna daga hefur veðrið aldeilis leikið við okkur hér á norðanverðu landinu og hitatölur farið yfir 20°C á mörgum stöðum. Í gær mældist hiti t.d. 22,8°C á tveimur stöðum á norðausturhluta landsins, í Ásbyrgi og í Bjarnarey, sem er litlu minna en hæsti hiti alls síðasta sumars sem var 24,9°C að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á Vedur.is.
Meira

Rumba í lok mánaðarins

Þriðjudaginn 2. maí 2017 komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar. Hófst hann kl. 14:00 og voru fundarmenn ellefu talsins. Fundinum lauk kl. 14:25. Farið var yfir spágildi veðurspár fyrir aprílmánuð og voru fundarmenn sammála um að þar hefði vel tekist til.
Meira

Tillaga að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið á Hvammstanga

Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti á fundi sínum þann 11. apríl síðastliðinn að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið á Hvammstanga. Svæðið er um 11 hektarar að stærð og markast af Strandgötu, Brekkugötu og Höfðabraut að vestanverðu. Í tillögunni er gerð grein fyrir nýjum og núverandi lóðum, byggingarreitum og samgöngumálum.
Meira

Aðalfundur kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi boðar til aðalfundar sunnudaginn 7. maí kl. 12-16 í húsnæði Samfylkingarinnar á Akranesi, Stillholti 16-18. Á aðalfundi verða hefðbundin aðalfundarstörf. Guðjón S. Brjánsson, þingmaður kjördæmisins, og Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ávarpa fundinn og taka þátt í umræðum.
Meira

Ólögleg skotveiði og hraðakstur

Um helgina lagði Lögreglan á Norðurlandi vestra hald á skotvopn manna sem skotið höfðu friðaða fugla ásamt því að gera feng þeirra upptækan en mál mannanna verður tekið fyrir hjá embættinu eftir helgina. Bendir löreglan á það á Facebook síðu sinni að menn ættu að kynna sér upplýsingar um veiðitímabil og friðunartíma fugla sem nálgast má á vef Umhverfisstofnunar http://ust.is/einstaklingar/veidi/veiditimabil/.
Meira

Sunnudagsljóðið

Sunnudagsljóðið er eftir Hannes Pétursson og heitir Bláir eru dalir þínir.
Meira

Kjúklingabringur með ýmsu gúmmelaði og marengsbomba á eftir

„Okkur langar til að deila með ykkur uppskriftum sem sem vekja ávallt kátínu á okkar heimili,“ sögðu þau Halla Gísladóttir og Jón Guðmann Jakobsson frá Blönduósi sem voru sælkerar vikunnar í 17. tölublaði Feykis á því herrans ári 2015.
Meira

Þjóðleikur í Miðgarði og Varmahlíðarskóla

Á morgun, laugardag, verður Þjóðleikur, risastór leikslistarhátíð ungs fóks, haldin í Menningarhúsinu Miðgarði og í Varmahlíðarskóla. Þjóðleikur er leiklistarhátíð ungs fólks sem haldin er annað hvert ár á landsbyggðinni. Það er Þjóðleikhúsið sem hefur frumkvæði að verkefninu í samstarfi við menningarráð, skóla, leikfélög og marga aðra aðila. Þjóðleikur hóf göngu sína á Austurlandi árið 2008-2009 en starfar nú um allt land.
Meira

Lillukórinn 25 ára

Afmælis- og lokatónleikar Lillukórsins verða í Félagsheimilinu á Hvammstanga laugardaginn 29. apríl kl.14:00. Kórinn var stofnaður 1992 að frumkvæði Ingibjargar Pálsdóttur, Lillu, sem þá var tónlistarkennari á Hvammstanga og er nafnið þannig til komið. Stofnfélagar voru 16 konur en fljótt bættist í hópinn og að jafnaði hafa milli 20 og 30 konur úr Húnaþingi vestra starfað með kórnum ár hvert. Í heildina hafa 80 konur tekið þátt í starfi kórsins og enn starfa þrír stofnfélagar með honum.
Meira