V-Húnavatnssýsla

Ábyrgðarkeðjan má ekki rofna

Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hefur lagt fram þingsályktunartillögu sem lýtur að því að sett verði lög um keðjuábyrgð, þ.e. ábyrgð verktaka á því að undirverktakar hans standi skil á samningsbundnum launum, greiði opinber gjöld og hagi starfsemi sinni almennt samkvæmt lögum og reglum íslensks vinnumarkaðar.
Meira

Hesthús, reiðskemma og nýtt fjós í Húnaþingi

Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa Húnaþings vestra í gær voru tekin fyrir nokkur erindi m.a. leyfi til að reisa reiðskemmu, fjós og breytta teikningu af hesthúsi. Þá lá fyrir umsókn um að breyta frístundahúsi í íbúðarhús og breyting á þaki bílskúrs.
Meira

„Þarf aðgerðir strax í vegamálunum,“ segir Bjarni Jónsson

Bjarni Jónsson, sem tók sæti sem varamaður á Alþingi í lok mars, beindi fyrirspurnum til samgönguráðherra varðandi fjármuni til viðhalds og uppbyggingar þriggja tengivega á Norðurlandi vestra. Vegirnir sem um ræðir eru Hegranesvegur, Reykjastrandarvegur og Vatnsnesvegur. Nú hefur borist svar frá ráðherra við fyrirspurnum Bjarna sem segir svörin valda miklum vonbrigðum.
Meira

Unnur Valborg Hilmarsdóttir nýr formaður ferðamálaráðs

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála hefur skipað Unni Valborgu Hilmarsdóttur formann ferðamálaráðs og Evu Björk Harðardóttur varaformann ráðsins. Unnur Valborg er oddviti sveitarstjórnar Húnaþings vestra, rekur íbúðagistinguna Sólgarð á Hvammstanga og á og rekur fyrirtækið Aðstoðarmaður ehf.
Meira

Fræðslufundur með Jóni Jónssyni á Sauðárkróki

Tónlistarmaðurinn og hagfræðingurinn, Jón Jónsson, verður með fræðslufund á morgun, 25. apríl, um fjármál fyrir ungt fólk, í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Jón mun væntanlega fara yfir þessi mikilvægu mál á léttu nótunum en fundurinn hefst kl. 19:30.
Meira

Sunnudagsljóðið

Sunnudagsljóðið heitir Sálarvor og er eftir Gyrði Elíasson.
Meira

Lóuþrælar á Blönduósi

Karlakórinn Lóuþrælar mun stíga á stokk og syngja í Blönduóskirkju nk. mánudag 24. apríl kl. 21:00. Söngstjóri er Daníel Geir Sigurðsson, undirleikur: Elinborg Sigurgeirsdóttir, píanó Ellinore Andersson, fiðla og einsöngvarar Friðrik M. Sigurðsson, Guðmundur Þorbergsson og Skúli Einarsson.
Meira

Feykigott á grillið

Sumardagurinn fyrsti er nú liðinn og góða veðrið rétt handan við hornið. Þá er rétt að rifja upp þrjár uppskriftir að óviðjafnanlegum kryddlegi sem birtust í 16. tölublaði Feykis 2015 og óhætt er að mæla með. Það er ekkert sem jafnast á við góðan grillmat til að gæða sér á á fallegu sumarkvöldi.
Meira

Björgunarsveitir stóðu í ströngu

Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga hafði í nógu að snúast þegar veturinn kvaddi og sumarið heilsaði en á miðvikudagskvöld var hún kölluð út vegna fólks sem var í vandræðum vegna óveðurs á Holtavörðuheiði. Útkallið vatt upp á sig því flutningabíll valt á sama tíma og voru allir viðbragðsaðilar á svæðinu, lögregla, slökkvilið, sjúkrabíll og liðsmenn björgunarsveitanna Heiðari, Blöndu og Strönd komnir á heiðina líka innan skamms.
Meira

Farið yfir lög um gatnagerðargjald

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur skipað starfshóp til að fara yfir lög um gatnagerðargjald en 1. júlí næstkomandi verða liðin 10 ár frá því að lögin gengu í gildi. Á vef ráðuneytisins kemur fram að talið sé tímabært að fara yfir reynsluna af framkvæmd laganna meðal annars með hliðsjón af fyrirliggjandi dómum og úrskurðum.
Meira