V-Húnavatnssýsla

Sértækur byggðakvóti Byggðastofnunar eykst um 15%

Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur úthlutað alls 11.257 tonnum í sértækan og almennan byggðakvóta en ráðstöfunin byggir á þingsályktun 38/145, 2015-2016. Sértækur byggðakvóti Byggðastofnunar eykst um 733 tonn frá fyrra fiskveiðiári og er 5.634 tonn fiskveiðiárið 2016/2017. Stefna stjórnvalda undanfarin ár hefur verið að auka vægi sértæks byggðakvóta enda hefur hann almennt reynst vel sem byggðafestuaðgerð.
Meira

Sjónhornið í Húnavatnssýslurnar

Frá og með þessari viku mun Sjónhornið, sem hingað til hefur verið ómissandi auglýsingamiðill í Skagafirði, verða einnig borið út á öll heimili í Húnavatnssýslum.
Meira

„Þessi mynd er bara brot af risastórri aðgerð“

Fjöldi Skagfirðinga og Húnvetninga tók þátt í leit að rjúpnaskyttum á Snæfellsnesi, sem voru hætt komnar við erfiðar aðstæður þar um helgina. Gríðarlegt vatnsveður skall á, með miklu roki, og höfðust skytturnar við undir stórum steini aðfararnótt sunnudagsins.
Meira

Tengslanet frumkvöðlakvenna á Norðurlandi vestra

Á þriðjudaginn í næstu viku er konum sem hafa áhuga á að koma hugmyndum sínum á framfæri, hafa viðskiptahugmynd sem þær vilja hrinda í framkvæmd eða hafa nýlega stofnað fyrirtæki boðið á fund í Verknámshúsi FNV á Sauðárkróki klukkan 19:30.
Meira

Fjögurra stóla flutningur Hrafnhildar Víglunds

Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir frá Dæli í Víðidal tekur nú þátt í söngkeppninni Voice Íslands í annað sinn. Í blindprufunni sneru allir dómararnir fjórir sér við og voru augljóslega mjög heillaðir af flutningi hennar. Jewel.
Meira

Ágæta stuðningsfólk!

Snarpri kosningabaráttu er lokið. Við í Norðvesturkjördæmi getum verið stolt af góðum árangri Vinstri grænna. Hreyfingin fékk 18,1% atkvæða sem hefði að öllu eðlilegu átt að skila okkur tveimur þingmönnum. Flokkurinn jók fylgi sitt á landsvísu í 15,9% og er útkoma okkar í þeim samanburði glæsileg. Þetta er önnur bestu útkoma flokksins í kjördæminu frá stofnun hans en árið 2009 fékk hann 22,8% og þrjá menn kjörna.
Meira

Rekstri Kanínu ehf. verður hætt

Frumkvöðullinn Birgit Kositzke, sem stofnaði félagið Kanínu ehf. og hefur rekið það á Syðri-Kárastöðum í Húnaþingi vestra hyggst á næstu vikum og mánuðum hætta rekstri félagsins. Í samtali við Bændablaðið segist Birgit rekstur af þessu tagi ekki ganga nema þolinmótt fé frá bönkum eða fjárfestum sé til staðar.
Meira

Ítreka mikilvægi þess að hefja framkvæmdi á Vatnsnesvegi strax á næsta ári

Á fundi byggðaráðs Húnaþings vestra á mánudaginn var tekið fyrir bréf frá Innanríkisráðuneytinu þar sem erindi frá því í júní í sumar, varðandi Vatnsnesveg, var svarað. Fram kemur að nýverið hafi verið samþykkt á Alþingi samgönguáætlun áranna 2015 – 2018 þar sem gert er ráð fyrir að byggð verði ný brú á Tjarnará og að framkvæmdir hefjist á árin u 2018. Áformað er að veita 200 milljónir til þeirrar framkvæmdar.
Meira

Fyrsta flokks ull á rúmar 700 krónur

Í sumar var auglýst í Bændablaðinu eftir umsóknum um stuðning til söfnunar ullar og barst ein umsókn frá ÍSTEX hf. sem er reiðubúið til þess að uppfylla öll skilyrði verklagsreglna um ráðstöfun fjár vegna ullarnýtingar. Fyrirkomulag um greiðslur til bænda er þannig háttað að fjármunum til ullarnýtingar er ráðstafað að a.m.k. 85% til bænda og fjárhæðinni deilt niður hlutfallslega eftir gæðum á hvert kíló hreinnar ullar
Meira

Útstrikanir hafa ekki áhrif á störf Gunnars Braga

Gunnar Bragi Sveinsson oddviti Framsóknarflokksins í Norðvestur kjördæmi segir það engin áhrif hafa á sín störf þó nafn hans hafi oftast verið strikað út af lista flokksins í nýliðnum alþingiskosningum. Hann segist munu áfram rækja þau störf af heilindum, ábyrgð og eins og samviska hans segir til um.
Meira