V-Húnavatnssýsla

Bolir fyrir þá sem lifa það af að keyra Vatnsnesveg

Selasetrið á Hvammstanga hefur látið framleiða boli með nýstárlegri merkingu, til minningar fyrir þann sem keyrir Vatnsnesveg og lifir það af. I survived road 711, stendur framan á bolnum sem má á íslensku útleggja sem Ég lifði það af að keyra Vatnsnesveg.
Meira

Samgöngumál fyrirferðarmikil

Samgöngumál voru sem fyrr fyrirferðarmikil í umræðunni á ársþingi SSNV sem haldið var í október. Var ályktað um vegasamgöngur, almenningssamgöngur og netsamgöngur á þinginu.
Meira

Rocky Horror frumsýnt í kvöld

Það fer mikið fyrir kynþokka og skrautlegum, djörfum klæðnaði í sýningu nemenda FNV um hinn mjög svo ófullkomna Rocky sem Dr. Frank N Furter reynir að fullgera. Nemendur Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra hafa undanfarnar vikur æft af krafti söngleikinn Rocky Horror sem frumsýndur verður í kvöld, miðvikudag, í Bifröst á Sauðárkróki. Leikstjóri er Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson og aðstoðarleikstjóri er Heiða Jonna Frðfinnsdóttir.
Meira

Slitnaði upp úr stjórnarviðræðum

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur stöðvað viðræður milli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Í tilkynningu frá þingflokki Sjálfstæðisflokksins segir að fundir flokkanna að undanförnu hafi leitt í ljós góðan samhljóm um ýmis mál, en áherslumun um útfærslu annarra, enda stefna flokkanna ólík á ýmsum sviðum.
Meira

Blóðskimun til bjargar

Blóðskimun til bjargar – þjóðarátak gegn mergæxlum hófst með formlegum hætti í Norræna húsinu í dag þegar Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands skráði sig til þátttöku.
Meira

Útselskópar með gervihnattasenda

Á vef Selasetursins er sagt frá því að starfsmenn hafi nýlega lagt leið sýna á Strandir í þeim tilgangi að koma fyrir gervihnattasendum á útselskópum. Eiga sendarnir að gefa upplýsingar um hegðun selanna og hvort þeir ferðist milli svæða eða landa.
Meira

Bingó í kvöld

Ferðastúdentar við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra verða með Bingó í kvöld í sal bóknámshússins á Sauðárkróki. Spjaldið kostar 500,- krónur og hefst kúludrátturinn kl 20:00.
Meira

Stórhríð í spánum

Veðurstofa Ísland hefur gefið út stormviðvörun en strekkings suðvestanátt með skúrum eða slydduéljum er væntanleg sunnan og vestanlands í dag. Bjart verður NA-til en einhver rigning verður um tíma S- og V-lands seint í kvöld.
Meira

Rocky Horror í Bifröst

Nemendur Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra hafa undanfarnar vikur æft af krafti söngleikinn Rocky Horror sem frumsýndur verður miðvikudaginn 16. nóvember klukkan 20:00. Leikstjóri er Guðbrandur Ægir og aðstoðarleikstjóri er Heiða Jonna.
Meira

Ályktað um opinbera þjónustu

Á ársþingi SSNV sem var haldið í október sl. var lög fram ályktun um opinbera þjónustu í landhlutanum. Var þess meðal annars krafist að þeir sem þurfa að sækja þjónustu á borð við heilbrigðisþjónustu fjarri heimabyggð fengju það að einhverju móti bætt.
Meira