V-Húnavatnssýsla

Svipað og málning sem ekki þornar

Vegagerðin varaði við blæðandi slitlagi á köflum á þjóðvegi 1 á veginum um Holtavörðuheiði, úr Borgarfirði og ofan í Hrútafjörð um síðustu helgi. Lentu menn í verulegum óþægindum vegna þessa. Hjá Vörumiðlun var það að frétta að einn flutningabíll hefði lent í þessum óskunda undir miðnættið á föstudagskvöld.
Meira

Lagfærð tímasetning á aðventutónleikum Jólahúna

Í frétt sem segir frá aðventutónleikaröð Jólahúna og hefst á Skagaströnd þann 2. desember, slæddist inn lítil villa sem rétt er að leiðrétta. Tónleikarnir sem verða á Laugabakka 4. desember hefjast klukkan 17:00 en ekki 16:30 eins og áður hafði verið ritað.
Meira

Furðar sig á málflutningi Sambands íslenskra sveitarfélaga

Bergmann Guðmundsson kennari við Árskóla á Sauðárkróki og formaður Kennarasambands Norðurlands vestra furða sig á málflutningi Sambands íslenskra sveitarfélaga í miðjum kjaraviðræðum en sambandið gaf út yfirlýsingu fyrr í vikunni m.a. um að byrjunarlaun grunnskólakennara hafi hækkað sem nemur um 34% í síðustu samningum.
Meira

Jólablað Feykis kemur út í dag

Brakandi fínt Jólablað Feykis kemur út í dag en þar kennir ýmissa grasa. Blaðinu verður dreift frítt inn á öll heimili á Norðurlandi vestra. Meðal efnis í blaðinu eru viðtöl við Rósu Guðmundsdóttur í Goðdölum, Pawel Mickiewicz á Blönduósi, Pálu Kristínu Bergsveinsdóttur brottfluttan Króksara, Caroline Kerstin Mende eða Karólínu í Hvammshlíð, Sólveigu Birnu Halldórsdóttur í Afríku, en aðalviðtalið er að þessu sinni við þau Sigríði Gunnarsdóttur sóknarprest á Sauðárkróki og Þórarinn Eymundsson margfrægan hestamann.
Meira

Röng jóladagskrá í Sjónhorninu

Þau leiðu mistök urðu við gerð nýjasta Sjónhornsins að í miðopnu blaðsins prentaðist tveggja ára gömul jóladagskrá fyrir Skagafjörð í stað nýrrar. Mistökin uppgötvuðust ekki fyrr en gengið hafði verið frá um helmingi upplagsins og því munu Húnvetningar og Skagfirðingar utan Sauðárkróks fá þessa röngu dagskrá í hendur og eru þeir beðnir afsökunar á því.
Meira

Samstaða og kærleikur á aðventutónleikum Jólahúna

Hópur sem kallar sig Jólahúna stendur fyrir aðventutónleikum í Húnaþingi vestra og Austur-Húnavatnssýslu, þar sem tónlistarmenn úr báðum héruðum leiða saman hesta sína á fernum tónleikum.
Meira

Kaffihúsakvöld til styrktar UNICEF

Þróunarfélagsfræðihópur í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra ætlar að standa fyrir kaffihúsakvöldi til styrktar UNICEF næstkomandi fimmtudaginn 24. nóvember milli klukkan 20 og 22. Á dagskrá verða ýmis skemmtiatriði og Pub Quiz spurningaleikur.
Meira

Málaferli vegna ófeðraðs barns á 17. öld

Á morgun, miðvikudaginn 23. nóvember, klukkan 17:00 flytur dr. Lára Magnúsardóttir fyrirlesturinn Málaferli vegna ófeðraðs barns á 17. öld og heimildir um réttarfar. Undanfarna miðvikudaga hafa U3A, Sögufélagið Húnvetningur og Húnvetningafélagið í Reykjavík staðið fyrir fyrirlestrum í Húnabúð, sem staðsett er í Skeifunni í Reykjavík og er hann sá síðasti í þessari lotu.
Meira

Kynningarfundir um leiðsögunám á Norðurlandi vestra

„Nú verður gerð ný atlaga að því að koma í gang námskeiði í svæðisleiðsögn fyrir Norðurland vestra, sem myndi byrja í janúar 2017,“ segir í frétt frá Farskólanum og SSNV. Á morgun, miðvikudaginn 23. nóvember, verða haldnir kynningarfundir um námið, sem hér segir:
Meira

Roam Like Home í Skandinavíu og ótakmörkuð símtöl til Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada

Íslenska fjarskiptafyrirtækið Hringdu hefur ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum upp á „Roam Like Home“ í Skandinavíu og ótakmörkuð símtöl til Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada frá og með deginum í dag.
Meira