V-Húnavatnssýsla

Opnir dagar í Háskólanum á Akureyri

Í dag, fimmtudag og á morgun, föstudag verða haldnir opnir dagar í Háskólanum á Akureyri. Þar gefst framhaldsskólanemum og öðrum gestum tækifæri á að kynna sér námið við skólann og spjalla við kennara og nemendur um námið. Einnig verður farið í gönguferðir um húsið.
Meira

Innan við 1% atvinnuleysi

Skráð atvinnuleysi í september sl. var innan við 1% á Norðurlandi vestra. Meðalfjöldi á atvinnuleysisskrá í landshlutanum var 30. Atvinnuleysi var umtalsvert hærra hjá konum eða 1,2% á móti 0,5% hjá körlum. Mest var atvinnuleysið í Sveitarfélaginu Skagafirði, sem er jafnframt langfjölmennasta sveitarfélagið. Í Akrahreppi og Skagabyggð var ekkert skráð atvinnuleysi.
Meira

Oftast strikað yfir nafn Gunnars Braga

Gunnar Bragi Sveinsson var sá frambjóðandi í Norðvesturkjördæmi sem oftast var strikaður út af nöfnum þeirra sem buðu sig fram í kjördæminu til setu á Alþingi sl laugardag. Þetta kemur fram í skýrslu yfirkjörstjórnar til landskjörstjórnar og Hagstofu Íslands og Mbl.is greinir frá.
Meira

Veðurklúbburinn á Dalbæ boðar milt veður í nóvember

Þriðjudaginn 1. nóvember 2016 komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar. Hófst hann kl. 14:00 og voru fundarmenn alls 14 talsins. Áður en fundi lauk tæpum hálftíma síðar vae farið yfir sannleiksgildi veðurspár fyrir októbermánuð og voru félagar að vonum ánægðir með hversu vel hefði til tekist.
Meira

Hvernig væri að miða laun þingmanna við laun forseta ASÍ?

Eins og flestir ættu að kannast við hækkaði Kjararáð þingfararkaup alþingismanna um tæp 45 prósent nú um mánaðarmót eða alls um 338.254 krónum á mánuði. Hækka laun þeirra þá úr 762.940 krónur á mánuði í 1.101.194 krónur. ASÍ krefst þess að ákvörðun kjararáðs verði dregin til baka því annars verður óstöðugleiki og upplausn á vinnumarkaði í boði Alþingis.
Meira

Nýtt fjölskylduherbergi á HVE Hvammstanga

Nýtt fjölskylduherbergi á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga var formlega tekið í notkun í vikunni. Framkvæmdir hafa staðið yfir frá því í vor en herbergið á meðal annars að nýtast við lífslok. Frumkvæði að framkvæmdinni kom frá kvenfélögum á starfssvæði heilbrigðisstofnunarinnar og hafa þau lagt til það fjármagn sem þurfti til að koma þessu verkefni í framkvæmd.
Meira

Áhugaverður ferðamáladagur í Húnaveri

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Ferðamálafélögin í A-Hún., Húnaþingi vestra og Skagafirði standa fyrir Ferðamáladegi Norðurlands vestra 9. nóvember næstkomandi. Allir ferðaþjónustuaðilar og þeir sem hafa áhuga á samstarfi við greinina eru boðnir velkomnir að hlýða á áhugaverða fyrirlestra og taka þátt í að móta áhugaverð samstarfsverkefni.
Meira

Er styrkur í þér? Tveir sjóðir í boði

Nú um þessar mundir er að hefjast umsóknar- og úthlutunarferli vegna styrkveitinga Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra fyrir árið 2017. Einnig er að hefjast umsóknar- og úthlutunarferli í nýjan sjóð, Atvinnu- og nýsköpunarsjóð Norðurlands vestra, fyrir árið 2017.
Meira

Oddný hættir sem formaður Samfylkingarinnar

Oddný G. Harðardóttir hefur ákveðið að stíga til hliðar sem formaður Samfylkingarinnar þar sem niðurstaða nýliðinna kosninga var heldur minni fyrir flokkinn en vonir stóðu til. Logi Einarsson, varaformaður og nýkjörinn þingmaður Norðausturkjördæmis, tekur nú við stjórn flokksins.
Meira

Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi bárust rétt fyrir klukkan níu

Margri voru orðnir langeygir eftir síðustu tölum úr Norðvesturkjördæmi þegar þær bárust um kl 8:48 í morgun. Greidd atkvæði voru 17.444 og kjörsókn var því 81,2%. Eftirfarandi þingmenn náðu kjöri:
Meira