V-Húnavatnssýsla

Áfram kalt í veðri

Þrátt fyrir að snjóað hafi til fjalla undanfarna sólarhringa eru allir helstu vegir landsins greiðfærir. Á Þverárfjallsvegi er hiti um frostmark, ein gráða á Vatnsskarði og núll gráður á Holtavörðuheiði en annars hægur vindur og akstursskilyrði í fínu lagi. Spáin gerir ráð fyrir áframhaldandi kulda norðan lands.
Meira

Martröð með myglusvepp

Martröð með myglusvepp er nýútkomin bók eftir Stein Kárason um orsakir og afleiðingar af völdum myglusveppa. Af tilefni útgáfunnar verður bókarkynning og fræðsla í Norræna húsinu laugardaginn 10. júní klukkar 13:30. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.
Meira

Deiliskipulag fyrir Kolugljúfur

Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur auglýst tillögu að deiliskipulagi fyrir Kolugljúfur í Víðidal og aðliggjandi umhverfi. Skipulagssvæðið er um 7,8 ha að stærð og tilheyrir tveimur jörðum, Bakka að vestan en Kolugili að austan.
Meira

Undirskriftarsöfnun gegn brottvikningu Kristjáns

Í gær var sett af stað undirskriftarsöfnun til að mótmæla fyrirvaralausri brottvikningu Kristjáns Þorbjörnssonar yfirlögregluþjóns á Blönduósi úr starfi. Skorað er á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, að afturkalla „þessa aðför óreynds lögreglustjóra að lögreglumanni og að ríkið standi að fullu við fyrirheit fyrrverandi ráðherra dómsmála,“ eins og segir á vef undirskriftarsöfnunarinnar.
Meira

Auglýst eftir umsóknum til Atvinnu- og nýsköpunarsjóðs Húnaþings vestra

Húnaþing vestra auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra. Markmið sjóðsins er að hvetja til jákvæðrar umræðu og verkefna á sviði atvinnuþróunar í sveitarfélaginu, að styðja við frumkvæði íbúa og hvetja til samstarfs og nýsköpunar í sveitarfélaginu. Áherslur Atvinnu- og nýsköpunarsjóðs Húnaþings vestra lúta að verkefnum sem stuðlað geta að auknum umsvifum, betri afkomu og rekstri fyrirtækja og þróun og nýsköpun í atvinnulífi á svæðinu. Hér er fyrst og fremst um verkefna- og framkvæmdastyrki að ræða en ekki rekstrarstyrki eða styrki til að mæta opinberum gjöldum eða greiða skuldir.
Meira

Ellefu konur útskrifast úr Brautargengi

Í vetur stóð Nýsköpunarmiðstöð fyrir námskeiðinu Brautargengi á Norðurlandi vestra og nýlega uppskáru ellefu dugmiklar konur úr Húnavatnssýslum og Skagafirði árangur erfiðis síns.
Meira

Uppáhalds uppskriftir fjölskyldunnar

Það voru þau Jensína Lýðsdóttir og Bjarni Ottósson á Skagaströnd sem leyfðu lesendum að fá innsýn í uppáhaldsuppskriftirnar sínar í 22. tölublaði Feykis árið 2015. „Uppskriftirnar eru úr öllum áttum en eiga það sameiginlegt að vera í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni. Það eru engin jól nema hafa humarsúpuna á borðum. Og heiti rétturinn er eiginlega eini heiti rétturinn sem er gerður á heimilinu þessa stundina,“ sögðu sælkerarnir Jensína og Bjarni
Meira

Klaufirnar klipptar í flottheita stól

Nú er sá tími að kindum er sleppt á fjall og þá er nú betra að þær séu í þokkalegu standi fyrir sumarið. Eitt af því sem bændur þurfa að huga að áður en ærnar fá að fagna frelsi er að snyrta klaufir þeirra, oftast er það gert með því að setja þær á rassinn og bogra svo yfir þeim meðan klippt er, og getur það verið hið mesta erfiðisverk.
Meira

Kormákur/Hvöt fær Hrunamenn í heimsókn

Meira

Skráning hafin á Landsmót UMFÍ 50+ í Hveragerði

Undirbúningur gengur afar vel fyrir Landsmót UMFÍ 50+ sem fram fer í Hveragerði um Jónsmessuhelgina, að sögn Ómars Braga Stefánssonar, framkvæmdastjóra mótsins. Dagskráin er klár og búið að setja sérgreinastjóra yfir hverja grein. Landsmót UMFÍ fyrir fimmtíu ára og eldri hafa verið haldin víðs vegar um landið síðan fyrsta mótið var haldið á Hvammstanga árið 2011. Mótið hefur stækkað og dafnað með hverju árinu og hefur keppendum fjölgað jafnt og þétt. Ómar Bragi býst við miklum fjölda á mótið nú í júní og hugsanlega metskráningum.
Meira