V-Húnavatnssýsla

Rjúpnaveiðitímabilið hefst á morgun

Rjúpnaveiðitímabilið hefst á morgun, föstudag. Fyrirkomulag rjúpnaveiða verður með sama sniði og verið hefur undanfarin þrjú ár. Veiðidagar verða tólf talsins sem skiptast á fjórar helgar á tímabilinu 28. október til 20. nóvember, þrír dagar í senn, föstudagur til sunnudags. Sölubann verður áfram á rjúpum. Veiðimenn eru hvattir til góðrar umgengni um landið. Víða hafa landeigendur bannað rjúpnaveiði.
Meira

Hestamenn í Vestur-Húnavatnssýslu skemmta sér um helgina

Uppskeruhátíð Hrossaræktarsamtaka Vestur-Húnavatnssýslu og Hestamannafélagsins Þyts verður haldin nk. laugardagskvöld í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Matur, gleði og gaman, segir á vefsíðu Þyts og það verður Þórhallur Sverris og Sigrúnarson sér um matinn.
Meira

Uppselt á Gísla á Uppsölum

Kómedíuleikhúsið á Ísafirði hefur að undanförnu farið um landið með einleikinn Gísli á Uppsölum, sem er áhrifamikil sýning um einstakan mann, Gísla Oktavíus Gíslason. Einn stærsti viðburður íslenskrar sjónvarpssögu var Stikluþáttur Ómars Ragnarssonar um þennan vestfirska einbúa.
Meira

Ósáttir við hvernig mál hafa þróast

Sagt er frá því á Vísi.is að ólga sé innan lögreglunnar á Norðurlandi vestra vegna yfirstjórnar hennar á svæðinu. Jafnframt er því haldið fram að starfsandinn sé í molum og samskipti stjórnenda lögreglunnar við almenna lögreglumenn óásættanleg. Því til stuðnings er birt bréf frá fundi félags lögreglumanna á Norðvesturlandi til Páls Björnssonar lögreglustjóra þar sem hann er m.a. krafinn svara með tillögur að úrbótum.
Meira

Ráðherra ýtir skógræktarverkefni úr vör

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur falið Skógræktinni umsjón með framkvæmd verkefnis í búskaparskógrækt í Vestur-Húnavatnssýslu. Um er að ræða átak til eins ár sem felur m.a. í sér að þróa útfærslur á nýjum skógræktarverkefnum með það að markmiði að bæta búsetuskilyrði, fjölga tækifærum fyrir bændur, auka skógarþekju og brúa bil milli skógræktar og hefðbundins landbúnaðar. Verkefnið tengist einnig skrefum íslensks landbúnaðar í átt til kolefnishlutleysis.
Meira

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hjá sveitarfélögum

Á undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við.
Meira

Íslenska þjóðfylkingin býður fram í Norðvesturkjördæmi

Samkvæmt kosningavef innanríkisráðuneytisins mun Íslenska þjóðfylkingin bjóða fram krafta sína í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Jens G. Jensson skipstjóri í Kópavogi leiðir listann.
Meira

ÍSLENSKA.IS 20.10. 2016

RUV. Rás 1. Íslensk mál, málfarsráðunautur, málverndarnefnd, málfarskennsla, málfarsþróun. Eftir að hafa hlustað á orðræðu um íslenskt mál á rás 1 áðan, fljúga margblendnar hugsanir í gegnum undirvitundina og vekja til nánanari ígrundunar á ýmsum hliðum málsins. Og til þess nota menn málið að tjá hugsanir sínar í orði og verki. Í nútímanum er talvan oft nærtækust til að taka við því sem leitar útrásar. Svo fer einnig í þetta sinn. Þó verðugt væri að ræða málið nánar og fá fram fleiri sjónarmið frá mörgum hliðum þessa mikilsverða máls.
Meira

Magnús í Hestasporti hlýtur viðurkenningu fyrir störf í þágu ferðaþjónustu á Norðurlandi

Markaðsstofa Norðurlands veitir árlega þrjár viðurkenningar til fyrirtækja og einstaklinga í ferðaþjónustu sem þykja hafa skarað fram úr á Norðurlandi. Viðurkenningarnar voru veittar á Uppskeruhátíð ferðþjónustunnar sem haldin var í Skagafirði 20. október 2016. Ein þessara viðurkenninga er fyrir störf í þágu ferðaþjónustu sem að þessu sinni kom í hlut Magnúsar Sigmundssonar i Hestasporti í Skagafirði.
Meira

Veðurhorfur kannaðar með því að skera í milta af kind eða stórgrip

Fyrsti vetrardagur er á morgun, en hann ber ævinlega upp á laugardegi á tímabilinu 21.-27. október. Ekki tíðkast að halda sérstaklega upp á þennan dag en þó er nokkuð um skemmtanahald, svo sem sviðaveislur á þessum árstíma. Fyrr á öldum voru oft haldnar veislur um þetta leyti því þá var mest til af nýju kjöti.
Meira