Rjúpnaveiðitímabilið hefst á morgun
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
27.10.2016
kl. 11.11
Rjúpnaveiðitímabilið hefst á morgun, föstudag. Fyrirkomulag rjúpnaveiða verður með sama sniði og verið hefur undanfarin þrjú ár. Veiðidagar verða tólf talsins sem skiptast á fjórar helgar á tímabilinu 28. október til 20. nóvember, þrír dagar í senn, föstudagur til sunnudags. Sölubann verður áfram á rjúpum. Veiðimenn eru hvattir til góðrar umgengni um landið. Víða hafa landeigendur bannað rjúpnaveiði.
Meira