V-Húnavatnssýsla

Aldraðir, eru ekki til peningar?

Nokkrum dögum fyrir alþingiskosningarnar 2013 ritaði formaður Sjálfstæðisflokksins eldri borgurum bréf þar sem hann tíundaði loforð um átak í þeirra þágu. Það átti snarlega að afnema kjaraskerðingu, lækka fjármagnstekjuskatt og afnema tekjutengingar ellilífeyris. Sjálfstæðisflokkurinn hjarir enn við völd og allt hefur þetta verið sniðgengið svo ekki sé dýpra tekið í árinni, enn bíða aldraðir og nú er komið árið 2017.
Meira

Reiðsýningin á Hólum í dag

Hin árlega reiðsýning Hólanema er í dag, 20. maí. Þessi sýning hefur skapað sér sess sem hápunktur lokadagskrár hjá BS-nemum í reiðmennsku og reiðkennslu, sem nú hafa lokið öllum sínum prófum. Nemendur sýna þá í verki margt af því sem þeir hafa lært í reiðmennsku í þriggja ára námi sínu hér við skólann. Sú hefð hefur skapast að reiðkennari lýsi jafnóðum því sem fram fer, fyrir áhorfendum og hefur það mælst vel fyrir. Í lok sýningar klæðast nemarnir síðan í fyrsta skipti hinum bláu einkennisjökkum, með rauða kraganum. Og veitt eru verðlaun fyrir góðan árangur í reiðmennsku.
Meira

Unnur Valborg í stjórn Markaðsstofu

Þrír nýir stjórnarmenn voru kjörnir í stjórn Markaðsstofu Norðurlands, á aðalfundi sem haldinn var á Hótel KEA þriðjudaginn 16. maí. Kosið var um tvær stöður aðalmanna á Norðurlandi eystra, þar sem fjórir voru í framboði, og eina stöðu á Norðurlandi vestra en þar var einn frambjóðandi.
Meira

Veturinn vill ekki fara

Það var frekar vetrarlegt um að litast í utanverðum Skagafirði þegar menn fóru á fætur í morgun. Í Fljótum var alhvítt þegar Halldór skólabílstjóri á Molastöðum lagði í hann og segist hann á Facebooksíðu sinni vera þakklátur fyrir að vera enn á nagladekkjunum.
Meira

Ályktun kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi um sjávarútvegsmál

Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi sem kom saman til fundar á Akranesi þann 7. maí sl. sendi frá sér svohljóðandi ályktun um sjálvarútvegsmál:
Meira

Listaskóli fyrir ungt fólk á Norðurlandi vestra

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafa samið við Katie Browne, MFA Writing & Integrated Media, um að kanna möguleika á og koma með tillögur að framkvæmd listaskóla fyrir ungt fólk á Norðurlandi vestra. Markmiðið verkefnisins er að efla þekkingu og færni í listum og skapandi greinum hjá áhugasömum börnum og unglingum í landshlutanum með því að veita þeim tækifæri til að styrkja kunnáttu sína og hæfileika á þessu sviði.
Meira

Lax með mango chutney og bananaís

„Í sama tölublaði og ég lýsti því yfir að ég væri lélegur kokkur fengum við áskorun frá vinafólki okkar Þóreyju Eddu og Gumma að vera næstu matgæðingar í Feyki. Þessar uppskriftir eru tileinkaðar þeim sem eru í sama formi og ég í eldhúsinu þar sem lykilorðið er „einfalt“,“ segir Rakel Runólfsdóttir en hún og Jóhannes Kári Bragason voru matgæðingar vikunnar í 19. tölublaði Feykis árið 2015.
Meira

Ársreikningar Húnaþings vestra samþykktir

Á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra sem haldinn var í gær, 11. maí, var ársreikningur sveitarsjóðs Húnaþings vestra og undirfyrirtækja fyrir árið 2016 tekinn til síðari umræðu og hann samþykktur.
Meira

Sendur á eftir fénu í sláturhúsið

Áskorandpistill Guðmundar Jónssonar á Hvammstanga
Meira

Kuldi áfram á landinu

Íbúar á Norðurlandi vestra hafa sloppið bærilega frá því leiðindaáhlaupi sem gengið hefur yfir landið síðasta sólarhringinn miðað við spár. Á Veðurstofu Íslands segir að áfram verði allhvöss eða hvöss norðaustlæg átt á landinu í dag en stormur suðaustan til. Vegna óveðurs er þjóðvegur nr. 1 lokaður frá Freysnesi að Jökulsárlóni.
Meira