V-Húnavatnssýsla

Flokkur fólksins býður fram í Norðvesturkjördæmi

Nýtt heiðarlegt stjórmálaafl, eins og Flokkur fólksins kynnir sig, mun bjóða fram í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Flokkur fólksins gefur sig út fyrir að berjast af hugsjón fyrir þá sem hafa orðið fyrir ójafnrétti, mismunun, lögleysu og fátækt.
Meira

Einar Sveinbjörnsson með námskeið um Veðurfræði og útivist

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, verður með námskeið um Veðurfræði og útivist í Samstöðusalnum á Þverbraut 1 á Blönduósi miðvikudaginn 26. október kl 18:00 - 22:00. Kennd verða áhrif fjalla og landslags á veður, einkum vinda, úrkomu og skýjafars.
Meira

Stund klámsins

Fyrirlestraröð Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna, Með sunnudagskaffinu, heldur áfram á þessu hausti. Næst mun sagnfræðingurinn Kristín Svava Tómasdóttir halda fyrirlesturinn „Stund klámsins“. Hún vinnur um þessar mundir að bók um sögu kláms á Íslandi, með sérstakri áherslu á 7. og 8. áratug 20. aldar, en fyrirhugað er að bókin komi út árið 2017.
Meira

Hæsta fermetraverðið á Sauðárkróki

Í skýrslu Íslandsbanka um íbúðamarkaðinn, sem Íslandsbanki birti á mánudag, er fjallað um íbúðamarkaðinn í hverjum landhluta. Samkvæmt skýrslunni er íbúðaverð hæst Sveitarfélaginu Skagafirði, en þar hefur fermetraverðið verið að meðaltali 162 þúsund krónur fyrstu níu mánuði þessa árs. Þá eiga nærri 60% af íbúðaviðskiptum í landshlutanum sér stað í sveitarfélaginu.
Meira

Jan og Madeline kvödd með stæl

Þann 14. október s.l. voru haldnir kveðjutónleikar á Sjávarborg á Hvammstanga. Þar voru þau Jan Wölke og Madeline Tsoj kvödd með stæl, en þau dvöldu hér á Íslandi frá vormánuðum og fram í október til þess að vinna að heimildarmynd.
Meira

Ekki heimild til að manna afleysingar

Byggðaráð Húnaþings vestra tók á fundi sínum í síðustu viku undir áhyggju lögreglumanna á landshlutanum af stöðu löggæslumála í umdæminu. Fram kom að samkvæmt upplýsingum frá Pétri Björnssyni, formanni Lögreglufélags Norðurlands vestra, eru framundan námskeið hjá lögreglumönnum sem haldin eru í Reykjavík. Vegna fjárhagsstöðu eru menn settir á námskeiðin á þeim tíma sem þeir eiga að vera að vinna svo ekki þurfi að greiða þeim yfirvinnu. Þar af leiðandi er látið vanta á vaktirnar á meðan.
Meira

Helgarnám í húsgagnasmíði

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra mun bjóða upp á nám í húsasmíði og húsgagnasmíði með vinnu á vorönn 2017, ef næg þátttaka fæst. Námið tekur fjórar annir þar sem kennt er fimm helgar fyrstu þrjár annirnar og sex helgar þá fjórðu. Námið er ætlað nemendum 20 ára og eldri, sem hafa reynslu af byggingavinnu.
Meira

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hjá sýslumanni.

Athygli er vakin á því að í dag, fimmtudaginn 20. október og fimmtudaginn 27. október verður opið til kl. 19:00 á skrifstofum sýslumanns á Sauðárkróki og Blönduósi vegna utan kjörfundar atkvæðagreiðslu í alþingiskosningunum.
Meira

Krefjast viðbótarfjármagns í Vatnsnesveg

Sveitarstjórn Húnaþings vestra fagnar því að í nýsamþykktri samgönguáætlun 2015-2018 sé gert ráð fyrir framkvæmdum við brúarstæði Tjarnarár á Vatnsnesi, enda hafi framkvæmdin verið baráttumál um árabil. Hún sé þó ekki nægileg til að laga ástand vegarins og kemur ekki í veg fyrir hættuástand né styttir hún ferðatíma skólabarna í skóla.
Meira

Lagt til að Samtök stofnfjárhafa í SPHÚN verði lögð niður

Stjórn Samtaka stofnfjárhafa í fyrrum Sparisjóði Húnaþings og Stranda (SSPHUN) hefur sent félagsmönnum sínum bréf þar sem fram kemur tillaga um að leggja samtökin niður. Samtökin hafa ekki verið starfandi í um fjögur ár og ekki líkur á að farið verði af stað í frekari málshöfðun vegna stofnfjáraukningar í SPHÚN.
Meira