V-Húnavatnssýsla

Fræðslufundur með Jóni Jónssyni á Sauðárkróki

Tónlistarmaðurinn og hagfræðingurinn, Jón Jónsson, verður með fræðslufund á morgun, 25. apríl, um fjármál fyrir ungt fólk, í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Jón mun væntanlega fara yfir þessi mikilvægu mál á léttu nótunum en fundurinn hefst kl. 19:30.
Meira

Sunnudagsljóðið

Sunnudagsljóðið heitir Sálarvor og er eftir Gyrði Elíasson.
Meira

Lóuþrælar á Blönduósi

Karlakórinn Lóuþrælar mun stíga á stokk og syngja í Blönduóskirkju nk. mánudag 24. apríl kl. 21:00. Söngstjóri er Daníel Geir Sigurðsson, undirleikur: Elinborg Sigurgeirsdóttir, píanó Ellinore Andersson, fiðla og einsöngvarar Friðrik M. Sigurðsson, Guðmundur Þorbergsson og Skúli Einarsson.
Meira

Feykigott á grillið

Sumardagurinn fyrsti er nú liðinn og góða veðrið rétt handan við hornið. Þá er rétt að rifja upp þrjár uppskriftir að óviðjafnanlegum kryddlegi sem birtust í 16. tölublaði Feykis 2015 og óhætt er að mæla með. Það er ekkert sem jafnast á við góðan grillmat til að gæða sér á á fallegu sumarkvöldi.
Meira

Björgunarsveitir stóðu í ströngu

Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga hafði í nógu að snúast þegar veturinn kvaddi og sumarið heilsaði en á miðvikudagskvöld var hún kölluð út vegna fólks sem var í vandræðum vegna óveðurs á Holtavörðuheiði. Útkallið vatt upp á sig því flutningabíll valt á sama tíma og voru allir viðbragðsaðilar á svæðinu, lögregla, slökkvilið, sjúkrabíll og liðsmenn björgunarsveitanna Heiðari, Blöndu og Strönd komnir á heiðina líka innan skamms.
Meira

Farið yfir lög um gatnagerðargjald

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur skipað starfshóp til að fara yfir lög um gatnagerðargjald en 1. júlí næstkomandi verða liðin 10 ár frá því að lögin gengu í gildi. Á vef ráðuneytisins kemur fram að talið sé tímabært að fara yfir reynsluna af framkvæmd laganna meðal annars með hliðsjón af fyrirliggjandi dómum og úrskurðum.
Meira

Gleðilegt sumar

Feykir óskar landsmönnum öllum gleðilegs sumars með þökk fyrir veturinn.
Meira

Lóuþrælar fagna vori

Karlakórinn Lóuþrælar heldur vortónleika sína í Félagsheimilinu á Hvammstanga í kvöld, síðasta vetrardag, og hefjast tónleikarnir kl. 21:00.
Meira

Öflugt umferðareftirlit skilaði áfallalausri páskahelgi í umferðinni

Lögreglan á Norðurlandi vestra var með öflugt umferðareftirlit um páskahelgina frá miðvikudegi fram á mánudag. Alls voru 134 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu á umræddu tímabili en alls hafa 227 ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur það sem af er aprílmánuði. Sá sem hraðast ók var mældur á 144 km hraða.
Meira

Samgönguáætlun í algeru uppnámi

Sveitarstjórn Húnaþings vestra skorar á stjórnvöld að finna lausn á þeim brýna vanda sem skapast hefur í samgöngumálum á landinu og deilir áhyggjum sínum með byggðaráði sem segir m.a. að ekki sé aðeins um öryggismál að ræða fyrir íbúa og ferðamenn á landinu heldur einnig brýnt byggðamál þar sem langlundargeð íbúa þar sem ástandið er verst sé fyrir löngu þrotið.
Meira