V-Húnavatnssýsla

Orkusalan gefur hleðslustöðvar

Í morgun tilkynnti Orkusalan að fyrirtækið muni gefa öllum sveitarfélögum á landinu hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla. Kostnaður við verkefnið gæti numið ríflega 200 milljónum króna. Með gjöfinni vill fyrirtækið ýta undir rafbílavæðingu í landinu og ýta við fyrirtækjum og stofnunum að setja upp slíkar stöðvar við bílastæði sín.
Meira

Flott dagskrá menningarkvölds

Menningarkvöld NFNV verður haldið á morgun, föstudaginn 7. október. Atburðurinn fer fram í íþróttahúsinu á Sauðárkróki og hefst kl: 20:00 en húsið opnar 19:30.
Meira

Nýtt nám í gestamóttöku og stjórnun við ferðamáladeild

Í tilefni af tuttugu ára starfsafmæli Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum var mánudaginn 3. október haldin afmælisráðstefna undir yfirskriftinni „Menntun framtíðarleiðtoga í ferðaþjónustu“. Þar var tilkynnt að frá og með haustinu 2017 fyrirhugar deildin að bjóða upp á nám til BA gráðu í gestamóttöku og stjórnun (e. hospitality management). Með því er leitast við að mæta þörfum atvinnugreinarinnar fyrir menntað starfsfólk og stjórnendur á þessu sviði. Sem fyrr mun deildin bjóða það nám sem fyrir er þ.e. nám til BA gráðu í ferðamálum með áherslu á náttúru og menningu, diplómur í viðburðastjórnun og ferðamálafræði sem og rannsóknatengt meistaranám í ferðamálafræði.
Meira

Október verður mildur með suðlægum áttum og fremur hlýr

Þriðjudaginn 4. október 2016 komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar. Fundurinn hófst kl. 14:00. Fundarmenn voru 12 talsins. Fundinum lauk kl. 14:20. Fundurinn var óvenju stuttur þar sem félagar voru á einu máli um veðurfar og án nokkurrs vafa um veðurhorfur í mánuðinum. Að venju var farið yfir síðustu verðurspá og almenn ánægja með hversu vel hún hefði gengið eftir.
Meira

Auglýst eftir stuðningsfulltrúa

Við Grunnskóla Húnaþings vestra er laust tímabundið starf stuðningsfulltrúa á unglingastigi en um er að ræða 50-75% starf til 31. maí 2017. Á heimasíðu Húnaþings vestra segir að leitað sé að einstaklingi með skipulagshæfileika, lipurð í mannlegum samskiptum, hæfni til að sýna frumkvæði í starfi og taka þátt í samstarfi.
Meira

Arnar Már Elíasson ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar

Fyrir skömmu var auglýst starf forstöðumanns fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar. Alls bárust 20 umsóknir og hefur Arnar Már Elíasson verið ráðinn í starfið. Á vef Byggðastofnunar segir að Arnar Már hafi mikla reynslu af banka og útlánastarfsemi þar sem hann hafi starfað hjá Íslandsbanka og sem lánastjóri og fyrirtækjafulltrúi hjá SPRON.
Meira

Nýtt endurskinsmerki og tveir nýir bæklingar

Alþjóðlegur ADHD vitundarmánuður er nú nýhafinn en október er lagður undir vitundarvakningu ár hvert. ADHD samtökin taka virkan þátt í átakinu nú líkt og fyrr með margvíslegum hætti. Nýtt endurskinsmerki var kynnt í dgær, tveir nýir fræðslubæklingar voru gefnir út og árlegt málþing samtakanna var kynnt. Málþingið veðrur haldið í lok október og beinist athyglin að föngum og öðrum sem lenda í refsivörslukerfinu.
Meira

Öll börn í 6. og 7. bekk fá afhendar forritanlegar smátölvur

Átak til að efla forritunarkunnáttu íslenskra barna verður kynnt í dag en Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Samtök iðnaðarins, Menntamálastofnun og RÚV hafa tekið höndum saman um verkefnið með það að markmiði að efla forritunarkunnáttu íslenskra barna, auka vitund um mikilvægi forritunar í daglegum störfum, efla rökhugsun og stuðla að auknum áhuga á tækni- og iðngreinum.
Meira

Sala beint frá býli er starfsleyfisskyld

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum og Feykir hefur fjallað um hefur afurðaverð til bænda verið mjög í umræðunni að undanförnu og í því samhengi hafa margir bent á að ef að fram fer sem horfir geti sauðfjárbændur ekki lengur greitt sjálfum sér laun. Margir hafa brugðið á það ráð að bjóða lambakjöt beint frá býli og eru auglýsingar um slíkt áberandi á samfélagsmiðlun.
Meira

Ráðstefnan um búsetuþróun til 2030 tókst vel

Síðast liðinn þriðjudag var haldin ráðstefna undir yfirskriftinni „Búsetuþróun til 2030“ þar sem Karl Friðriksson og Sævar Kristinsson, hjá Framtíðarsetri Íslands, kynntu niðurstöður sviðsmyndagreiningar um búsetuþróun á Íslandi til ársins 2030. Sviðsmyndagreiningin er liður í gerð byggðaáætlunar fyrir árin 2017-2023 sem nú stendur yfir. Ráðstefnan var vel sótt og gagnlegar umræður fóru fram.
Meira