V-Húnavatnssýsla

Norðanátt óskar eftir einhverjum til að taka við vefnum

Þann 14. júní næstkomandi verða tíu ár liðin frá því að Norðanátt.is fór í loftið. Aldís Olga Jóhannesdóttir og Kristín Guðmundsdóttir opnuðu vefmiðilinn eftir að hafa lesið í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá árinu 2004 að þörf væri á að markaðssetja Húnaþing vestra betur og stofna vefsíðu fyrir svæðið. Nú er svo komið að þær vilja afhenda keflið til annarra sem áhuga hafa að halda Norðanáttinni gangandi.
Meira

Opnunartími sundlauga um páskahelgina

Nú styttist í páska og verða þá sjálfsagt margir á faraldsfæti. Sundlaugarnar á svæðinu bregðast við með lengri opnunartíma eins og sjá má hér:
Meira

Ungt fólk veit hvað það vill

Ekki var samráð haft við ungt fólk þegar ákveðið var að gera stórvægilegar breytingar á menntakerfinu, stytta nám til stúdentsprófs um eitt ár og taka í notkun nýtt einkunnakerfi á samræmdum prófum í grunnskólum landsins. Ungt fólk verður fyrir miklum áhrifum af breytingunum. Stytting á námi til stúdentsprófs getur orðið til þess að minni tími gefst til íþrótta- og tómstundaiðkunar. Breytingarnar hafa líka neikvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu ungmenna. Þetta er á meðal þess sem fram kom á ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði sem fram fór á Hótel Laugarbakka í Miðfirði dagana 5.-7. apríl. Yfirskrift ráðstefnunnar var Ekki bara framtíðin – ungt fólk, leiðtogar nútímans.
Meira

Grilluð lúða, grillbrauð og tómatsalat.

Nú styttist í sumarið og grilltíminn nálgast óðum. „Við elskum að grilla og grillum nánast allan mat," sögðu Ingibjörg Skarphéðinsdóttir og Sveinn Brynjar Friðriksson í Varmahlíð sem voru matgæðingar vikunnar í 14. tölublaði Feykis árið 2015. Þau gáfu lesendum uppskrift af grillaðri lúðu, grillbrauði og tómatsalati, sem þau sögðu vera mjög góða uppskrift að góðu grillkvöldi.
Meira

Veiðifélög við Húnaflóa lýsa yfir áhyggjum af sjókvíaeldi

Veiðifé­lög við Húna­flóa lýsa yfir þung­um áhyggj­um af þeirri ógn „sem staf­ar af áætl­un­um um hömlu­laust lax­eldi víða um land í opn­um sjókví­um og mót­mæla harðlega fyr­ir­ætl­un­um um stór­fellt lax­eldi á Vest­fjörðum, Aust­fjörðum og í Eyjaf­irði með ógelt­um norsk­um laxa­stofni, sem er í dag mesta nátt­úru­vá ís­lenskra lax- og sil­unga­stofna og veiðiáa um allt land,“ eins og fram kem­ur í álykt­un sem stjórn­ir Veiðifé­lags Laxár á Ásum, Veiðifé­lags Vatns­dals­ár, Veiðifé­lags Blöndu og Svar­tár, Veiðifé­lags Víðidals­ár og Veiðifé­lags Miðfirðinga sendu frá sér í gær.
Meira

Vera og vatnið í Ásbyrgi um páskana

Grímuverðlaunasýningin Vera og vatnið verður í Ásbyrgi á Laugarbakka laugardaginn 15. apríl kl. 14:00. Vera og vatnið er barnasýning eftir hópinn Bíbí & Blaka um veruna Veru þar sem fylgst er með tilraunum hennar og upplifunum í veðri og vindum. Sýningin, sem er 25 mínútur að lengd, er ætluð börnum á aldrinum eins til sjö ára, og fjölskyldum þeirra. Við sýningartíma bætist leikstund þar sem börnin fá að skoða leikmyndina og hitta veruna Veru.
Meira

Varúð á vegum

Veturinn rankaði nú loks við sér og ákvað að minna á að hann er enn við völd með því að senda okkur smá snjókomu í gær og fyrradag. Því eru vegir nú hálir um allan landshlutann og vissara að fara varlega. Hann hefur verið heppinn, bílsjtórinn á þessum bíl að ekki fór verr en hann lenti utan vegar í grennd við bæinn Gröf í Vestur Húnavatnssýslu.
Meira

Er styrkur í þér? – Seinni úthlutun 2017

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra og Atvinnu- og nýsköpunarsjóður Norðurlands vestra vilja minna á að nú er seinna úthlutunarferlið vegna styrkveitinga úr sjóðunum fyrir árið 2017 í fullum gangi
Meira

Fyrrihluti mánaðar verður rysjóttur

Í gær komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar. Fundurinn hófst kl. 13:50 og voru fundarmenn tólf talsins. Fundinum lauk kl. 14:20. Almenn ánægja var með hvernig til tókst með veðurspá fyrir mars. Öll frávik voru innan skekkjumarka eins og fræðingarnir segja.
Meira

Sauðfjárbændur samþykkja stefnu samtakanna til 2027

Bændur ætla að kolefnisjafna allt íslenskt lambakjöt Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda, sem haldinn var í Bændahöllinni við Hagatorg 30. og 31. mars 2017, hefur samþykkt stefnu samtakanna til ársins 2027. Hún er í tíu liðum og í henni felst meðal annars að kolefnisjafna skuli alla greinina eins fljótt og auðið er. Einnig er stefnt að því að allar afurðir skuli vera rekjanlegar, samtökin sjálf skuli setja sér umhverfisstjórnunarstefnu og svo mætti áfram telja.
Meira