V-Húnavatnssýsla

Skilaréttir hjá Miðfirðingum - Myndir

Nú fara göngum og réttarstörfum senn að ljúka og heimalandasmalanir taka við. Fyrri heimalandasmölun fyrir Mifjarðarrétt fór fram sl. laugardag og skilarétt í gær. Seinni heimalandasmölun á þessu svæði fer fram laugardaginn 15. október og segi menn til fjár er fram kemur þá.
Meira

Lilja Rafney varði forystusæti sitt hjá VG

Á ellefta tímanum í gærkvöld lauk talningu í forvali Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi. Talið var í Leifsbúð í Búðardal en voru 859 atkvæði greidd og þar af reyndust 787 gild. Á kjörskrá voru 1102 og var því kjörsókn 78%.
Meira

Tilbúinn listi Sjálfstæðisflokks í NV-kjördæmi

Sjálfstæðismenn eru búnir að ákveða hvernig listi flokksins í Norðvesturkjördæmi muni líta út við kosningar til Alþingis sem fram fara laugardaginn 29. október nk. Undirrituð hafa samþykkt að taka sæti á framboðslista.
Meira

Forystufé eftir Ásgeir frá Gottorp er komin út

Bókin Forystufé eftir Ásgeir frá Gottorp er nú komin út í annarri útgáfu, með margskonar ítarefni og bókarauka. Bókin er í sama broti og frumútgáfan en 468 síður og prentuð í fjórlit. Bókaútgáfan Sæmundur á Selfossi gefur út.
Meira

Hörður Ríkharðsson á Blönduósi í þriðja sæti Samfylkingar

Á kjördæmisþingi Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi á Grand Hótel um helgina var samþykktur framboðslisti flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Á listanum eru jafn margar konur og karlar.
Meira

Laxveiðitímabilinu að ljúka

Laxveiði í Blöndu er lokið þetta sumarið en alls veiddust 2386 laxar á 14 stangir. Það mun vera ríflega helmingi minni veiði en í fyrr sem þá var metár, samkvæmt Húna.is. Miðfjarðará fór yfir 4000 laxa markið í vikunni en alls hafa veiðst 4195 laxar í ánni sem af er sumri og á enn eftir að bætast við. Síðasta vika gaf 247 laxa á tíu stangir. Víðidalsá fór yfir 1000 laxa markið og er komin í 1053 laxa.
Meira

Árvistarhúsið á Vatnsnes

Árvistarhúsið á Sauðárkróki, eitt víðförulasta hús samtímans, var flutt á nýjan stað í upphafi vikunnar og er nú niðurkomið á Tjörn 2 á Vatnsnesi í Vestur Húnavatnssýslu. Það eru þau Elín Lilja Gunnarsdóttir og Elmar Baldursson sem keyptu húsið af Sveitarfélaginu Skagafirði og létu flytja vestur.
Meira

Rúmar 25 millj. Á Norðurland vestra frá húsfriðunarsjóði

Kvosin á Hofsósi, gamli bærinn á Sauðárkróki, Borðeyri Húnaþingi vestra og gamli bærinn á Blönduósi fengu styrki frá húsafriðunarsjóði sem sérstök verkefni til að vinna að því að undirbúa tillögur að sérstökum verndarsvæðum í byggð. Alls bárust 22 umsóknir frá 19 sveitarfélögum og sóttu sveitarfélögin um tæpar 172 milljónir til verkefnanna.
Meira

Aukin réttindi fatlaðs fólks

„Í dag er upphaf á nýjum tíma, betra Ísland fyrir alla er á teikniborðinu, og við, fatlað fólk höfum nú réttarstöðu sem gefur okkur tækifæri til að vera sýnileg, vera virk í samfélaginu, eiga stærra og betra líf, vera eins og annað fólk, segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Sjálfsbjargar í Skagafirði í aðsendri grein á Feyki.is.
Meira

Gylfi Ólafsson efstur á framboðslista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi

Búið er að birta framboðslista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningar 29. október nk. Gylfi Ólafsson, heilsuhagfræðingur frá Ísafirði leiðir listann en annað sætið skipar Lee Ann Maginnis, verkefnastjóri á Blönduósi og Sturla Rafn Guðmundsson, Garðabæ það þriðja.
Meira