V-Húnavatnssýsla

Nóg að gera hjá atvinnuráðgjöfum

Atvinnuráðgjöf hefur verið í boði á Norðurlandi vestra síðan árið 1982. Það eru sveitarfélögin og byggðastofnun sem kosta starfsemina og hjá SSNV starfa í dag sex atvinnuráðgjafar í 5,5 stöðugildum. Veita þeir ráðgjöf á sviði atvinnuuppbyggingar, nýsköpunar og menningarmála til einstaklinga, fyrirtækja og sveitarfélaga.
Meira

Matarsmiðja hjá BioPol á Skagaströnd

BioPol ehf á Skagaströnd hefur nú auglýst eftir matvælafræðingi til þess að hafa umsjón með matarsmiðju sem mun rísa í tengslum við rannsóknastofu félagsins. Hlutverk matvælafræðingsins verður fyrst og fremst að veita nauðynlega sérfræðiráðgjöf og aðstoða frumvöðla við að þróa vörur sínar í markaðshæft form. Jafnframt mun viðkomandi aðili aðstoða við uppsetningu gæðahandbóka og veita nauðsynlega ráðgjöf er varðar kröfur hins opinbera varðandi matvælaframleiðslu.
Meira

Ársþing SSNV næsta föstudag

24. ársþing SSNV verður haldið á Hótel Mælifelli á Sauðárkróki föstudaginn 21. október nk. Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga og Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis, verða gestir þingsins.
Meira

Orsök fjárdauðans rakin til næringarsnauðra heyja

Matvælastofnun hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu, í tilefni af fréttaflutningi í síðustu viku um að orsök sauðfjárdauðans árið 2015 sé óþekkt:
Meira

Fullskipaður listi Bjartrar framtíðar kynntur

Fyrsta sæti á lista Bjartrar framtíðar í Norðvesturkjördæmi skipar G. Valdimar Valdemarsson, framkvæmdastjóri. Hann tók þátt í að stofna Bjarta framtíð með þá von í brjósti að Björt framtíð gæti unnið öðruvísi. Annað sæti á lista Bjartrar framtíðar í Norðvesturkjördæmi skipar Kristín Sigurgeirsdóttir, skólaritari og MLM nemi og Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir, skólaliði og handverkskona, skipar þriðja sæti en hún leggur áherslu á menntamálin.
Meira

Sveitarstjóri komi slæmu ástandi Vatnsnesvegar á framfæri

Á fundi byggðarráðs Húnaþings vestra sem fram fór þann 11. október var rætt um Vatnsnesveg en á hann hefur verið minnst í fréttum í langan tíma. Hann þykir langur, erfiður og úr sér genginn og hefur umferð aukist með vaxandi ferðammannakomum eða um 40% á ári. Í bókun sem gerð var á fundinum kemur fram að daglegur ferðatími barna með skólabíl um þennan veg hefur lengst um allt að 35 mínútur og hefur þá farið yfir þann tíma sem við er miðað samkvæmt reglum um skólaakstur eða 120 mínútur á dag.
Meira

Hrútadagur í Miðfjarðarhólfi - Myndasyrpa

Sl. mánudag var haldinn hrútadagur fyrir Miðfjarðarhólf á Urriðaá í Miðfirði. Félagsskapurinn Ungur bændur í V-Hún. stóð fyrir viðburðinum og var vel mætt. Að sögn Guðrúnar Skúladóttur á Tannstaðabakka var keppt í þremur flokkum lambhrúta; hvítir hyrndir, mislitir og kollóttir, auk eins gimbraflokks, en það voru svokallaðar skrautgimbrar, eða mislitar gimbrar. Einnig voru lömb boðin til sölu, bæði hrútar og gimbrar. Anna Scheving mætti með myndavélina.
Meira

Húnaþingi vestra var óheimilt að rukka veiðigjald

Sveitarfélaginu Húnaþingi vestra var óheimilt að gera rjúpnaveiði í þjóðlendum innan marka sveitarfélagsins leyfisskylda gegn gjaldi samkvæmt úrskurði forsætisráðuneytisins og kemur því fyllilega til móts við þau sjónarmið sem SKOTVÍS lagði fram í kæru sinni.
Meira

Athugið ég er í framboði

„Mér finnst rétt að skýra fjarveru mína í þætti á Stöð 2 með oddvitum lista sem bjóða fram til Alþingis 2016, í Norðvesturkjördæminu. Ástæðan er einföld - Fréttastofa Stöðvar 2 útilokaði mig frá því að taka þátt í þættinum,“ segir Sigurjón Þórðarson oddviti Dögunar í Norðvestur kjördæmi í aðsendri grein hér á Feyki.is.
Meira

Eldvarnir í brennidepli hjá Húnaþingi vestra

Eldvarnir eru í brennidepli hjá Húnaþingi vestra og starfsfólki þess um þessar mundir. Í samræmi við samkomulag Húnaþings vestra og Eldvarnabandalagsins um eflingu eldvarna fær allt starfsfólk sveitarfélagsins fræðslu um eldvarnir bæði á vinnustað og heima. Fyrir dyrum stendur jafnframt innleiðing eigin eldvarnaeftirlits hjá öllum stofnunum sveitarfélagsins. Þar gegna eldvarnafulltrúar lykilhlutverki. Vaskur hópur karla og kvenna hefur þegar tekið að sér hlutverk eldvarnafulltrúa og hafa Eldvarnabandalagið og Slökkvilið Húnaþings vestra veitt þeim nauðsynlega fræðslu og þjálfun.
Meira