V-Húnavatnssýsla

Framboðslisti Vg samþykktur

Listi Vinstri Grænna í Norðvesturkjördæmi vegna alþingiskosninga 2016 var samþykktur á félagsfundi kjördæmisráðs sem haldinn var í gærkvöldi. Þrjú efstu úr forvalskosningunum halda sætum sínum en Lárus Ástmar Hannesson sem endaði í 4. sæti færist í það 14. og Rúnar Gíslason úr Borgarnesi tekur hans sæti. Rúnar endaði í því sjötta í kosningunum.
Meira

Áætlunarferðir milli Keflavíkurflugvallar og Akureyrar settar á ís

Síðasta beina áætlunarferðin á vegum Gray Line milli Keflavíkurflugvallar og Aureyrar verður farin á morgun, föstudaginn 30. september því ekki verður boðið upp á ferðirnar í vetur. Næstu mánuði verður metið hjá fyrirtækinu hvort grundvöllur finnist fyrir áframhaldandi ferðum næsta sumar.
Meira

Jöfnuð um allt land

Kjördæmisþing Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi hefur sent frá sér ályktun þar sem kemur m.a. fram að allir ættu að eiga rétt á gjaldfrjálsri úrvals heilbrigðisþjónustu óháð búsetu og efnahag. Einnig er vilji til að styrkja landbúnaðinn enn frekar þar sem byggðasjónarmið, gróðurverndarsjónarmið og hagkvæmni fara hvað mest saman.
Meira

N4 heimsótti Perluna á Hvammstanga

Þvottahúsið Perlan á Hvammstanga hefur verið starfrækt um nokkurt skeið en síðstu ár hefur starfsemin tekið talsverðum breytingum. Það sem byrjaði sem aukavinna hjá hjónunum Sigfríði Eggertsdóttur og Guðjóns Valgeirs Guðjínssonar er í dag öflugt fyrirtæki með hátt í tuttugu manns í vinnu þegar best lætur.
Meira

Markaðstorg fyrir kjöt beint frá bónda

Á morgun opnar markaðstorg á netinu sem kallast Kjötborðið þar sem bændur og aðrir kjötframleiðendur geta með einfaldari hætti en áður selt framleiðslu sína beint til neytenda. Vignir Már Lýðsson framkvæmdastjóri Kjötborðsins segir viðbrögðin hafa verið vonum framar en nú þegar hafi hátt í þúsund manns skráð sig á póstlista Kjötborðsins sem áhugasamir kaupendur að kjöti beint frá býli.
Meira

Allir rafiðnaðarnemar fá spjaldtölvur

Fulltrúar frá Rafiðnaðarsambandi Íslands og SART, Samtökum rafverktaka komu færandi hendi í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í gær og færðu nemendum rafiðna við skólann spjaldtölvur að gjöf. Allir nemar í rafiðngreinum á landinu, samtals um 800 manns, fá gefins spjaldtölvur í haust frá samtökunum tveimur fyrir hönd allra atvinnurekenda og launþega í rafiðnaði.
Meira

Tekin verði upp fyrirframgreiðsla námsstyrkja

Allsherjar- og menntamálanefnd hefur nú lokið afgreiðslu á máli um námslán og námsstyrki til annarar umræðu en í meðförum nefndarinnar hefur helst verið lögð til sú breyting að námsaðstoð verði fyrirframgreidd og greidd út mánaðarlega, sæki námsmenn um það.
Meira

Menntun framtíðarleiðtoga í ferðaþjónustu

Ferðamáladeild Háskólans á Hólum hefur boðað til ráðstefnu á Grand Hótel mánudaginn 3. október nk. þar sem umfjöllunarefnið verður menntun á háskólastigi í ferðamálafræði og gestamóttöku. Ráðstefnan er haldin í tilefni af 20 ár afmæli ferðamáladeildarinnar og henni er ætlað að vera innlegg í þá umræðu sem nú stendur yfir um menntun í ferðamálum.
Meira

Rýnt í framtíðarþróun byggðar á Íslandi

Gerð verður tilraun til að spá fyrir um framtíðina á ráðstefnu sem Byggðastofnun og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið standa fyrir á Grand Hótel í Reykjavík í dag kl. 13:00 til 17:00 „Búsetuþróun til 2030“. Bein útsending verður frá ráðstefnunni á Netinu.
Meira

Lambatungur þjóðlenda

Svæðisráð skotveiðimanna á Norðvesturlandi mótmælir ákvörðun Sjálfseignarstofnunar Grímstungu- og Haukagilsheiðar um að leigja út Lambatungur sem sé sannanlega þjóðlenda samkvæmt úrskurði þjóðlendunefndar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá svæðisráðinu og Húni.is greindi frá. Þar segir að það sé mat ráðsins að sjálfseignarstofnunin hafi eingöngu ákvörðunarvald um beitarrétt á svæðinu en ekki fuglaveiðar.
Meira