V-Húnavatnssýsla

Aðalfundur kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi boðar til aðalfundar sunnudaginn 7. maí kl. 12-16 í húsnæði Samfylkingarinnar á Akranesi, Stillholti 16-18. Á aðalfundi verða hefðbundin aðalfundarstörf. Guðjón S. Brjánsson, þingmaður kjördæmisins, og Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ávarpa fundinn og taka þátt í umræðum.
Meira

Ólögleg skotveiði og hraðakstur

Um helgina lagði Lögreglan á Norðurlandi vestra hald á skotvopn manna sem skotið höfðu friðaða fugla ásamt því að gera feng þeirra upptækan en mál mannanna verður tekið fyrir hjá embættinu eftir helgina. Bendir löreglan á það á Facebook síðu sinni að menn ættu að kynna sér upplýsingar um veiðitímabil og friðunartíma fugla sem nálgast má á vef Umhverfisstofnunar http://ust.is/einstaklingar/veidi/veiditimabil/.
Meira

Sunnudagsljóðið

Sunnudagsljóðið er eftir Hannes Pétursson og heitir Bláir eru dalir þínir.
Meira

Kjúklingabringur með ýmsu gúmmelaði og marengsbomba á eftir

„Okkur langar til að deila með ykkur uppskriftum sem sem vekja ávallt kátínu á okkar heimili,“ sögðu þau Halla Gísladóttir og Jón Guðmann Jakobsson frá Blönduósi sem voru sælkerar vikunnar í 17. tölublaði Feykis á því herrans ári 2015.
Meira

Þjóðleikur í Miðgarði og Varmahlíðarskóla

Á morgun, laugardag, verður Þjóðleikur, risastór leikslistarhátíð ungs fóks, haldin í Menningarhúsinu Miðgarði og í Varmahlíðarskóla. Þjóðleikur er leiklistarhátíð ungs fólks sem haldin er annað hvert ár á landsbyggðinni. Það er Þjóðleikhúsið sem hefur frumkvæði að verkefninu í samstarfi við menningarráð, skóla, leikfélög og marga aðra aðila. Þjóðleikur hóf göngu sína á Austurlandi árið 2008-2009 en starfar nú um allt land.
Meira

Lillukórinn 25 ára

Afmælis- og lokatónleikar Lillukórsins verða í Félagsheimilinu á Hvammstanga laugardaginn 29. apríl kl.14:00. Kórinn var stofnaður 1992 að frumkvæði Ingibjargar Pálsdóttur, Lillu, sem þá var tónlistarkennari á Hvammstanga og er nafnið þannig til komið. Stofnfélagar voru 16 konur en fljótt bættist í hópinn og að jafnaði hafa milli 20 og 30 konur úr Húnaþingi vestra starfað með kórnum ár hvert. Í heildina hafa 80 konur tekið þátt í starfi kórsins og enn starfa þrír stofnfélagar með honum.
Meira

Ábyrgðarkeðjan má ekki rofna

Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hefur lagt fram þingsályktunartillögu sem lýtur að því að sett verði lög um keðjuábyrgð, þ.e. ábyrgð verktaka á því að undirverktakar hans standi skil á samningsbundnum launum, greiði opinber gjöld og hagi starfsemi sinni almennt samkvæmt lögum og reglum íslensks vinnumarkaðar.
Meira

Hesthús, reiðskemma og nýtt fjós í Húnaþingi

Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa Húnaþings vestra í gær voru tekin fyrir nokkur erindi m.a. leyfi til að reisa reiðskemmu, fjós og breytta teikningu af hesthúsi. Þá lá fyrir umsókn um að breyta frístundahúsi í íbúðarhús og breyting á þaki bílskúrs.
Meira

„Þarf aðgerðir strax í vegamálunum,“ segir Bjarni Jónsson

Bjarni Jónsson, sem tók sæti sem varamaður á Alþingi í lok mars, beindi fyrirspurnum til samgönguráðherra varðandi fjármuni til viðhalds og uppbyggingar þriggja tengivega á Norðurlandi vestra. Vegirnir sem um ræðir eru Hegranesvegur, Reykjastrandarvegur og Vatnsnesvegur. Nú hefur borist svar frá ráðherra við fyrirspurnum Bjarna sem segir svörin valda miklum vonbrigðum.
Meira

Unnur Valborg Hilmarsdóttir nýr formaður ferðamálaráðs

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála hefur skipað Unni Valborgu Hilmarsdóttur formann ferðamálaráðs og Evu Björk Harðardóttur varaformann ráðsins. Unnur Valborg er oddviti sveitarstjórnar Húnaþings vestra, rekur íbúðagistinguna Sólgarð á Hvammstanga og á og rekur fyrirtækið Aðstoðarmaður ehf.
Meira