V-Húnavatnssýsla

Fundað um riðuveiki

Í tilkynningu frá Þórði Pálssyni, dýraeftirlitsmanni hjá Mast á Norðurlandi vestra, kemur fram að haldinn Haldinn verði kynningarfundur um riðuveiki í Miðgarði Varmahlíð á morgun, miðvikudaginn 12. október. Hefst fundurinn kl. 20:30.
Meira

Kostnaður vegna refa-og minkaveiða 6.6 milljónir

Á fundi landbúnaðarráðs Húnaþings vestra sl. fimmtudag var fjallað um veiðilendur, uppgjör vegna refa- og minkaveiða og eigendastefnu fyrir þjóðlendur. M.a. kom fram að kostnaður sveitarfélagsins vegna refa- og minkaveiða á tímabilinu 1. september 2015-31. Ágúst 2016 hefði numið rúmum 6,6 milljónum króna.
Meira

Fulltrúar flokkanna á fundi um ferðaþjónustuna í Norðvesturkjördæmi

Staða og framtíð ferðaþjónustunnar verða til umræðu á opnum fundi sem Samtök ferðaþjónustunnar halda með fulltrúum flokkanna í Norðvesturkjördæmi fimmtudaginn 13. október næstkomandi.
Meira

Bílveik skólabörn á Vatnsnesi

Á fundi fræðsluráðs Húnaþings vestra sl. miðvikudag var meðal annars rætt um ástand vega í Húnaþingi vestra, sérstaklega Vatnsnesvegar. Foreldrar á Vatnsnesi hafa rætt um að senda börn sín ekki í skólann þar sem ferðatími hefur lengst mikið og börnin að verða bílveik í því ástandi sem verið hefur undanfarnar vikur.
Meira

Leitað að manni við Laugarbakka í nótt

Um klukkan eitt í nótt barst lögreglunni á Sauðárkróki tilkynning um að maður hafi látið sig hverfa úr gleðskap frá Hótel Laugarbakka og rokið út í myrkrið en óttast var um hann þar eð hann varilla klæddur. Á Mbl. segir að manninum hafi sinnast við fólk sem með honum var.
Meira

Lífhagkerfið í Skagafirði - Myndband

Á NordBio ráðstefnunni sem fram fór í Silfurbergi í Hörpu dagana 5.-6. október sl. var frumsýnt myndband framleitt af Skottufilm á Sauðárkróki um lífhagkerfið. Í þessu verkefni var Skagafjörður notaður sem dæmi um sterkt svæði í þeim skilningi. En lífhagkerfi er hagkerfi sem byggir á nýtingu lifandi auðlinda á landi og í sjó þar sem leitast er við að hámarka ávinning án þess að ganga á auðlindirnar.
Meira

Miklar áhyggjur vegna stöðu löggæslumála

Á félagsfundi Lögreglufélags Norðurlands vestra sem haldinn var á fimmtudaginn var samþykkt eftirfarandi ályktun:
Meira

Dr. James Randall í Verinu

Dr. James Randall, formaður framkvæmdanefndar Institute of Island við Háskóla Prince Edward Island í Kanada, verður með fyrirlestur um hátækni frumkvöðlastarf sem sniðin eru að litlum samfélögum.
Meira

Opinn borgarafundur með oddvitum framboða í NV kjördæmi

RÚV mun standa fyrir opnum borgarafundi með oddvitum framboða í NV kjördæmi í Menntaskólinn í Borgarnesi nk. miðvikudagskvöld. Fundurinn verður í beinni útsendingu á rás 2 og munu þau Anna Kristín Jónsdóttir og Valgeir Örn Ragnarsson stýra fundinum.
Meira

Bjóða 224 íslenskum stelpum á aldrinum 8 til 13 ára á forritunarnámskeið

Í tengslum við evrópsku forritunarvikuna Europe Code Week sem fram fer 15.–23. október næstkomandi hefur sjóðurinn Forritarar framtíðarinnar hlotið styrk frá Google til að kveikja áhuga á forritun hjá stelpum.
Meira