V-Húnavatnssýsla

Breyting á reglum um merkingar búfjár

Ný reglugerð hefur tekið gildi um merkingar nautgripa en héðan í frá er skylda að merkja alla kálfa, einnig þá sem slátrað er innan 20 daga, með forprentuðu plötumerki í bæðu eyru. Ekki er lengur leyfilegt að auðkenna þá með númer móður, sem var gefið upp við slátrun. Kálfurinn þarf að vera merktur með viðurkenndu plötumerki áður en hann er fluttur frá búinu í sláturhús.
Meira

Góður gangur í sölu mjólkurafurða

Samkvæmt nýútkomnu yfirliti Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði var sala á fitugrunni 136,1 milljónir lítra síðustu 12 mánuði og mun það vera aukning frá fyrra ári um 3,2%. Síðustu þrjá mánuði (júní-ágúst 2016) nam söluaukningin 4,1% miðað við sama tímabil fyrir ári.
Meira

„Skráningar fara vel af stað“

Námsvísir Farskólans-Miðstöðvar símenntunar á Norðurlandi vestra kom út í síðustu viku. Námsvísinum er dreift á öll heimili á svæðinu og gefur hann yfirlit yfir námskeið Farskólans á haustönn. Að sögn Halldórs B. Gunnlaugssonar verkefnastjóra eru skráningar komnar á fullt og fara vel af stað. „Við viljum hvetja fólk til að skrá sig hið fyrsta svo það missi ekki af, því að það er orðið fullt í sum námskeiðin og önnur að fyllast. Námskeiðin eru fjölbreytt að vanda og að þessu sinni reyndum við að hafa öll námskeið tímasett þannig að fólk geti tekið daginn frá og vonum við að það gefist vel,“ segir Halldór.
Meira

Samningur um Nýsköpunarsjóð á NLV undirritaður á næstunni

Stjórn SSNV fjallaði á stjórnarfundi sl. þriðjudag um samning við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um Nýsköpunarsjóð á Norðurlandi vestra. Stofnun sjóðsins er hluti af tillögum Norðvesturnefndarinnar. Er honum ætlað að styrkja sérstaklega nýsköpunarverkefni sem ungt fólk stendur fyrir.
Meira

Efnilegustu, bestu og markahæstu leikmenn Tindastóls

Lokahóf knattspyrnudeildar Tindastóls var haldið sl. laugardag og óhætt að segja að góðri uppskeru var fagnað. Bæði lið meistaraflokka, kvenna og karla, áttu góðu gengi að fagna. Srákarnir urðu deildarmeistarar 3. deildar með fádæma yfirburðum og stelpurnar unnu sinn riðil í 1. deild einnig með miklum yfirburðum.
Meira

Framsóknarmenn í Austur-Húnavatnssýslu skora á Sigurð Inga

Framsóknarmenn í Austur-Húnavatnssýslu skora á Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra að bjóða sig fram til formennsku í Framsóknarflokknum. Þrjú önnur framsóknarfélög víðs vegar um landið hafa sent frá sér sambærilegar tilkynningar.
Meira

Kjördæmisþing Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi

Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi heldur laugardaginn 24. september nk. á Grand Hótel í Reykjavík, en þar verður gengið frá framboðslista fyrir alþingiskosningar. einnig verður farið yfir hagnýt mál í aðdraganda komandi alþingiskosninga.
Meira

„Það er meðal verkefna minna hér að fyrirtækin á Norðurlandi Vestra vaxi og dafni“

Hjá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV eru sjö starfsmenn í 6,5 stöðugildum, þar af fimm atvinnuráðgjafar. Hlutverk þeirra er meðal annars að liðsinna þeim sem vilja koma upp atvinnurekstri á starfssvæðinu sem nær yfir Húnaþing vestra, Austur-Húnavatnssýslu og Skagafjarðarsýslu. Einn þessara ráðgjafa er Magnús Bjarni Baldursson, sem tók til starfa á Blönduósi sl. vor. Blaðamaður Feykis hitti Magnús á föstudagseftirmiðdegi og spurði hann meðal annars út í starfið, bakgrunnin, áhugamálin og hvernig það er fyrir borgarbarn að flytjast á Blönduós.
Meira

Oddviti Pírata nýbökuð móðir

Eva Pandora Baldursdóttir efsti maður Pírata í Norðvesturkjördæmi og unnusti hennar Daníel Valgeir Stefánsson eignuðust stúlku sl. þriðjudag. Eva Pandora segir að litla daman hafi látið sjá sig eftir nokkuð langan aðdraganda.
Meira

Þungar áhyggjur vegna lækkunar á afurðaverði

Byggðarráð Húnaþings vestra lýsti á fundi sínum á mánudaginn yfir þungum áhyggjum vegna ákvarðana sláturleyfishafa um 8 –12% lækkun á afurðaverði til sauðfjárbænda í yfirstandandi sláturtíð.
Meira