V-Húnavatnssýsla

Ljúffengar tortillur og frönsk eplakaka

Í 13 tölublaði Feykis árið 2015 voru þau Jóhann Sigurjón Jakobsson og Bergþóra Sveinbjörnsdóttir á Blönduósi matgæðingar vikunnar. „Við erum ekki beint stórtæk í eldhúsinu en við grípum stundum í uppskriftir sem eru annaðhvort á netinu eða í bókinni „Læknirinn í eldhúsinu“ sem við fengum að sérstakri gjöf frá Sigurði Ólafssyni, húnvetnskum óðalsbónda í Kjós, hér eru tvær sem eru í sérstöku uppáhaldi hjá okkur,“ segja þau.
Meira

1. apríl senn liðinn og rétt að leiðrétta falsfréttir

Feykir óskar öllum ánægjulegs aprílmánaðar með vorkomu og skemmtilegheitum í vændum. Brugðið var á leik og reynt að kæta fólk sem fór inn á Feyki.is og sagðar nokkrar fréttir sem stóðust ekki sannleiksprófið. Þær eru eftirfarandi:
Meira

Ljóð dagsins

Ljóð dagsins er eftir Andra Snæ Magnason og hljóðar svo:
Meira

Engar gabbfréttir í dag

Feykir hefur ákveðið að feta í fótspor fjölmiðla í Noregi og Svíþjóð, þar á meðal NRK, VG og Aftenposten, sem ætla að sleppa hefðbundnu aprílgabbi í dag. Á Rúv segir að umræðan um falsfréttir hafi haft áhrif á þessa ákvörðun; margir óttast að gabbfréttir muni breiðast út og verða deilt sem sannleika á samfélagsmiðlum. Feykir tekur heilshugar undir þetta og mun ekki birta ósannar fréttir í dag!
Meira

Hreinsun í Húnaþingi - bílana burt

Eitthvað hefur borið á því undanfarið að númerslausar bifreiðar „prýði“ götur og lóðir á Hvammstanga og Laugarbakka. Nú mega eigendur þeirra eiga von á því á næstunni að þeim berist áminning frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra um að þær skuli fjarlægðar fyrir 20. apríl nk.
Meira

Norræn hvalaskoðun á Hólum

Ferðamáladeild Háskólans á Hólum býður alla velkomna heim að Hólum á erindi í fyrirlestrarröðinni Vísindi og Grautur þriðjudaginn 4. apríl nk. klukkan16.00. Þar mun dr. Hin Hoaram-Heemstra, lektor við Viðskiptaháskólann Nord ræða um nýsköpunarreynslu af norrænna hvalaskoðun.
Meira

Þekkir þú þennan bæ

Meðfylgjandi mynd hefur verið til umræðu á Facebook-síðunni, „gamlar ljósmyndir“ og var Feykir beðinn um að athuga hvort lesendur gætu glöggvað sig á henni. Myndin var tekin um 1897 af Johannes Klein, dönskum málara sem var á ferð um Ísland og sögð tekin í Austur-Húnavatnssýslu. Myndin hefur þegar birst á Húna en engar hugmyndir hafa komið frá lesendum um hvar bærinn sé.
Meira

Lóuþrælar í Seltjarnarneskirkju

Karlakórinn Lóuþrælar, úr Húnaþingi vestra, mun heiðra höfuðborgarbúa með nærveru sinni um helgina og syngja vorið í borgina. Í Seltjarnarneskirkju munu kórfélagar þenja raddböndin á tónleikum sem fram fara laugardaginn 8. apríl og hefjast kl. 14:00.
Meira

Kortlagning skapandi greina á Norðurlandi vestra

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) hafa samið við Þuríði Helgu Jónasdóttur, MA í hagnýtri menningarmiðlun, um að gera úttekt á umfangi skapandi greina á Norðurlandi vestra. Markmiðið með verkefninu er að taka saman yfirlit um umfang skapandi greina og menningarlífs á Norðurlandi vestra. Um er að ræða upplýsingar um söfn og setur, sviðslistir, bóka- og skjalasöfn, tónlistarstarfsemi, listamiðstöðvar, húsnæði, gallerí, hönnuði, listamenn og margt fleira.
Meira

Óþolandi þegar fólk tekur sér það bessaleyfi að snerta mann á óviðeigandi hátt

Mikið hefur verið rætt um dónakarla og – kerlingar undanfarið í kjölfarið á því að söngkonan Salka Sól ritaði orðsendingu á Tvitter til manns sem áreitti hana kynferðislega er hún var á leið upp á svið á árshátíð þar sem hún var að skemmta. Margir hafa stigið fram og sagt álíka sögur og m.a. segir söngkonan Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir á fébókarsíðu sinni frá dónaskap og óvirðingu sem bæði karlmenn og konur hafa sýnt henni.
Meira