V-Húnavatnssýsla

Pilturinn er látinn

Pilturinn sem slasaðist alvarlega í umferðarslysi á Holtavörðuheiði sl. laugardag er látinn. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu Lögreglunnar á Vesturlandi. Pilturinn var á átjánda aldursári.
Meira

Veðurklúbburinn Dalbæ spáir í veðurfari aprílmánaðar

Þriðjudaginn 5. apríl 2016 komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar. Fundurinn hófst kl. 14:05. Fundarmenn voru tólf talsins. Fundinum lauk kl. 14:26. Farið var yfir spá fyrir síðasta mánuð, en þá reiknuðu menn með stuttum veðurhvelli, sem gekk eftir þó svo að hans gætti ekki verulega hér.
Meira

Tvö verkefni á Norðurlandi vestra hlutu styrki úr Sprotasjóði

Úthlutað hefur verið úr Sprotasjóði mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir skólaárið 2016-2017. Alls bárust 129 umsóknir til sjóðsins og var heildarupphæð umsókna rúmar 300 milljónir króna. Veittir voru styrkir til 38 verkefna að upphæð rúmlega 60 milljónir króna. Tvö verkefni á Norðurlandi vestra hlutu styrki, annars vegar verkefni á vegum FNV og hins vegar verkefni á vegum Félags- og skólaþjónusta Austur-Húnavatnssýslu og Fræðsluskrifstofa Austur-Húnvetninga.
Meira

Kjördæmisráð Samfylkingarinnar vill kosningar strax

Aðalfundur kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi var haldinn í Landnámssetrinu í Borgarbyggð á laugardaginn. Á fundinum var samþykkt stjórnmálaályktun en í henni segir m.a. að verkefni stjórnmálanna á komandi mánuðum og misserum sé að endurreisa velferðarkerfið, tryggja samfélagslegan arð af auðlindum landsins, og endurvekja traust í samfélaginu eftir áföll í efnahags- og stjórnmálalífi frá efnahagshruninu 2008 og fram á þennan dag.
Meira

Alvarlega slasaður eftir umferðaslys

Pilt­ur á tví­tugs­aldri ligg­ur al­var­lega slasaður á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans í Foss­vogi. Samkvæmt heimildum Mbl.is var hann flutt­ur þangað í morg­un með þyrlu Land­helg­is­gæslu Íslands eft­ir bíl­slys á Holta­vörðuheiði.
Meira

Karlatölt Norðurlands

Karlatölt Norðurlands verður haldið miðvikudagskvöldið 20. apríl nk. í Þytsheimum og hefst kl. 19:00. Keppt verður í þremur flokkum, minna vanir (í keppni), meira vanir (í keppni) og opinn flokkur. Minna vanir keppa í T7 en í hinum tveimur flokkunum verður keppt í T3.
Meira

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Norðurlands vestra í dag

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Norðurlands vestra verður haldinn á Hótel Varmahlíð klukkan 15 í dag. Efni fundarins er venjuleg aðalfundarstörf. Tilgangur samtakanna er að vinna að hagsmunamálum aðila í ferðaþjónustu og samræmingu hennar á Norðurlandi vestra.
Meira

Þórarinn sigurvegari KS Deildarinnar 2016

Sigurvegari KS Deildarinnar 2016 er Þórarinn Eymundsson. Í öðru sæti varð Mette Mannseth og Ísólfur Líndal í því þriðja. Lið Hrímnis sigraði liðakeppnina 2016, eftir frábæra frammistöðu í vetur, eins og segir á fésbókarsíðu deildarinnar.
Meira

Tækifæri í fjárfestingu í atvinnulífinu á Norðurlandi vestra

Kynningarfundur með fjárfestingafélaginu Tækifæri hf. verður haldinn fimmtudaginn 7. apríl næstkomandi klukkan 12 á Kaffi Krók. Boðið verður upp á súpu og brauð.
Meira

Styrkir úr fornminja- og húsafriðunarsjóði til Norðurlands vestra

Úthlutað hefur verið úr húsafriðunarsjóði og fornminjasjóði fyrir árið 2016. Alls fengu 158 verkefni styrk úr húsafriðunarsjóði og 26 verkefni styrk úr fornminjasjóði. Samkvæmt vef Minjastofnunar eru þau verkefni sem fengu styrk einungis hluti þeirra verkefna sem sóttu um en alls bárust 282 umsóknir í húsafriðunarsjóð og 75 umsóknir um styrki í fornminjasjóð.
Meira