V-Húnavatnssýsla

Ráslisti lokakvölds KS-Deildarinnar

Lokakvöld KS-Deildarinnar verður haldið næstkomandi miðvikudagskvöld kl. 19:00 í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki. Keppt verður í tveimur greinum, slaktaumatölti og skeiði. Þórarinn Eymundsson leiðir einstaklingskeppnina fyrir lokakvöldið og lið Draupnis/Þúfur leiðir liðakeppnina.
Meira

Fjólubláaliðið vann Húnvetnsku liðakeppnina

Lokamót Húnvetnsku liðakeppninnar fór fram síðastliðinn föstudag í reiðhöllinni Þytsheimum á Hvammstanga. Það var Fjólubláa liðið sem stóð uppi sem sigurvegari þetta árið en samkvæmt fréttatilkynningu var mjög mjótt á munum.
Meira

Tæpar 70 milljónir í styrki

Föstudaginn 1. apríl sl. úthlutaði Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra styrkjum við athöfn í Félagsheimilinu Ljósheimum, Skagafirði. Styrkirnir eru veittir skv. samningi ríkisins og Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um Sóknaráætlun Norðurlands vestra 2015-2019 og er Uppbyggingarsjóðurinn sá hluti samningsins er snýr að styrkveitingum í ofangreindum málaflokkum.
Meira

Stórkostlegt þrekvirki

Ungmennafélögin Kormákur og Grettir í Húnaþing Vestra settu um páskana upp Rokkóperuna Súperstar. Æfingar hafa staðið yfir síðan í haust og er uppskeran stórkostleg sýning sem um 800 manns sáu. Auglýstar voru fjórar sýningar og var þeirri fimmtu bætt við, enda uppselt á þær allar.
Meira

Bónus opnar verslun við Freyjugötu

Frestur til að senda inn kauptilboð í gamla barnaskólahúsið við Freyjugötu á Sauðárkróki er runninn út og hefur verið farið yfir umsóknir. Besta tilboðið barst frá Hagar Verslanir ehf. sem rekur Bónusverslanir um allt land og er ætlunin að opna nýja verslun í húsinu. „Við höfum ekki opnað nýja verslun um nokkurt skeið og höfum lengi haft augastað á Skagafirði. Þegar við sáum húsnæðið auglýst til sölu stukkum við á tækifærið,“ sagði talsmaður verslunarkeðjunnar í samtali við Feyki.
Meira

„Geri núorðið bara það sem mér þykir skemmtilegt“

Ólafur B. Óskarsson er fæddur í Víðidalstungu í Víðidal vorið 1943, hefur búið þar alla tíð síðan og tók þar við búskap af foreldrum sínum fyrir 44 árum. Hann er kvæntur Brynhildi Gísladóttur og eiga þau þrjár dætur, Ragnheiði, Hallfríði Ósk og Sigríði.
Meira

Styttist í beinar rútuferðir milli Keflavíkurflugvallar og Akureyrar

Beinar áætlunarferðir Gray Line milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar hefjast sunnudaginn 17. apríl næstkomandi. Í apríl og maí verður ekið þrisvar í viku en daglega yfir sumarið fram í miðjan september. Upphaflega var áformað að hefja aksturinn 3. apríl en því þurfti að fresta vegna óvæntra tafa við innleiðingu á nýrri bókunarvél á netinu.
Meira

Tvö verkefni við Háskólann á Hólum hljóta rannsóknarstyrki

Rannís hefur birt yfirlit yfir úthlutun til nýrra rannsóknaverkefna fyrir árið 2016. Alls hlutu 72 verkefni styrki, eða 25% þeirra sem sótt var um fyrir. Á vef Hólaskóla kemur fram að tveir þessara styrkja koma í hlut rannsóknarhópa við Háskólann á Hólum og eru verkefnisstjórar þau Camille Anna-Lisa Leblanc og Stefán Óli Steingrímsson, sérfræðingar við fiskeldis- og fiskalíffræðideild skólans.
Meira

Lokamót Húnvetnsku liðakeppninnar 1. apríl

Lokamót Húnvetnsku liðakeppninnar fer fram í Þytsheimum á Hvammstanga nk. föstudag, þann 1. apríl. Keppt verður í tölt og skeið. „Hvetjum alla til að mæta á lokamótið í ár og hvetja keppendur til dáða, fá sér grillkjöt á flottu verði hjá frábæru konunum í kaffinefndinni og skola því niður með góðu glasi,“ segir á vef hestamannafélagsins Þyts.
Meira

Nýir lyftustólar í setustofu sjúkrahúss HVE á Hvammstanga

Nýlega voru keyptir tveir lyftustólar í setustofu sjúkrahúss HVE á Hvammstanga. Var það gert fyrir ágóðann af opnun kaffihússins Kaffi Kandís á sjúkrahúsinu, sem er gert tvisvar á ári, annars vegar þegar litli jólabasarinn er haldinn í nóvembermánuði og svo hins vegar á vormánuðum samhliða listsýningu sem sýnd er á gangi sjúkrahússins. Hefur þetta verið aðalfjáröflun fyrir félagsstarfið sem fer fram á sjúkrahúsinu, sem er bæði fyrir vistmenn og dagþjónustufólkið. norðanátt.is greinir frá.
Meira