feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
28.09.2016
kl. 15.28
Fulltrúar frá Rafiðnaðarsambandi Íslands og SART, Samtökum rafverktaka komu færandi hendi í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í gær og færðu nemendum rafiðna við skólann spjaldtölvur að gjöf. Allir nemar í rafiðngreinum á landinu, samtals um 800 manns, fá gefins spjaldtölvur í haust frá samtökunum tveimur fyrir hönd allra atvinnurekenda og launþega í rafiðnaði.
Meira