V-Húnavatnssýsla

Kúa- og sauðfjárbændur samþykktu nýja búvörusamninga

Atkvæði hafa verið talin í atkvæðagreiðslu bænda um nýja samninga um starfsskilyrði nautgripa- og sauðfjárræktar en frestur til að greiða atkvæði rann út á miðnætti þriðjudagskvöldið 22. mars. Bændur samþykktu báða samningana.
Meira

Bilun í símkerfi

Símkerfið hjá Feyki og Nýprenti, ásamt fleiri stöðum á Sauðárkróki, liggur niðri eins og er. Verið er að leita orsaka bilunarinnar og það vonandi skýrist von bráðar.
Meira

Stúlka féll af hestbaki

Ung stúlka féll af hest­baki í reiðhöll­inni á Hvammstanga í gær. Samkvæmt heimildum mbl.is var stúlkan flutt á Land­spít­alann með þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar.
Meira

Keppt í gæðingafimi á miðvikudagskvöld - ráslisti KS-Deildarinnar

KS-Deildin heldur áfram nk. miðvikudagskvöld í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki þegar keppt verður í gæðingafimi og hefst keppnin kl. 19:00. „Frábærir hestar eru skráðir og hlökkum við til að sjá sem flesta í höllinni á miðvikudaginn,“ segir í fréttatilkynningu.
Meira

Sara sigraði í kvennatöltinu á Söru frá Stóra-Vatnsskarði

Það var mikið um dýrðir í Reiðhöllinni Svaðastöðum við Sauðárkrók þegar hið árlega mót Kvennatölt Norðurlands var haldið þar á fimmtudaginn. Það var Sara Rut Heimisdóttir sem sigraði í A-úrslitum í opnum flokki á Söru frá Stóra-Vatnsskarði.
Meira

Lóuþrælar í Seltjarnarneskirkju

Karlakórinn Lóuþrælar halda tónleika í Seltjarnarnesskirkju, laugardaginn 2. apríl n.k. kl 14:00
Meira

Föstudagurinn langi: Fljótamót og fleira

Það er nóg um að vera á Norðurlandi vestra um Páskahelgina. Í dag, föstudag, er þar meðal annars að finna Fljótamót í skíðagöngu, guðþjónustur og lestur Passíusálma.
Meira

Skírdagur: Skíði og skemmtilegir viðburðir

Það er nóg um að vera á Norðurlandi vestra um páskahelgina. Í dag, skírdag, er þar meðal annars að finna opnun á skíðasvæðinu í Tindastól, tvær bíósýningar, Norðurhvelsmót í Fifa og guðþjónustur.
Meira

Aðalfundur kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi boðar til aðalfundar laugardaginn 9. apríl kl. 12-17 í Landnámssetrinu í Borgarbyggð.
Meira

Tólf milljónir af 647 til ferðamála á Norðurlandi vestra

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur staðfest tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um úthlutun vorið 2016 en að þessu sinni var sérstaklega horft til að bæta öryggi á ferðamannastöðum. Á vef Atvinnuvegaráðuneytisins kemur fram að alls eru veittir styrkir til 66 verkefna hringinn í kringum landið, þar af voru fjögur á Norðurlandi vestra.
Meira