V-Húnavatnssýsla

Lilja Rafney varði forystusæti sitt hjá VG

Á ellefta tímanum í gærkvöld lauk talningu í forvali Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi. Talið var í Leifsbúð í Búðardal en voru 859 atkvæði greidd og þar af reyndust 787 gild. Á kjörskrá voru 1102 og var því kjörsókn 78%.
Meira

Tilbúinn listi Sjálfstæðisflokks í NV-kjördæmi

Sjálfstæðismenn eru búnir að ákveða hvernig listi flokksins í Norðvesturkjördæmi muni líta út við kosningar til Alþingis sem fram fara laugardaginn 29. október nk. Undirrituð hafa samþykkt að taka sæti á framboðslista.
Meira

Forystufé eftir Ásgeir frá Gottorp er komin út

Bókin Forystufé eftir Ásgeir frá Gottorp er nú komin út í annarri útgáfu, með margskonar ítarefni og bókarauka. Bókin er í sama broti og frumútgáfan en 468 síður og prentuð í fjórlit. Bókaútgáfan Sæmundur á Selfossi gefur út.
Meira

Hörður Ríkharðsson á Blönduósi í þriðja sæti Samfylkingar

Á kjördæmisþingi Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi á Grand Hótel um helgina var samþykktur framboðslisti flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Á listanum eru jafn margar konur og karlar.
Meira

Laxveiðitímabilinu að ljúka

Laxveiði í Blöndu er lokið þetta sumarið en alls veiddust 2386 laxar á 14 stangir. Það mun vera ríflega helmingi minni veiði en í fyrr sem þá var metár, samkvæmt Húna.is. Miðfjarðará fór yfir 4000 laxa markið í vikunni en alls hafa veiðst 4195 laxar í ánni sem af er sumri og á enn eftir að bætast við. Síðasta vika gaf 247 laxa á tíu stangir. Víðidalsá fór yfir 1000 laxa markið og er komin í 1053 laxa.
Meira

Árvistarhúsið á Vatnsnes

Árvistarhúsið á Sauðárkróki, eitt víðförulasta hús samtímans, var flutt á nýjan stað í upphafi vikunnar og er nú niðurkomið á Tjörn 2 á Vatnsnesi í Vestur Húnavatnssýslu. Það eru þau Elín Lilja Gunnarsdóttir og Elmar Baldursson sem keyptu húsið af Sveitarfélaginu Skagafirði og létu flytja vestur.
Meira

Rúmar 25 millj. Á Norðurland vestra frá húsfriðunarsjóði

Kvosin á Hofsósi, gamli bærinn á Sauðárkróki, Borðeyri Húnaþingi vestra og gamli bærinn á Blönduósi fengu styrki frá húsafriðunarsjóði sem sérstök verkefni til að vinna að því að undirbúa tillögur að sérstökum verndarsvæðum í byggð. Alls bárust 22 umsóknir frá 19 sveitarfélögum og sóttu sveitarfélögin um tæpar 172 milljónir til verkefnanna.
Meira

Aukin réttindi fatlaðs fólks

„Í dag er upphaf á nýjum tíma, betra Ísland fyrir alla er á teikniborðinu, og við, fatlað fólk höfum nú réttarstöðu sem gefur okkur tækifæri til að vera sýnileg, vera virk í samfélaginu, eiga stærra og betra líf, vera eins og annað fólk, segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Sjálfsbjargar í Skagafirði í aðsendri grein á Feyki.is.
Meira

Gylfi Ólafsson efstur á framboðslista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi

Búið er að birta framboðslista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningar 29. október nk. Gylfi Ólafsson, heilsuhagfræðingur frá Ísafirði leiðir listann en annað sætið skipar Lee Ann Maginnis, verkefnastjóri á Blönduósi og Sturla Rafn Guðmundsson, Garðabæ það þriðja.
Meira

Breyting á reglum um merkingar búfjár

Ný reglugerð hefur tekið gildi um merkingar nautgripa en héðan í frá er skylda að merkja alla kálfa, einnig þá sem slátrað er innan 20 daga, með forprentuðu plötumerki í bæðu eyru. Ekki er lengur leyfilegt að auðkenna þá með númer móður, sem var gefið upp við slátrun. Kálfurinn þarf að vera merktur með viðurkenndu plötumerki áður en hann er fluttur frá búinu í sláturhús.
Meira