V-Húnavatnssýsla

Óskar og félagar með Óskalagatónleika

Óskar Pétursson, Eyþór Ingi Jónsson og Hjalti Jónsson halda Óskalagatónleika á Akureyri um páskana. Á tónleikunum geta gestir kallað upp sitt óskalag og fengið það flutt. Tónleikarnir fara fram í Akureyrarkirkju laugardaginn 26. mars kl. 20.00.
Meira

Súperstar frumsýnt annað kvöld

Mikil eftirvænting ríkir fyrir frumsýningu söngleiksins Súperstar, í uppfærslu Umf. Grettis og Kormáks, sem fer fram í Félagsheimilinu á Hvammstanga á morgun, miðvikudaginn 23. mars. Er þetta langstærsta sýningin sem sett hefur verið á svið á Hvammstanga fram til þessa.
Meira

Skýlaust brot á lögum um velferð dýra

Matvælastofnun hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna frétta í fjölmiðlum um dráp á kú á Norðvesturlandi um mitt síðastliðið ár. Í Fréttatímanum var greint frá því að bóndi á Norðurlandi hafi verið ákærður fyrir dýraníð í fyrrasumar eftir að hann „brá reipi um hálsinn á ungri kvígu og festi það aftan í jeppabifreið og dró hana liggjandi á eftir bílnum, þannig að hún drapst,“ eins og segir í frétt Fréttatímans.
Meira

Skorað á Auðhumlu að standa við gefin loforð

Deildarfundur Austur- og Vestur-Húnaþingsdeilda Auðhumlu skorar á stjórn Auðhumlu að standa við gefin loforð um að greiða fullt afurðastöðvarverð fyrir alla mjólk út árið 2016 eins og búið er að gefa út. Austur- og Vestur-Húnaþingsdeildar Auðhumlu samþykkti ályktun þess efnis á deildarfundi sem haldinn var á Gauksmýri þann 17. mars síðastliðinn. Húni.is greinir frá.
Meira

Heilbrigðiseftirlitin á Norðurlandi kanna hvað verður um útrunnin matvæli

Á vef Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra er fjallað um könnun, framkvæmd í samstarfi við Heilbrigðiseftirlitið á Norðurlandi eystra, þar sem athugað var hvað verði um matvæli sem seljast ekki í verslunum á Norðurlandi, áður en geymsluþolstími rennur út. Til þess að fá greinagóðar upplýsingar um afdrif matvælanna voru matvöruverslanir á Akureyri, Sauðárkróki og Siglufirði voru heimsóttar, auk þess sem rætt var við nokkra birgja verslana á svæðinu.
Meira

Dálítil rigning eða slydda fram á kvöld

Hæg suðlæg átt er á Ströndum og Norðurlandi vestra, en austan 5-13 á annesjum síðdegis. Dálítil rigning eða slydda fram á kvöld, síðan úrkomulítið. Suðaustan 5-13 og rigning seinni partinn á morgun. Hiti 1 til 7 stig.
Meira

Spilavíti eru „Víti til varnaðar“

Fyrir Alþingi liggur frumvarp um að lögleiða spilavíti eða spilahallir, sem er fínna orð yfir sama hlut. Við í Vinstri hreyfingunni grænu framboði leggjumst alfarið gegn lögleiðingu spilavíta og teljum það auka þann gífurlega vanda sem spilafíkn er og vinna gegn lýðheilsusjónarmiðum. Flutningsmenn frumvarpsins eru þingmenn úr röðum Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og úr Bjartri framtíð.
Meira

Strætó ekur alla páskadagana

Strætó mun aka alla páskadagana. Yfir hátíðisdagana verður ekið samkvæmt hefðbundinni sunnudags áætlun.
Meira

Sauðfjárræktarsamningurinn verstur fyrir jaðarbyggðir

Mikil óánægja er meðal sauðfjárbænda í Húnaþingi vestra, á Ströndum og Vestfjörðum með búvörusamninginn sem nú liggur fyrir til staðfestingar. Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins hefur áætlað með samningnum verði tekjur sauðfjárbænda á Ströndum og í Ísafjarðarsýslum skertar um 20 prósent. RÚV.is greinir frá.
Meira

Hefur aldrei átt né selt kvóta

Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir alþing­ismaður (VG) hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu vegna um­mæla ut­an­rík­is­ráðherra um að hún hafi ekki gert grein fyr­ir hags­mun­um sín­um um kvóta­sölu sína og fjöl­skyld­unn­ar. Í yfirlýsingunni segist Lilja Raf­ney hvorki hún né eig­inmaður­ hennar hafi átt eða selt kvóta.
Meira