V-Húnavatnssýsla

Kvennatölt Norðurlands verður á skírdag

Kvennatölt Norðurlands fer fram 24.mars - skírdag og hefst klukkan 18:00 í Reiðhöllinni Svaðastöðum. Keppt verður í þremur flokkum, Opnum flokki, minna vönum og 17 ára og yngri. Veitt verður einnig verðlaun fyrir flottasta parið og bestu útfærslu á þema, en þemað í ár eru páskarnir/gulir.
Meira

Suðlægar áttir ríkjandi næstu daga

Sunnan 3-8 og bjartviðri er á Ströndum og Norðurlandi vestra en 5-10 og þykknar upp á morgun. Hiti 4 til 10 stig að deginum, en nálægt frostmarki í innsveitum í nótt. Þá eru vegir greiðfærir um mestallt land.
Meira

Kennsla hafin á nýrri slátrarabraut við FNV

Kennsla í slátraraiðn hófst í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra um helgina. Slátrarabrautin er nýjung hjá skólanum en ekki hafa slátrarar verið útskrifast úr skóla hérlendis síðan upp úr 1990 hjá Iðnskólanum í Reykjavík. Að sögn Páls Friðrikssonar, slátrara, kjötiðnaðarmeistara og kennara við brautina, eru nemendurnir átta talsins sem sækja kennslustundir í byrjunaráföngum, þar af eru fimm í staðarnámi og þrír í fjarnámi. Alls eru 18 nemendur skráðir til náms.
Meira

Fjólubláa liðið leiðir Húnvetnsku liðakeppnina

Þriðja keppniskvöld vetrarins í Húnvetnsku liðakeppninni var á föstudagkvöldið. Keppt var í fimmgangi í 1. og 2. flokki, tölti T7 í barna-, unglinga- og 3. flokki og einnig í slaktaumatölti í opnum flokki. „Frábært kvöld og allir kátir,“ segir í frétt á vefsíðu Þyts.
Meira

Háskóladagurinn verður í FNV á föstudaginn

Háskóladagurinn verður í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra þann 18. mars frá kl. 9:45 til 11:15. Allir háskólar landsins kynna námsleiðir sínar, sem eru yfir 500 talsins, og námsráðgjafar verða á staðnum.
Meira

Fermingarblað Feykis aðgengilegt á netinu

Feykir vikunnar er tileinkaður fermingum. Að venju er blaðið stærra í sniðum, fjölbreytt og vandað til útlits þess. Meðal efnis er viðtal við Nönnu Rögnvaldar matreiðslufrömuð og metsöluhöfund þar sem segir frá æskuárum sínum í Skagafirði og talar um matarástina. Fjallað er um söngleikinn Súperstar sem verið er að setja á svið á Hvammstanga og viðtal við Jóhönnu Ey sem hannar og saumar undir J.EY Design.
Meira

Rómantískir kjólar og töff jakkaföt í fermingartískunni

Já, það eru tískustraumar í fermingarfatnaðinum eins og í öllu öðru. Undanfarin ár hefur hann reyndar verið nokkuð svipaður, helstu breytingar hafa verið á sniðum og eitthvað í litum. Mest áberandi eru sætir kjólar á stelpurnar og flott jakkaföt á strákana.
Meira

Húnar aðstoða ferðamenn í vanda

Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga fóru í tvö útköll síðastliðinn mánudag. Fyrra útkallið barst kl. 15:50 þar sem kínverskir ferðamenn óskuðu eftir aðstoð 10 km inni á veg F547 þar sem þeir sáu fastir.
Meira

Óveður er í kringum Blönduós

Suðaustan 13-20 og rigning er á Ströndum og Norðurlandi vestra. Hiti 1 til 6 stig. Snýst í suðvestan 10-18 með éljum síðdegis. Hiti kringum frostmark í kvöld. Mun hægari sunnanátt og þurrt að kalla annað kvöld.
Meira

Glært plast og rykdustarar

Fyrir nokkrum árum var ég ein af þeim sem elskaði að hlaða á sig fylgihlutum og myndi reyndar gera meira af því í dag ef ég væri ekki með nikkel ofnæmi, þá sérstaklega skartið. Reyndar verð ég að viðurkenna að ég hætti alveg að ganga með allar gerðir af fylgihlutum eftir að ég eignaðist börnin mín, meira að segja töskur, því með þessum ungabörnum fylgir svo mikil fyrirferð og dót að ég nennti ekki að burðast með enn meira fyrir sjálfa mig.
Meira