V-Húnavatnssýsla

Kátt á hjalla á kótilettukvöldi

Það var kátt að hjalla á kótilettukvöldi sem haldið var á Hvammstanga um helgina. „Það gekk alveg ljómandi vel, um 280 manns komu sem er nánast húsfyllir,“ sagði Guðmundur Haukur Sigurðsson, formaður Lionsklúbbsins Bjarma, þegar Feykir hafði samband við hann í gær.
Meira

Benjamín Kristinsson nýr safnvörður að Reykjum

Benjamín Kristinsson hefur verið ráðinn safnvörður á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna að Reykjum í Hrútafirði. Starfið var auglýst laust til umsóknar í janúarmánuði og rann umsóknarfresturinn út 15. febrúar sl.
Meira

Húnar aðstoða ferðamenn

Á fésbókarsíðu Björgunarsveitarinnar Húna í Húnaþingi vestra kemur fram að í gær hafi sveitin, í þriðja sinn á viku tímabili, aðstoðað ferðamenn sem lentu í ógöngum á vegi 717. Höfðu fimm Brasilíumenn komið sér í ógöngur er þeir óku út af vegi 717 inn á slóða sem liggur að sumarbústöðum við Vesturhópsvatn.
Meira

Spornað við svartri atvinnustarfsemi

Svört atvinnustarfsemi hefur verið mjög í umræðunni að undanförnu og eru stéttarfélög nú í átaksaðgerðum til að sporna við henni. Slíkt eftirlit hefur raunar verið viðhaft um árabil, en eins og haft var eftir Þórarni G. Sverrissyni, formanni Öldunnar stéttarfélags í Skagafirði, í síðasta tölublaði Feykis er nú verið að „girða sig í brók“ og taka þetta fastari tökum.
Meira

Nýtt útlit farmiða fullorðinna hjá Strætó bs.- Innköllun á eldri farmiðum

Þriðjudaginn 1. mars 2016 tók gildi ný gjaldskrá Strætó bs. Samhliða því fengu farmiðar fullorðinna breytt útlit. Áður voru 9 farmiðar í hverri örk, nú verða 20 farmiðar í örkinni. Jafnframt var gerð breyting á útliti farmiðanna þannig að álfólía er lögð í jaðra miðanna og einnig í merki Strætó, sem er á hverjum miða. Þetta er gert til að auðkenna betur miða sem gilda í vagna Strætó bs.
Meira

Kynningarfundir vegna búvörusamninga

Kynningarfundir vegna búvörusamninga verða haldnir um allt land dagana 7.-11 mars. Á vef Landssambands kúabænda kemur fram að fundirnir á Norðurlandi vestra verða í Víðihlíð í Húnaþingi vestra og að Löngumýri í Skagafirði.
Meira

Um 130 skráningar á Svínavatn 2016

Ísmótið Svínavatn 2016 verður haldið laugardaginn 5. mars og hefst kl. 11. Ísinn er afbragðs góður og vel lítur út með veður og færi. Skráningar eru um 130 og fjöldi þekktra og spennandi hrossa mætir til leiks, eins og fram kemur í fréttatilkynningu um mótið.
Meira

Veðurklúbburinn á Dalbæ spáir stuttum hvelli

Þriðjudaginn 1. mars 2016 komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar. Fundurinn hófst kl. 13:55. Fundarmenn voru 13 talsins. Fundinum lauk kl. 14:20.
Meira

Hefur þú séð Bjarna Frey?

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Bjarna Frey Þórhallssyni, 20 ára, en ekkert hefur spurst til hans síðan að morgni þriðjudags. Síðast er vitað um ferðir Bjarna Freys, á bifreiðinni UK-514 sem er Toyota Corolla, dökkrauð að lit og árgerð 2005, á Kjalarnesi á leiðinni norður síðastliðinn þriðjudag klukkan 9:30 að morgni.
Meira

„Enn og aftur var farið að aðstoða erlenda ferðamenn“

Björgunarsveitarmenn í Húnum á Hvammstanga komu kínverskum ferðamönnum til aðstoðar í gær að þessu sinni á vegi 717 við Borgarvirki. Samkvæmt Facebook-síðu Húna er þetta í annað sinn í þessari viku sem þeir koma erlendum ferðamönnum til aðstoðar á þessum vegi.
Meira