V-Húnavatnssýsla

Bjart yfir Norðurlandi vestra í dag

Austan 3-8 og bjart veður er á Ströndum og Norðurlandi vestra, frost 0 til 10 stig. Vegir eru að mestu auðir á láglendi en hálkublettir á fjallvegum.
Meira

Hagnaðinn til neytenda

Þessa dagana heyrum við fréttir af gríðarlegum hagnaði viðskiptabankanna þriggja, þ.e. Landsbankans, Íslandsbanka og Arion banka. Samanlagt tóku þeir inn 80 milljarða króna hagnað á síðasta ári og er hagnaður þeirra þriggja frá hruni 370 milljarðar. Þessi hagnaður kemur á sama tíma og þessir sömu viðskiptabankar hafa verið að bæta við þjónustugjöldum og í mörgum tilfellum að hækka þau þjónustugjöld sem fyrir voru. Má þar meðal annars nefna úttektargjald, hraðbankagjald, svargjald bankaþjónustu, greiðslugjald, kortagjald og svona er hægt að telja áfram. Þessir gjaldaliðir eru um 30 talsins.
Meira

Viljayfirlýsing um rannsóknir á Landsmóti hestamanna 2016 sem viðburði

Landsmót hestamanna ehf. og Ferðamáladeild Háskólans á Hólum hafa staðfest með undirritun viljayfirlýsingar, sameiginlegan vilja til að fram fari rannsóknir á Landsmóti hestamanna 2016 sem heildstæðum viðburði.
Meira

Salbjörg Ragna lék sinn fyrsta A-landsleik

Salbjörn Ragna Sævarsdóttir körfuboltakona frá Borðeyri við Hrútafjörð lék í síðustu viku sinn fyrsta A-landsleik með íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta. Leikurinn var gegn Ungverjum í undankeppni EM 2017. Salbjörg, sem spilar með Hamri, var eini nýliðinn í þessum leik.
Meira

Bændur og vinnuhjú í Miðfirði á 19. öld

Í dag klukkan tvö heldur fyrirlestraröðin „Með sunnudagskaffinu“ áfram á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum í Hrútafirði. Dr. Vilhelm Vilhelmsson heldur fyrirlesturinn „Bændur og vinnuhjú í Miðfirði á 19.öld“.
Meira

Fannst heill á húfi eftir að hafa velt sleða ofan í læk

Í gær voru allar björgunarsveitir á Norðurlandi vestra kallaðar út vegna leitar að manni sem saknað var á í Vesturárdal í Miðfirði. Sá sem leitað var af er bóndi á svæðinu en hann hafði farið frá heimili sínu á vélsleða eftir hádegi í gær. Frá þessu var m.a. greint á vefnum mbl.is.
Meira

Óskað eftir tilnefningum til Kuðungsins 2015

Úthlutunarnefnd á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnun, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári, er þess verðug að hljóta umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn fyrir árið 2015.
Meira

Safnað fyrir ómtæki með kótilettukvöldi

Söfnun fyrir nýju ómtæki á Heilsugæsluna á Hvammstanga fer fram í Félagsheimilinu á Hvammstanga laugardagskvöldið 5. mars 2016. Um er að ræða kótilettukvöld með skemmtilegri og fjölbreyttri dagskrá. Húsið opnar kl. 19:30 og dagskrá hefst kl. 20:00.
Meira

Allt að 62% vinnuafls starfar hjá Framúrskarandi fyrirtækjum

Eins og sagt var frá í 6. tölublaði Feykis, fyrr í þessum mánuði, eru tólf fyrirtæki á Norðurlandi vestra á lista yfir þau 682 fyrirtæki landsins af tæplega 35.842 sem skráð eru í hlutafélagaskrá. Stóðust þau fyrirtæki styrkleikamat Creditinfo og teljast því vera Framúrskarandi fyrirtæki 2015.
Meira

Dýrbítar drápu kindur á Sporði

Tveir hundar, tík og stálpaður hvolpur, drápu tvær kindur og særðu þá þriðju á bænum Sporði í Línaakradal í Húnaþingi vestra um miðjan dag sl. þriðjudag. Að sögn Þorbjörns Ágústssonar, bónda á Sporði, þurfti að aflífa þriðju kindinni sem var illa bitin.
Meira