A-Húnavatnssýsla

„Myrkrið nálgast“ í Hillebrandtshúsinu á Blönduósi

Nú fer að verða síðasti séns að sjá listasýninguna „Myrkrið nálgast“ í Hillebrandtshúsi, gamla bænum á Blönduósi.
Meira

Hjartsláttur sjávarbyggðanna | Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Strandveiðar eru ekki bara kjölfesta í mörgum sjávarbyggðum heldur líka mikil menningarverðmæti sem ber að stórefla fyrir atvinnuöryggi og möguleika komandi kynslóða til að stunda sjósókn á eigin forsendum án þess að gerast leiguliðar stórútgerðarinnar sem hefur yfir að ráða milli 80 til 90% allra aflaheimilda í dag.
Meira

Skorað á sveitarstjórnarfólk að vanda orðræðu um kennara og skólastarf

Áskorun var send til sveitastjóra á Norðurlandi vestra frá fulltrúm kennara og stjórnenda þar sem skorað er á sveitarstjórnarfólk að vanda orðræðu sína um kennara og skólastarf, jafnt á opinberum vettvangi sem annars staðar, og leggi sig inn í skólamál og starfsumhverfi skólanna. 
Meira

Uppsögn á samningi við SÍ og Heilbrigðisráðuneytið vegna reksturs Sæborgar á Skagaströnd

Stjórn Félags- og skólaþjónustu A-Hún fundaði þann 29. október síðastliðinn og tók þar ákvörðun um að segja upp samningi byggðasamlagsins við Sjúkratryggingar Íslands og Heilbrigðisráðuneytið vegna reksturs Hjúkrunarheimilisins Sæborgar á Skagaströnd. Í frétt á vef Skagastrandar segir að ákvörðunin sé tekin að vel ígrunduðu máli enda ekki forsvaranlegt að sveitarfélögin sem að rekstrinum standa haldi áfram að greiða tugi milljóna með rekstrinum árlega þegar verkefnið er ekki á ábyrgð sveitarfélaga lögum samkvæmt.
Meira

Söfnun á lífrænum úrgangi frá landbúnaði | Einar E. Einarsson skrifar

Mig langar að setja á blað nokkur orð um þá þjónustu sem er í boði í Skagafirði á söfnun sjálfdauðra dýra frá búrekstri til að útskýra hvaða sjónarmið liggja að baki núverandi fyrirkomulagi og áformum um breytingar á því.
Meira

Hegðaði sér eins og einræðisherra | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

„Ég vissi að ég gæti aldrei unnið þjóðaratkvæði hér í Þýzkalandi. Við hefðum tapað sérhverri atkvæðagreiðslu um evruna. Það er alveg ljóst,“ sagði Helmut Kohl, fyrrverandi kanzlari Þýzkalands, í samtali við þýzka blaðamanninn Jens Peter Paul árið 2002. Viðtalið er að finna í doktorsritgerð Pauls sem gerð var opinber um áratug síðar en Kohl gegndi kanzlaraembættinu þegar grunnur var lagður að Evrópusambandinu eins og við þekkjum það í dag og evrusvæðinu með Maastricht-sáttmálanum á tíunda áratug síðustu aldar.
Meira

Er sumarið loksins komið?

Um síðustu helgi var skipt úr sumri yfir í vetur á almanakinu. Ríkjandi veðurguð virðist hins vegar hafa nokkuð gaman að því að fikta í styllingum, eins og barn sem fær að sitja frammí í fyrsta skipti, þannig að eftir frekar kalda viku er nú skipt yfir í sunnanátt og rigningu – í það minnsta í dag og reyndar gerir Veðurstofan ráð fyrir sæmilegasta hita út vikuna miðað við árstíma.
Meira

Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl

Rétt í þessu kom tilkynning á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra þess efnis að Þverárfjallsvegur (73) væri  lokaður vegna eldsvoða í bíl. Unnið er að slökkvistarfi og rannsókn á vettvangi. Óvíst er hvenær vegurinn opnar aftur.
Meira

Syndum saman í kringum Ísland

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1.-30. nóvember 2024. Til þess að taka þátt þarf að skrá sig inn á www.syndum.is og fara í Mínar skráningar. Einfalt er að velja sér notendanafn og lykilorð og skrá synta metra. Þeir sem eiga notendanafn úr Lífshlaupinu eða Hjólað í vinnuna geta notað það til að skrá sig inn.
Meira

Stefnir í hræðilegt Halloween-ball í Höfðaborg í kvöld

Það stefnir í mikið ball á Hofsósi í kvöld fyrir 8. - 10. bekk í Skagafirði. „Halloweenballið verður haldið á Hofsósi á aðal partý staðnum, Höfðaborg Það er búist við töluverðum fjölda eða um 150 krökkum. Unglingar frá Fjallabyggð, Blönduósi og Skagaströnd ætla að koma og skemmta sér með okkur,“ segir Konráð Freyr Sigurðsson hjá Húsi frítímans.
Meira