A-Húnavatnssýsla

Ekkert flug milli Akureyrar og Amsterdam í vetur

Ekkert verður af fyrirhuguðum flugferðum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel í vetur. Áætlun gerði ráð fyrir 10 flugferðum frá Amsterdam til Akureyrar í febrúar og mars 2021, en vegna heimsfaraldurs Covid-19 munu þær falla niður.
Meira

Ólöglegt varnarefni í 5-kornablöndu

Matvælastofnun varar við neyslu á tveimur framleiðslulotum af 5-kornablöndu frá Svansö sem Kaupfélag Skagfirðinga flytur inn. Varnarefnið etýlen oxíð greindist í vörunni sem er ekki leyfilegt til notkunar í matvæli. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna af markaði með aðstoð Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra.
Meira

Styrkir til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða

Styrkir hafa verið veittir úr stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024 til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða. Tvö verkefni á Norðurlandi vestra hljóta styrk á árinu 2021. Þetta kemur fram á vef Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Meira

Hraðallinn Hugsum hærra fyrir fyrirtæki í rekstri

Ráðgjafafyrirtækið Senza, Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, og Vestfjarðarstofa standa fyrir hraðlinum Hugsum hærra fyrir fyrirtæki á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Í hraðlinum fá starfandi fyrirtæki sem vilja hugsa hærra aðstoð við að vinna fjárfestakynningar, móta stefnu og ramma inn viðskiptaáætlun. Sérstök áhersla er lögð á að styrkja fyrirtæki í gerð umsókna í nýsköpunarsjóði.
Meira

Umferð á Norðurlandi dróst saman um 40% milli ára

COVID-19 og meðfylgjandi takmarkanir hafa alls konar áhrif og breytingar í för með sér. Talsverð áhersla hefur t.a.m. verið lögð á að fólk stilli ferðalögum í hóf og þess ber augljóslega merki þegar umferðartölur eru skoðaðar. Þrátt fyrir ágætis ferðaveður í nóvember reyndist umferðin um Hringveginn 21,5% minni en fyrir ári en mestur varð samdrátturinn á Norðurlandi, eða tæplega 40%.
Meira

Tilslakanir á sóttvarnaráðstöfunum frá fimmtudegi

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti fyrir stundu um breytingar á sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi næstkomandi fimmtudag og munu gilda í rúmar fjórar vikur eða til 12. janúar. Áfram verða tíu manna fjöldatakmörk víðast hvar, þó með nokkrum undantekningum.
Meira

Strandir 1918 - Ferðalag til fortíðar

Út er komin bókin Strandir 1918: Ferðalag til fortíðar en það eru Sauðfjársetur á Ströndum og Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Ströndum - Þjóðfræðistofa sem gefa hana út. Ritstjóri er Dagrún Ósk Jónsdóttir, þjóðfræðingur, en hún er einnig höfundur greinar í bókinni.
Meira

Nýtt litakóðunarkerfi kynnt

Nýtt litakóðunarkerfi vegna Covid-19 var kynnt á fundi almannavarna og Embættis landlæknis í morgun. Nýja kerfið tók gildi í morgun og er það byggt á litum líkt og veðurviðvörunarkerfi Veðurstofunnar. Kerfið gerir ekki ráð fyrir að sam­komutak­mörk verði rýmkuð meira en í 100 manns meðan á far­aldr­in­um stend­ur og einnig er tveggja metra reglan í gildi inn­an allra litakóða. Um er að ræða fjóra flokka: gráan, gulan, appelsínugulan og rauðan, og er rautt ástand í gildi á landinu þessa dagana.
Meira

Varaafl bætt víða um land

Varaafl hefur verið bætt á 68 fjarskiptastöðum um land allt í fyrri áfanga við umfangsmiklar endurbætur á fjarskiptastöðum. Tilgangurinn er að efla rekstraröryggi í fjarskiptum eftir mikil óveður sem gengu yfir landið í desember 2019. Settar hafa verið upp 32 nýjar fastar vararafstöðvar, rafgeymum bætt við á tíu lykilskiptistöðvum fjarskipta, tenglar fyrir færanlegar rafstöðvar settir upp á 26 stöðum, ljósleiðaratengingum fjölgað og ýmsar endurbætur gerðar á öðrum stöðum.
Meira

Nám er tækifæri

Kófið hefur mikil áhrif á skólastarf í landinu. Á Bifröst hefur skólalífið verið í nokkuð föstum skorðum enda byggir skólinn á fjarnámi og allt frá fyrsta degi má segja að hann hafi verið Kóvíd klár. Þó þurfti að fresta námskeiðinu Mætti kvenna sem notið hefur mikilla vinsælda síðustu ár.
Meira