A-Húnavatnssýsla

Metár í sjúkraflutningum hjá Brunavörnum Skagafjarðar

Á Facebook-síðu Brunavarna Skagafjarðar voru settir fram nokkrir tölfræðimolar á stafinu og segir að sjúkraflutningar í umdæminu hafi verið 485 talsins, sem er mesti fjöldi sjúkraflutninga á einu ári hjá Brunavörnum Skagafjarðar frá því mælingar hófust. Stærsti mánuður ársins var janúar, en í honum voru 55 sjúkraflutningar. Flestir sjúkraflutningar eru frekar tímafrekir því í tæplega 57% tilfella var farið með sjúkling á Sjúkrahúsið á Akureyri.
Meira

FoodSmart Nordic á Blönduósi valið á Fjárfestahátíð Norðanáttar

Á vef SSNV segir að átta fyrirtæki hafa verið valin til þátttöku á Fjárfestahátíð Norðanáttar sem fer fram á Siglufirði þann 20. mars næstkomandi og var eitt fyrirtæki frá Norðurlandi vestra í hópnum en það er FoodSmart Nordic á Blönduósi. Er þessi hátíð góður vettvangur fyrir frumkvöðla og fyrirtæki sem leita eftir fjármagni og eru tilbúnir að fá fjárfesta að borðinu.
Meira

Tökum samtalið og kveikjum neistann

Fræðslunefnd Skagafjarðar bókaði á fundi sínum í gær, miðvikudaginn 14. febrúar, að skipa tvo vinnuhópa sem snúa að starfsemi leik- og grunnskóla í Skagafirði og að skipuleggja kynningu á verkefninu Kveikjum neistann. Með þessari grein viljum við kynna forsendur nánar fyrir íbúum.
Meira

Vantar nákvæmari áætlanir kostnaðar og framkvæmdatíma

Lagt hefur verið fram erindi á fundum hjá Byggaðráði Skagafjarðar, Sveitastjórn Húnabyggðar og Sveitastjórn Skagastrandar frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, dags. 14. desember 2023, þar sem fram kemur að mennta- og barnamálaráðuneytið hefur óskað eftir því að samtökin taki að sér að samræma sjónarmið sveitarfélaga til samningsdraga vegna stækkunar verknámshúss Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
Meira

Óánægja með reglugerðardrög matvælaráðherra

Félag sauðfjárbænda í Austur-Húnavatnssýslu gerir athugasemdir við drög matvælaráðherra að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu sem kynnt var í samráðsgátt stjórnvalda í síðasta mánuði. 
Meira

SSNV andvígt kvótasetningu á grásleppu

Á heimasíðunni smabatar.is segir að Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) hafi fjallað um frumvarp að breyttri veiðistýringu á grásleppu á fundi sínum þann 6. febrúar sl. Samþykkt var að hvetja meirihluta atvinnuveganefndar alþingis til að falla frá frumvarpinu.
Meira

Þyrlusveit landhelgisgæslunnar í 31 útkall á Norðurlandi í fyrra

Á heimasíðu Landhelgisgæslunnar segir að metfjöldi útkalla hafi verið hjá flugdeildinni árið 2023.  Alls hafi hún verið kölluð 314 sinnum út, bæði á þyrlum og flugvél, sem er fimmtán útköllum meira en árið 2022. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út 303 sinnum og áhöfnin á TF-SIF í 11 sinnum. 115 útköll voru á fyrsta forgangi, 136 á öðrum forgangi, 51 útkall var á þriðja og 12 á fjórða.
Meira

Uppbygging hraðhleðslustöðvar á Blönduósi

Í fréttatilkynningu frá Teslu og N1 segir að þessi tvö fyrirtæki hafi undirritað rammasamning sem felur í sér áform um uppbyggingu hraðhleðslustöðva við þjónustustöðvar N1 víðs vegar um landið. Markmið N1 með samningsgerðinni er að auka verulega þjónustu við notendur rafbíla og byggja upp víðfeðmt net hraðhleðslustöðva á næstu tveimur árum samhliða uppbyggingu Tesla.
Meira

Það er LEIKDAGUR í dag í Síkinu!

Stólarnir mæta Njarðvík í Síkinu í kvöld kl. 19:15 en dagskráin byrjar samt sem áður kl. 17:00 á Sauðá. Pavel mætir þangað í stutt spjall kl. 17:45 en grillskúrinn byrjar að dæla frá sér hömmurum kl. 18:15. Það er því um að gera að bjóða fjöllunni út af borða í Síkið hvort sem þú ætlar á leikinn eða ekki. Aldrei að vita nema það verði boðið upp á hina geisivinsælu Pavel sósu, sem mér finnst að Kaupfélagið ætti að byrja að fjöldaframleiða. Nú er bara að styðja strákana til sigurs. ÁFRAM TINDASTÓLL!
Meira

Mikill fjöldi svikasímtala erlendis frá sl. daga

Undanfarna sólarhringa hafa þúsundir svikasímtala borist til símnotenda hér landi frá erlendum símanúmerum og sendi Fjarskiptastofa frá sér tilkynningu hvað varðar þetta efni og segir að símanúmerin sem birtast á símum notenda bera með sér að þau komi frá Lúxemborg og Sri Lanka. Númerin sem um ræðir byrja á +352 og +94. Þar sem hér er um svikasímtöl að ræða, framkvæmd með upphringivélum, geta símanúmerin verið skálduð og algjörlega ótengd þessum löndum.
Meira