A-Húnavatnssýsla

SSNV leitar að hugmyndum tengdum vetrarævintýraferðamennsku

Á vef SSNV kemur fram að eitt af áhersluverkefnum þeirra sé að efla viðburði í landshlutanum sem styðja við aukna ævintýraferðamennsku. Þetta er hluti af Sóknaráætlun landshlutans, sem hefur það að markmiði að virkja krafta samfélagsins og skapa ný tækifæri fyrir bæði heimamenn og gesti
Meira

Valskonur létu sverfa til stáls á Hlíðarenda

Stólastúlkur skutust suður á Hlíðarenda í dag þar sem þær mættu Valskonum í Bestu deildinni. Okkar stelpur hefðu nú helst þurft að næla í stig til að styrkja stöðu sína í fallbaráttunni en eftir fjörugan fyrri hálfleik þar sem staðan var 2-2 að honum loknum tók Fanndís Friðriks yfir leikinn og skilaði heimaliðinu þremur stigum í 6-2 sigri.
Meira

Húnvetnskt sláturfé fer að mestu á Hvammstanga og Sauðárkrók

Húnahornið segir frá því að í fyrsta sinn í meira en hundrað ár er sauðfé ekki slátrað í sláturhúsi á Blönduósi þetta haustið. Í fyrra var um 70 þúsund fjár slátrað á Blönduósi en nú fer flest féð á Hvammstanga eða Sauðárkrók til slátrunar. Í Bændablaðinu er haft eftir Einari Kára Magnússyni, aðstoðarsláturhússtjóra Kaupfélags Skagfirðinga að um 80% af sláturfénu frá Blönduósi fari til sláturhúsanna á Hvammstanga og Sauðárkróki.
Meira

Alltaf eitthvað að hagræða fermetrum

Við tókum tal af Halldóri Skagfjörð Jónssyni bónda á Fagranesi í Langadal. Halldór býr ásamt konunni sinni Söru Líf Stefánsdóttur en saman eiga þau börnin, Rebekku Lárey 11 ára, Stefán Brynjar, 3 ára, og Halldór Björgvin, 6 mánaða. Halldór starfar meðfram búskapnum sem rúningsmaður og smíðaverktaki og Sara er í fæðingarorlofi.
Meira

Lið Kormáks/Hvatar endaði í fjórða sæti 2. deildar

Síðasta umferðin í 2. deildinni í knattspyrnu fór fram í dag og héldu Húnvetningur austur og land og mættu botnliði Hattar/Hugins á Fellavelli. Lið heimamanna var þegar fallið niður í 3. deild og gestirnir sigldu lygnan sjó í efri hluta deildarinnar og því ekki mikið undir. En fyrst menn eru að renna þessa leið austur í rigningu og roki þá er kannski bara best að spýta í lófana og hirða stigin sem í boði eru og það gerði lið Kormáks/Hvatar. Lokatölur 2-4.
Meira

Kjúklingasalat og rabarbarapæ | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 20 var Helena Mara Velemir sem er búsett á Skagaströnd og starfar sem matreiðslumaður á Harbour restaurant & bar. Helena býr með honum Elvari Geir Ágústssyni sem starfar sem háseti á Þerney. „Við erum bæði fædd og uppalin á Skagaströnd. Saman eigum við hundinn Mola og síðan á ég á eina dóttir fyrir hana Láreyju Maru.“
Meira

Það var gott að alast upp í Svartárdal

Óskar Eyvindur Óskarsson er fæddur og uppalinn á Steiná 2 í Svartárdal, sonur hjónanna Herdísar og Óskars og næst yngstur fimm systkina. Óskar býr ásamt konu sinni Kristínu Birnu og börnum þeirra Sveinbirni Óskari og Helenu Kristínu í sambýli við foreldra Óskars. Feykir setti sig í samband við Óskar yngri bóndann á Steiná 2 og spjallaði um lífið í dalnum.
Meira

Áætluð eyðsla 1,2 milljarður á ferðalagi um Norðurland

Ferðamenn sem komu með easyJet til Akureyrar veturinn 2023-2024 eyddu 493 milljón krónum á ferðalögum um Norðurland, samkvæmt skýrslu sem var birt á vef Ferðamálastofu í gær. Miðað við sömu forsendur og voru notaðar í skýrslunni, má áætla að veturinn 2024-2025 hafi heildareyðslan verið ríflega 1200 milljónir króna.
Meira

Staðfestir eldislaxar í fjórum húnvetnskum laxveiðiám

Á vef Húna segir að í sameiginlegri tilkynningu frá Matvælastofnunar, Fiskistofu og Hafrannsóknastofnunar, um stöðu upprunagreininga laxa sem veiðst hafa nú í sumar, kemur fram að búið er að taka sýni og senda til erfðagreiningar sýni úr 30 löxum. Af þeim eru tíu fiskar staðfestir eldislaxar og því 20 sem reyndust villtir. Eldislaxarnir veiddust í Hrútafjarðará, Miðfjarðará, Vatnsdalsá, Blöndu, Reykjadalsá í Borgarfirði og Haukadalsá. Sýni úr þremur löxum eru í erfðagreiningu.
Meira

Það hleypur á hleðslusnærið hjá Skagstrendingum

Á vef Skagastrandar er sagt frá því að af hleðslustöðvarmálum í sveitarfélaginu séu góðar fréttir en það styttist í að uppsetning á hraðhleðslustöð verði klár. Um er að ræða 150 kW Alpitronic hraðhleðslustöð opna almenningi með tveimur CCS2 tengjum. Hægt verður að hlaða tvo rafbíla samtímis. Stöðin verður staðsett á lóð Olís við Oddagötu 2. Hraðhleðslustöðina má finna í Ísorku appinu og verður aðgengileg með hleðslulykli Ísorku og með Ísorku appinu.
Meira