A-Húnavatnssýsla

Kvennafrídagur 24. okt. 2025 | Sigríður Garðarsdóttir skrifar

Í gær, föstudaginn 24. október 2025, voru konur og kvár hvött til að leggja niður launuð sem ólaunuð störf allan daginn eins og konur gerðu fyrst á kvennaári Sameinuðu þjóðanna árið 1975. Það var sögulegur viðburður á alheimsvísu enda lögðu 90% kvenna á Íslandi niður vinnu þann dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið.Talið er að um 50 þúsund manns hafi mætt á Austurvöll í gær til að krefjast jafnréttis og það gerðu konur einnig um allt land. Í Miðgarði í Varmahlíð komu konur saman og þar flutti Sigríður Garðars í Miðhúsun erindi sem hún gaf Feyki góðfúslegt leyfi til að birta.
Meira

Mennta- og barnamálaráðherra heimsótti FNV í gær

Mennta- og barnamálaráðherra, Guðmundur Ingi Kristjánsson er á ferðalagi um landið að heimsækja framhaldsskóla landsins og heimsótti hann Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra 23. október síðastliðinn ásamt fylgdarliði.
Meira

Drangar kynntu uppbyggingu á þjónustukjarna með lágvöruverslun á Blönduósi

Húnabyggð flautaði til upplýsingafundar í gær og fjölmenntu heimamenn í félagsheimilið á Blönduósi. Á fundinum voru kynntar metnaðarfullar hugmyndir um uppbyggingu á þjónustukjarna með lágvöruverslun á Blönduósi. Það voru Auður Daníelsdóttir forstjóri Dranga og Vífill Ingimarsson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Orkunnar sem kynntu áætlun Dranga um uppbyggingu á Blönduósi.
Meira

Boðað til íbúafundar í Húnabyggð í dag

Allir íbúar Húnabyggðar eru boðnir velkomnir á stuttan upplýsingafund sem haldinn er í tilefni fréttatilkynningar sem fer í loftið í dag fimmtudaginn 23. október.
Meira

Lóuþrælar leggja land undir fót

Karlakórinn Lóuþrælar í Húnaþingi vestra fagnar 40 ára starfsafmæli sínu á árinu. Nú stefna kórfélagar suður með sjó og ætla að bresta í söng þar sem landið er lítið og lágt, í Seltjarnarneskirkju, laugardaginn 25. október. Tónleikarnir hefjast kl. 16:00.
Meira

Frestur til að sækja um í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra framlengdur!

Frestur til að skila umsóknum í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra hefur verið framlengdur til þriðjudagsins 28. október kl. 12:00.
Meira

Munum eftir endurskinsmerkjunum

Varðstjóri lögreglu á Blönduósi heimsótti á dögunum nemendur í 3. og 4. bekk Húnaskóla á Blönduósi. Í færslu á Facebook-síðu LNV var í heimsókninni lögð áhersla á öryggi í umferðinni og mikilvægi þess að nota endurskinsmerki – sérstaklega nú þegar dimma tekur á morgnana og síðdegis.
Meira

Vonast eftir góðri þátttöku á aðalfundi SUNN

Aðalfundur Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi (SUNN) fyrir árið 2025 verður í Kakalaskála í Skagafirði, mánudagskvöldið 27.október kl. 20:00. Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf, erindi frá Landvernd og þá mun Nína Ólafsdóttir, rithöfundur og líffræðingur, kynna nýútkomna bók sína, Þú sem ert á jörðu. Feykir spurði Rakel Hinriksdóttur, formann SUNN, hvað það væri sem helst brenni á náttúruverndarfólki þessi misserin.
Meira

Opinn dagur í Höfðaskóla í dag

Í dag er opið hús í Höfðaskóla á Skagaströnd frá kl. 16:00 til 18:00 og á heimasíðu skólans segir að öll séu hjartanlega velkomin. Þetta er frábært tækifæri til að koma í heimsókn og kynnast starfi skólans betur. Þá er Góðgerðarvika Höfðaskóla hafin og nemendur og starfsfólk er farið að setja í kassana sem eiga að fara til Úkraínu.
Meira

Bleiki dagurinn er í dag!

Á Bleika deginum berum við Bleiku slaufuna, klæðumst bleiku og lýsum skammdegið upp í bleikum ljóma til að minna á að það er list að lifa með krabbameini. Við stöndum með öllum konum sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendum þeirra. Hvar fæst Bleika slaufan? Í verslun og vefverslun Krabbameinsfélagsins og hjá hátt í 400 söluaðilum um land allt.
Meira