Þrístapar formlega opnaðir á föstudaginn 29.ágúst
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
27.08.2025
kl. 08.35
Formleg opnun Þrístapa fer fram á föstudaginn klukkan 14. Ferðamannastaðurinn Þrístapar hefur verið opinn síðastliðin tvö ár og hlaut Húnabyggð Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu í fyrra fyrir uppbyggingu svæðisins en verkefnið var í höndum Húnavatnshrepps áður en sveitarfélögin sameinuðust. Þrístapar er menningarsögulegur ferðamannastaður, vestast í Vatnsdalshólum norðan þjóðvegarins. Þar er að finna síðasta aftökustaðinn á Íslandi en aftakan fór fram 12. janúar 1830 þegar Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigurðsson voru hálfshöggvin.
Meira
