A-Húnavatnssýsla

Háspennulína slitnaði og lá yfir Hringveg 1 í Vestur Húnavatnssýslu

Búið er að opna Hringveg (1) á ný milli Miðfjarðar og Víðidals en honum var lokað um tíma í morgun þar sem háspennulína hafði slitnað og lá yfir veginn. Á heimasíðu Vegagerðarinnar kemur fram að veginum verður lokað á ný í stutta stund þegar líða tekur á morguninn meðan rafmagnslínan sem nú er ótengd verður tengd á ný.
Meira

Fjármagna kaup á leiðsöguhundi með sölu á dagatali - Stuðningur til sjálfstæðis!

Tónlistarmaðurinn Már Gunnarsson vekur athygli á Facebooksíðu sinni hve erfitt það er fyrir blinda að eignast leiðsöguhunda en þeir geta verið besta hjálpin hjá þeim sem þurfa. Fyrir rúmu ári sótti hann um hund en Blindrafélagið hefur einungis fjármagn til að kaupa tvo hunda á ári og 18 eru á biðlista. Hann segir að þegar hann var sex ára hafi hann fengið að kynnast hvíta stafnum og notkun hans en að nota þannig prik sé ekki bara að ganga um og „dingla honum hingað og þangað“, eins og hann segir sjálfur heldur krefst notkun hans mikillar færni í daglegu umferli blinds einstaklings. Í gegnum stafinn skynjar hann t.d. kanta, tröppur, staura, alls konar undirlag og ekki síst gangandi fólk.
Meira

Mottumars: Einn fyrir alla allir fyrir einn

Nú styttist í Mottumars, árlega vitundarvakningu Krabbameinsfélagsins um krabbamein hjá körlum. Í ár endurvekjum við Mottukeppnina. Með henni sýna karlar samstöðu sem skiptir öllu máli. Þriðji hver karlmaður getur því miður reiknað með að greinast með krabbamein á lífsleiðinni og hinir tveir eru feður, bræður, synir og vinir.
Meira

Partýréttir sem aldrei klikka

Það voru þau Hrefna Dögg Þorsteinsdóttir og Guðmundur Henry Stefánsson á Skagaströnd sem sáu um matarþátt Feykis í 47. tbl. Feykis í desember árið 2018. Þau gáfu lesendum uppskriftir að nokkrum partýréttum sem klikka aldrei. „Fyrsti rétturinn er frá Maju vinkonu,“ sagði Hrefna Dögg, „ég smakkaði hann fyrst þegar ég var hjá henni á áramótunum og tengi ég hann því alltaf við áramótin. Þetta er fljótlegt og ofureinfalt og er gert við hvert tækifæri hjá okkur.“
Meira

Valentínusardagurinn er í dag

Valentínusardagurinn er í dag en hann er helgaður ástinni á messudegi heilags Valentínusar 14. febrúar ár hvert og á uppruna sinn að rekja til Evrópu á 14. öld. Meðal þess sem hefðbundið er að gera þennan dag er að senda sínum heittelskaða, eða sinni heittelskuðu, gjafir á borð við blóm og konfekt og láta valentínusarkort fylgja með. Á Wikipedia kemur fram að þessar hefðir eigi uppruna sinn í Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum en í öðrum löndum gilda aðrar hefðir og sums staðar er dagurinn helgaður vináttu í stað ástar.
Meira

„Þeir hafa alltaf náð að vinna vel saman“

Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra og forseti sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar með meiru, hefur haft í nógu að snúast síðasta árið. Hann er Króksari í húð og hár, fæddur 1972, yngstur þriggja systkina og alinn upp í Suðurgötunni, sonur Hrafnhildar Stefánsdóttur og Stefáns Guðmundssonar alþingismanns, eða bara Lillu Stebba og Stebba Dýllu eins og þau voru kölluð á Króknum. Knattspyrnuáhuginn var fyrirferðarmikill frá fyrstu tíð og Stefán Vagn fór vanalega um bæinn á sínum yngri árum með markmannshanskana á lofti – í Tindastólsgallanum að sjálfsögðu – og endaði sem aðalmarkvörður hjá Tindastóli.
Meira

Safnað fyrir Sigrúnu Margréti :: Með alvarlegan nýrnasjúkdóm

Sigrún Margrét Einarsdóttir er lítil stúlka sem fæddist þann 3. september síðastliðinn á Landspítalanum við Hringbraut. Sigrún Margrét er fyrsta barn foreldra sinna, þeirra Jónu Kristínar Vagnsdóttur frá Minni-Ökrum í Skagafirði og Einars Ara Einarssonar frá Skagaströnd, og er litla fjölskyldan búsett á Minni-Ökrum.
Meira

Þrjú sveitarfélög á Norðurlandi vestra? Leiðari nýjasta Feykis

Það er ljóst að flestra sveitarfélaga á Norðurlandi vestra bíði þau örlög að sameinast einhverju öðru ef þingsályktunartillaga samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra nær fram að ganga en þar er lagt til að lágmarksfjöldi íbúa hvers sveitarfélags á landinu verði hækkaður í 1000 manns fyrir árið 2026. Lagt er til að ekki verði hægt að bera sameiningu sveitarfélaga undir atkvæðagreiðslu þar sem lagðar eru til ýmsar breytingar sem miða að því að draga úr lagahindrunum við sameiningar.
Meira

Rauðrófusúpa og skankar

Matgæðingur í 46. tbl. Feykis árið 2018 var Hallgrímur Valgeir, eða Halli Valli, sem býr á Hvammstanga ásamt konu sinni, Linu Yoakum sem er frá Litháen, og syninum Maximus. Hallgrímur sagði að þau hefðu gaman af að elda alls kyns mat og gaf hann okkur spennandi uppskriftir af rauðrófusúpu og lambaskönkum.
Meira

Loksins leikið í Bifröst á ný

Eftir fimm vikna æfingatörn frumsýnir Nemendafélag Fjölbrautaskóa Norðurlands vestra (NFNV) söngleikinn Footloose í Bifröst í næstu viku og brýtur þar með ísinn sem Covid-ástandið frysti og lagði yfir allt leiklistarstarf í Skagafirði síðustu tvö misseri. Sóttvarnir eru þó hafðar í heiðri, tveggja metra reglan og grímuskylda.
Meira