A-Húnavatnssýsla

Auglýst eftir gönguleiðum í Húnavatnshreppi

Húnavatnshreppur óskar eftir tillögum að nýjum gönguleiðum innan hreppsins til viðbótar þeim sem þegar eru komnar í gagnagrunn, þ.e. Þrístapar, Giljárgljúfur, Reykjanibba, Hnjúkur, Álkugil, Jökulsstaðir, Kattarauga, Fossaleiðin, Vatnsdalshólar og Jörundarfell um Sauðadal.
Meira

Samrunaviðræður Norðlenska og Kjarnafæðis á ís

Samrunaviðræður og vinna við undirbúning samruna Norðlenska annarsvegar og Kjarnafæðis og SAH afurða hinsvegar hafa verið settar á ís en viðræður hafa staðið milli Norðlenska og Kjarnafæðis frá vormánuðum 2018 um mögulegan samruna félaganna. Formlegt ferli í átt að samruna hófst í ágúst 2018 en eftir því sem fram kemur á vef Norðlenska hefur aðilum ekki tekist að komast að endanlegu samkomulagi um fyrirkomulag samruna félaganna.
Meira

Samkomulag um kaup og rekstur sjúkrabifreiða

Sjúkratryggingar Íslands og Rauði krossinn á Íslandi hafa náð samkomulagi um framlengingu á samningi um kaup og rekstur sjúkrabifreiða. Heilbrigðisráðherra staðfesti samkomulagið við undirritun þess í dag. Samkvæmt því mun Rauði krossinn áfram annast rekstur sjúkrabíla, viðhald og innkaup gegn árlegu fjárframlagi af hálfu ríkisins. Fyrirliggjandi samningur rann út í lok árs 2015 og hefur endurnýjun sjúkrabílaflotans tafist frá þeim tíma.
Meira

Framundan í boltanum

Það fara fram þrír leikir í boltanum um helgina. Einn á morgun föstudagskvöldið 12. júlí og tveir laugardaginn 13. júlí.
Meira

Húnavaka 2019 - Mikil hátíð framundan á Blönduósi

Nú fer að líða að hinni árlegu bæjarhátíð Blönduóss, Húnavöku, en hún fer fram dagana 18. – 21. júní nk. Fjölbreytt dagskrá verður á boðstólum og óhætt að segja að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Dagskrá hefst á fimmtudeginum með sýningu í Heimilisiðnaðarsafninu, fjallahólaferð og Blönduhlaupi USAH og lýkur á sunnudegi eftir mikla skemmtihelgi.
Meira

Fólkið á Norðurlandi vestra

Eitt af hlutverkum Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) er að stuðla að samvinnu og auka þekkingu sveitarstjórnarmanna á starfssvæðinu. Það var þess vegna sem samtökin skipulögðu kynnisferð fyrir sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi vestra til Bornholm, danskrar eyju í Eystrasalti, síðla síðasta vetrar. Í ferðina fóru hátt í 40 sveitarstjórnarmenn og komu vonandi heim margs vísari. Sú er þetta ritar gerði það svo sannarlega.
Meira

Rannsókn á viðhorfi almennings til torfhúsa

Þjóðminjasafn Íslands sendir nú út spurningaskrá um viðhorf almennings til torfhúsa og er henni ætlað að leiða í ljós hvaða sess torfhús skipa í hversdagslífi þjóðarinnar, minjavernd, fræðslu og ferðaþjónustu og hvort Íslendingar vilji vernda og nýta þannig hús með öðrum hætti en nú er gert. Með hugtakinu torfhús er átt við hús sem að meira eða minna leyti eru hlaðin úr torfi og grjóti.
Meira

Markaregn á Blönduósvelli

Laugardaginn 6. júlí mættust Kormákur/Hvöt (K/H) og KB í 4. deild karla á Blönduósvelli. Leikurinn var einstefna hjá K/H í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn var jafnari. Mörkin komu á silfurfati í fyrri hálfleik enda var frábært knattspyrnuveður á Blönduósi á laugardaginn.
Meira

Náttúrubarnahátíð á Ströndum

Fjölskylduhátíðin Náttúrubarnahátíð á Ströndum verður haldin í þriðja skiptið helgina 19.-21. júlí nú í sumar. Á hátíðinni fá allir gestir, bæði börn og fullorðnir, kjörið tækifæri til að finna eða rækta sitt innra náttúrubarn. Það er Náttúrubarnaskólinn sem stendur fyrir hátíðinni en hann hefur verið starfræktur síðan sumarið 2015. Náttúrubarnaskólinn stendur fyrir fjölbreyttum námskeiðum yfir sumartímann og miðar að því að fræða börn á öllum aldri um ólíkar hliðar náttúrunnar á námskeiðum sem snúast um útivist og náttúruskoðun þar sem þau læra með því að sjá, snerta og upplifa viðfangsefnin.
Meira

Námskeið í textíllitun í Textíllistamiðstöðinni

Í næstu viku munu tveir ungir textílhönnuðir frá Mexíkó, Selene Gaytán og Paulina Mejía, sem dvelja nú um stundir í Textíllistamiðstöðinni á Blönduósi, kynna fornar, náttúrulegar aðferðir við að lita textíl.
Meira