A-Húnavatnssýsla

„Einstakt tækifæri til að efla háskólastarf á landsbyggðinni“

Rektorar Háskóla Íslands (HÍ), Háskólans á Hólum (HH) og háskólaráðherra undirrituðu í dag samkomulag um stofnun háskólasamstæðu með þátttöku þessara tveggja háskóla. Í frétt á heimasíðu Háskólans á Hólum segir að samstæðan taki formlega til starfa þann 1. janúar á næsta ári en henni er ætlað að bæta samkeppnishæfni háskólanna tveggja ásamt því að auka gæði náms, rannsókna, stoðþjónustu og auka tengsl við atvinnulíf og samfélög um land allt. Háskólasamstæðan mun starfa undir nafni Háskóla Íslands.
Meira

Fögnum vori, sumri og sól

Kvennakórinn Sóldís í Skagafirði tekur á móti Freyjukórnum í Borgarfirði á morgun laugardag 26.apríl og saman ætla kórarnir að halda saman tónleika í Miðgarði, kl.16:00
Meira

Opið fyrir umsóknir í Slipptöku Driftar EA 2025

Drift EA er að fara af stað með mjög spennandi nýsköpunarprógramm fyrir frumkvöðla og teymi með þróaðar hugmyndir. Um er að ræða fjórar vinnustofur sem endar á kynningu – og getur opnað leið fyrir þátttakendur inn í Hlunninn, ársprógramm með fjármagni, ráðgjöf og stuðningi. Drift EA hefur opnað fyrir umsóknir í Slipptökuna (e. Test Drive) 2025. Í Slipptökunni felast fjórar kraftmiklar vinnustofur fyrir frumkvöðla og teymi með hugmyndir sem eru tilbúnar á næsta stig. Slipptakan endar á formlegri kynningu verkefnanna þar sem valin verkefni komast áfram í Hlunninn.
Meira

Afmælishátíð Hollvinasamtaka HSB

Þann 19. apríl voru 20 ár frá stofnun Hollvinasamtaka HSB. Að því tilefni verður efnt til afmælishátíðar í húsakynnum HSN á Blönduósi, næstkomandi sunnudag 27. apríl kl. 13:00-16:00.
Meira

Styrktarhlaup Einstakra barna þann 1. maí á Króknum

Það er að skapast sú fallega hefð að halda styrktarhlaup þann 1. maí á Sauðárkróki fyrir Einstök börn. Allt skipulag í kringum hlaupið er í höndum hlaupahópsins 550 Rammvilltar en fyrst hlaupið var haldið árið 2023. Þetta er því í þriðja skiptið sem þær stöllur setja þennan viðburð á og hefur þátttaka farið fram úr björtustu vonum. Rúmlega 200 manns hlupu, gengu eða hjóluðu sér til gamans í fyrra og vonast skipuleggjendur að svipuð þátttaka verði þetta árið. Nú þarf bara að grafa upp hlaupaskóna og koma sér í hlaupagírinn fyrir 1. maí.  
Meira

Uppselt á tónleikana

Þann 23. október sl. hefði Stefán R. Gíslason tónlistarkennari, kórstjóri og organisti í Varmahlíð orðið sjötugur. Þann sama dag sagði sr. Gísli Gunnarsson á Hólum frá því á Facebook síðu sinni að hann hefði ákveðið, í samráði við fjölskyldu Stefáns, að stofna minningarsjóð í hans nafni.  Minnigartónleikar verða haldnir í kvöld í fjáröflunarskyni fyrir sjóðinn og uppselt er á tónleikana.
Meira

Fermist í hvítum blúndukjól og Jordans skóm

Arney Nadía Hrannarsdóttir býr á Skagaströnd og foreldrar hennar eru Alexandra Ósk Guðbjargardóttir og Hrannar Baldvinsson. Sr. Guðni Þór Ólafsson sér umferminguna sem verður í Hólaneskirkju þann 8. júní.
Meira

Gleðilegt sumar!

Sumardagurinn fyrsti er í dag og óskar Feykir lesendum gleðilegs sumars. Þessi fallegi dagur virðist ætla að bjóða upp á ágætis veður, hitinn á Norðurlandi vestra víðast hvar milli 6-7 stig, hæg breytileg átt og bjartviðri, samkvæmt spá Veðurstofunnar. Það er því ekkert því til fyrirstöðu en að fagna komu sumars með því að stökkva í stuttbuxur eða hvað, kannski þeir allra hörðustu, og kíkja á þá viðburði sem eru á dagskrá sem eru reyndar ekki margir en nokkrir þó.
Meira

Rafrænt Sjónhorn kom út í dag

Vegna mikillar eftirspurnar var tekin ákvörðun um að gefa út rafrænt eintak af Sjónhorni fyrir Sjónhornþyrsta fólkið á svæðinu. Þetta blað fer því ekki inn um lúgurnar í pappírsformi - það verður einungis hægt að skoða það á netinu. Ástæðan fyrir því að ekki var hægt að gefa út prentað blað er sú að frídagar í þessari viku gerðu það að verkum að ekki var hægt að setja blaðið upp né dreifa því á tilsettum tíma.
Meira

Landsnet með opinn fund í Eyvindarstofu á Blönduósi miðvikudaginn 30. apríl kl. 16

Þann 30. apríl nk. verður Landsnet með opinn fund í Eyvindarstofu á Blönduósi kl. 16:00 þar sem farið verður yfir og kynnt hvernig þau ætla að byggja upp öflugt, sveigjanlegt og sjálfbært flutningskerfi fyrir framtíðina. Þessi fundur er einn af átta sem Landsnet verður með í ferð sinni um landið þar sem þau ætla að ræða við fólk, svara spurningum og hlusta. Þetta er opið samtal og þú ert hluti af því. 
Meira