A-Húnavatnssýsla

Næstflestar umsóknir bárust frá Norðurlandi vestra

Fjölmargar umsóknir bárust í viðskiptahraðalinn Startup Landið,  en umsóknarfresti lauk á miðnætti síðastliðinn sunnudag. Startup Landið er sjö vikna viðskiptahraðall sem ætlaður er frumkvöðlum og nýsköpunarverkefnum á landsbyggðinni. Markmiðið er að efla nýsköpun og skapa vettvang fyrir hugmyndir sem geta vaxið og dafnað á landsbyggðinni.
Meira

Sjö af 22 löxum sem bárust Hafró reyndust vera eldislaxar

Húnahornið segir af því að samkvæmt sameiginlegri tilkynningu Matvælastofnunar, Fiskistofu og Hafrannsóknastofnunar um stöðu upprunagreininga laxa sem veiðst hafa, þá hafa samtals 22 laxar borist Hafrannsóknastofnun og sýni úr þeim verið send til erfðagreiningar. Þar af eru sjö fiskar staðfestir eldislaxar og því 15 sem reyndust villtir. Eldislaxarnir veiddust í Hrútafjarðará, Vatnsdalsá, Miðfjarðará og Haukadalsá. Tilkynningar hafa borist um sex laxa til viðbótar með eldiseinkenni.
Meira

Sr. Gylfi Jónsson látinn

Sr. Gylfi Jónsson er látinn. Gylfi og Solveig Lára bjuggu á Hólastað þegar Solveig gengdi embætti vígslubiskups á Hólum á árunum 2012-2022. Gylfi starfaði í gamla Hofsóss- og Hólaprestakalli og var hægri hönd konu sinnar og mikill gleðigjafi hvar sem hann kom. Hann stjórnaði m.a söngstundum á dvalarheimilinu á Sauðárkróki allt upp í vikulega meðan hann bjó í Skagafirði. Það er margs að minnast og margs að sakna.
Meira

Vatnsdælurefillinn formlega afhentur

Vatnsdælurefillinn var afhentur formlega til samfélagsins í Húnabyggð að viðstöddu fjölmenni í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi sl. föstudag. Verkefnið hófst fyrir rúmlega 13 árum og því lauk í lok nóvember á síðasta ári.
Meira

Fáir sólargeislar þessa vikuna

Það er ekki útlit fyrir að okkur hér norðvestanlands verði úthlutað mörgum sólargeislum þessa vikuna. Það er nokkur haustbragur á veðurspánni en alla jafna er spáð hita á bilinu 8-12 stigum yfir daginn en ekki viðumst við fara varhluta af úrkomu í byrjun september. Sem er ágætt fyrir þá sem trassa að vökva blómin.
Meira

Vinnustofur um endurnýjandi ferðaþjónustu á haustmánuðum

Í september eru tvær vinnustofur í boði um endurnýjandi ferðaþjónustu þar sem Annika Hanau, doktorsnemi við Háskólann í Wuppertal í Þýskalandi, leiðir fræðslu og umræðu. Hún mun deila reynslu og dæmum allt frá Hawaii til Íslands og skoða hvernig svipuð viðfangsefni koma upp þrátt fyrir fjarlægðir, þetta kemur fram á vef SSNV.
Meira

Ísjaki á stærð við Hallgrímskirkju

Eins og komið hefur fram í fréttum eru borgarísjakar víða lónandi á sjónum undan Norð-Vesturlandi og sumir verulega myndarlegir. Landhelgisgæslan fór í könnunarflug á miðvikudaginn og sá þó nokkuð af ís. Af bar þó risa jaki sem þeir fundu norður af Hornbjargi. Af þessu segir á facebook síðu Gæslunnar:
Meira

Björgunarsveitir stóðu hálendisvaktina að Fjallabaki

Tólf félagar úr Björgunarfélaginu Blöndu og björgunarsveitunum Húnum úr Húnaþingi vestra, Skagfirðingasveit úr Skagafirði, Kili frá Kjalarnesi og Dalbjörgu úr Eyjafirði tóku þátt í hálendisvakt Slysavarnafélagsins Landsbjargar dagana 10.-17. ágúst síðastliðinn. Útköll voru fá að þessu sinni og því gafst björgunarsveitarfólki tími til að ferðast um svæði og njóta þess sem Fjallabak hefur upp á að bjóða, eins og segir á facebooksíðu Björgunarfélagsins Blöndu.
Meira

Sinfó stuð í sundi

Feykir sagði frá því fyrr í vikunni að framundan væri skemmtilegur viðburður en það er Sinfó í sundi. Tilefnið er 75 ára afmæli Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Skagafjörður og Blönduós taka þátt í viðburðinum og verður tónleikunum útvarpað í sundlaugunum á Sauðárkróki, Varmahlíð og Blönduósi.
Meira

Skipulagt rafmagnsleysi í Húnabyggð og á Skagaströnd

Á heimasíðunni huni.is segir að vegna vinnu við stækkun spenna í aðveitustöðinni á Laxárvatni og vegna aðgerða til styrkingar á dreifikerfi Rarik verður rafmagnslaust í stórum hluta Húnabyggðar og á Skagaströnd í næstu viku:
Meira