A-Húnavatnssýsla

Rabb-a-babb 239: Peta

Það er Péturína Laufey Jakobsdóttir, fædd árið 1980, sem svarar Rabb-a-babbi að þessu sinni. Peta býr á Skagaströnd og er gift Reyni Lýðs Strandamanni en saman eiga þau þrjú börn; Jóhann Almar 23 ára, Anton Loga 16 ára og Katrínu Söru 12 ára. „Ég er dóttir Katrínar Líndal og Jakobs Jónssonar sem búa á Bakka í Vatnsdal. Ég er fædd og uppalin á Blönduósi, átti sama herbergið til 16 ára aldurs á Hlíðarbrautinni. Þá flutti ég að heiman, mjög fullorðin að eigin mati, og ekki búin að átta mig á hversu ómetanlegt það er að vera á hótel mömmu. Mamma og pabbi eru nýlega flutt í sveitina en pabbi er frá Bakka í Vatnsdal og mamma er frá Bakkakoti í Refasveit.“
Meira

Lið Kormáks/Hvatar í fjórða sætið

Lið Kormáks/Hvatar spilaði síðasta heimaleik sinn þetta sumarið í dag en þá komu gaurar í Garðabænum í heimsókn á Blönduós. Gestirnir voru í fallbaráttu og þurftu því meira á stigunum að halda en húnvetnskir heimamenn sem sigla lygnan sjó í efri hluta 2. deildar. Það var þó engin miskunn hjá Birni bónda og bætti lið Kormáks/Hvatar þremur stigum í sarpinn og situr í fjórða sæti fyrir lokaumferðina.
Meira

Aðeins 54 laxar hafa veiðst í Blöndu

„Laxveiði í húnvetnsku ánum mallar rólega, líkt og hún hefur gert í allt sumar, en full rólega að mati margra laxveiðimanna,“ segir í frétt í Húnahorninu en flestar helstu laxveiðiár í Húnavatnssýslum loka í þessum mánuði og haustveiðin því hafin. Mest hefur veiðin verið í Miðfjarðará í sumar en hún ætti að vera komin upp fyrir þúsund laxa múrinn eftir helgi.
Meira

„Bækur eru þolinmóðastir hluta“ | Hallgrímur Helgason svarar Bók-haldi

Það er myndlistarmaðurinn og rithöfundurinn Hallgrímur Helgason sem fer yfir bók-haldið sitt í Feyki að þessu sinni. Hallgrímur er einn ástsælasti höfundar þjóðarinnar, margverðlaunaður og liggur sjaldnast á skoðunum sínum. Hann er fæddur árið 1959, býr í 104 Reykjavík, er í sambúð og faðir fjögurra barna og afi tveggja barnabarna.
Meira

Erum við að láta fjársjóð renna okkur úr greipum?

Helsti vaxtarbroddurinn í atvinnulífi landsmanna frá aldamótum er ferðaþjónustan og eftir nokkru að slægjast fyrir ferðaþjónustufyrirtæki og sveitarfélög að eigna sér hlutdeild í því ævintýri. Í Glefsum á heimasíðu SSV (Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi) hefur Vífill Karlsson farið yfir vægi ferðaþjónustu í útsvarsgrunni sveitarfélaga á Íslandi og þar má sjá að láninu – ef svo mætti kalla – ser annarlega misskipt. Sveitarfélögin á Norðurlandi vestra skora ekki hátt í þeirti úttekt en aðeins Húnaþing vestra er í efri hluta töflunnar en á botninum er Skagaströnd.
Meira

Stólastúlkur mörðu mikilvægan sigur gegn Fram

Það voru um 200 manns sem sóttu leik Tindastóls og Fram í Bestu deild kvenna á Króknum í gærkvöldi. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir lið Tindastóls sem varð hreinlega að vinna leikinn til að koma sér betur fyrir í baráttunni um að halda sæti sínu í deildinni og að halda liði Fram í seilingarfjarlægð. Það hafðist því Stólastúlkur uppskáru 1-0 sigur eftir baráttuleik þar sem Gen í marki Tindastóls var hreint frábær.
Meira

Freyja Lubina keppir í EuroSkills 2025

Freyja Lubina Friðriksdóttir keppir í húsasmíði fyrir Íslands hönd í EuroSkills 2025 – European Championship of Young Professionals sem fram fer í Herning í Danmörku 9.-13. september 2025. Freyja útskrifaðist sem húsasmiður frá FNV og henni til halds og trausts verður Hrannar Freyr Gíslason, kennari í húsasmíði við FNV.
Meira

Brautarholtsslagurinn í kvöld í Bestu deildinni

Stólastúlkur þurfa í kvöld allan stuðning sem völ er á þegar Brautarholtsprinsinn mætir með sínar Framdömur til leiks á skagfirska knattspyrnuengið á Króknum. Leikurinn hefst á slaginu sex og eru stuðningsmenn hvattir til að taka með fjölskyldumeðlimi og vini og fylla stúkuna. Það er hlýtt og bara smá norðangola sem stoppar á stúkunni. Óskar Smári, þjálfari Fram, lofar veseni í 90 mínútur en lengra nær það ekki. Það þarf auðvitað ekki að minna á það að Brautarholtsprinsinn er bróðir Brautarholtsprinsessunnar, Bryndísar Rutar, sem er fyrirliði Tindastóls.
Meira

Íslandi allt!

Feykir sendi rúmlega tvær spurningar á Palla Friðriks í Póllandi í morgun en leikur Frakka og Íslendinga er nú í gangi og útlit fyrir stóran – risastóran – rassskell því þegar þetta er skrifað er þriðji leikhluti að klárast og Frakkar búnir að skora um helmingi fleiri stig en strákarnir okkar. Palli er spámannlega vaxinn og fyrir leik var hann bjartsýnn á góð úrslit og átti von á að Arnar Björns sýndi takta. Palli spáði reyndar líka sigri Íslendinga gegn Slóvenum en eitthvað klikkaði þar líka. Rétt að spyrja hann út í það til að byrja með...
Meira

Lífland fjárfestir á Blönduósi

Húnahornið greinir frá því að í byrjun vikunnar var undirritaður samningur um kaup Líflands á húsnæði Ámundakinnar á Efstubraut 1 á Blönduósi og var eignin afhent síðastliðinn mánudag. Húsnæðið er um 750 fermetrar að grunnfleti og hefur hluti þess verið í leigu Líflands um árabil. Stefnt er að því að með stærra húsnæði skapist aðstæður til að auka verslunarumsvif og viðskipti hér í Húnabyggð og víðar.
Meira