A-Húnavatnssýsla

Hverjir voru þessir fyrstu Króksarar?

Sunnudaginn 27. október nk. verður viðburður í Gránu sem ber heitið, Hverjir voru þessi fyrstu Króksarar?  Maðurinn á bak við viðburðinn er Unnar Rafn Ingvarsson fagstjóri á Þjóðskjalasafni Íslands sem mun fjalla um fyrstu íbúa Sauðárkróks í máli og myndum.
Meira

Vel heppnaður kynningarviðburður fyrir frumkvöðla og fyrirtæki

Miðvikudaginn 23. október stóðu Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) fyrir kynningarviðburði á stefnumótunaraðferð fyrir frumkvöðla og fyrirtæki á Gránu, Sauðárkróki. Viðburðurinn var vel sóttur og tókst einstaklega vel, þar sem þátttakendur fengu innsýn í nýjar aðferðir sem miða að því að styðja lítil og meðalstór fyrirtæki í sjálfbærniaðgerðum og ákvarðanatöku.
Meira

Arna Lára í efsta sæti hjá Samfylkingunni

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember 2024 var samþykktur á fundi kjördæmisráðs í gærkvöldi. Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og ritari Samfylkingarinnar, leiðir listann í Norðvesturkjördæmi. Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ), er í öðru sæti.
Meira

Allt er breytingum háð | Leiðari 40. tölublaðs Feykis

Framundan eru breytingar á netmiðlinum okkar, Feyki.is. Nútíminn kallar á nokkrar breytingar og þó sumum finnist nútíminn trunta þá er nú jafnan betra að mæta honum með opnum huga og gera sitt besta til að aðlagast breyttum aðstæðum.
Meira

Frá oddvita lýðræðisflokksins í Norðvestur | Eldur Smári Kristinsson skrifar

Nú hefur það verið kunngjört að ég skipa oddvitasætið í Norðvesturkjördæmi fyrir Lýðræðisflokkinn – samtök um frelsi og sjálfsákvörðunarrétt. Ég þakka stofnendum flokksins það traust sem mér hefur verið sýnt að fá að leiða listann í kjördæminu þar sem ég er fæddur og á ættir að rekja. Ég hlakka mikið til þess að ferðast vítt og breitt um kjördæmið okkar á næstu dögum og hitta sem flesta.
Meira

Eldur Smári fer fyrir Lýðræðisflokknum í Norðvesturkjördæmi

Lýðræðisflokkurinn, sem stofnaður var nýverið af forsetaframbjóðandanum Arnari Þór Jónssyni, kynnti í morgun þrjá efstu menn á lista flokksins í hverju kjördæmi fyrir sig ásamt nokkrum af stefnumálum sínum. Hér í Norðvesturkjördæmi er það Eldar Smári Kristinsson, formaður Samtakanna 22, sem skipar efsta sæti listans.
Meira

Hálka á vegum og víða þoka vestan Þverárfjalls

Vegir eru færir á Norðurlandi vestra en í dag má reikna með slyddu og snjókomu á svæðinu. Það er hálka á flestum vegum sem stendur og því vissara fyrir ferðalanga að fylgjast með veðri og færð á vegum áður en lagt er í hann. Veðurstofan gerir ráð fyrir norðan og norðvestan 10-15 m/sek með slyddu eða snjókomu framan af degi en lægir smám saman og rofar til seinnipartinn. Hiti nálægt frostmarki.
Meira

María Rut leiðir lista Viðreisnar

Framboðslisti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar var samþykktur á fundi landshlutaráðs flokksins í kvöld, 23. október, með öllum greiddum atkvæðum. María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður formanns Viðreisnar, leiðir listann. Í öðru sæti er Edit Ómarsdóttir, deildarstjóri viðskiptaþróunar hjá Advania. Þriðja sætið skipar Ragnar Már Ragnarsson, byggingafulltrúi Snæfellsbæjar og í fjórða sæti er Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.
Meira

Sveitarfélög ársins 2024 útnefnd

Sveitarfélagið Skeiða- og Gnúpverjahreppur fékk hæstu einkunn í vali á sveitarfélögum sem hljóta nafnbótina Sveitarfélag ársins 2024 en sú útnefning var nú þriðja árið í röð. Fjögur sveitarfélög hlutu nafnbótina í ár og eru þessi: Skeiða- og Gnúpverjahreppur 4.448 stig, Sveitarfélagið Skagaströnd 4.397 stig, Bláskógabyggð 4.275 stig og Sveitarfélagið Vogar 4.142 stig.
Meira

Haustfundur Heimilisiðnaðarsafnsins

Hinn árlegi haustfyrirlestur Heimilisiðnaðarsafnsins verður haldinn laugardaginn 26. október nk. kl. 14:00 og að þessu sinni er það Jón Torfason, sagnfræðingur sem mun flytja fyrirlestur um fatnað íslensks almúgafólks á 18. og 19. öld.
Meira