A-Húnavatnssýsla

Ástir, ástarsorgir, sigrar og töp – og Tinder

Sumarið 2016 var Björgvin nokkur Gunnarsson ráðinn til sumarafleysinga á Feyki og þeysti um Norðurland vestra og nágrannasveitir á KIA-bifreið sinni. Björgvin, telst til Fellsbæinga, er semsagt frá Fellabæ sem er í næsta nágrenni við Egilsstaði. Fyrir jólin stefnir Björgvin, sem nú býr í Hafnarfirði, á að gefa út sína sjöttu ljóðabók undir listamannsnafninu Lubbi klettaskáld. Bókin ber hið ágæta nafn Svolítið sóðalegt hjarta og þar eru ástir, ástarsorgir, sigrar og töp – og Tinder – í öndvegi.
Meira

Umdeilt frumvarp um hálendisþjóðgarð

Umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um hálendisþjóðgarð en í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að þjóðlendur í sameign þjóðarinnar innan miðhálendislínu verði gerðar að þjóðgarði. Mun þjóðgarðurinn ná yfir um 30% af Íslandi en um helmingur svæðisins nýtur nú þegar verndar. Má þar nefna Vatnajökulsþjóðgarð, Hofsjökul og Þjórsárver, Kerlingarfjöll, Landmannalaugar og Hveravelli.
Meira

Óskað eftir samstarfsaðila um rekstur tjaldsvæðisins á Blönduósi

Blönduósbær óskar eftir samstarfsaðila um rekstur tjaldsvæðisins á Blönduósi, sem er í Brautarhvammi við þjóðveg 1. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Blönduósbæjar fyrir 15. desember næstkomandi þar sem fram komi m.a. hugmyndir umsækjanda um rekstur svæðisins.
Meira

Gul veðurviðvörun í dag og á morgun

Nú er gul veðurviðvörun í gildi um allt land sem gildir til miðnættis annað kvöld. Gert er ráð fyrir vaxandi norðanátt, víða hvassviðri eða stormi eftir hádegi og jafnvel enn hvassara í vindstrengjum sunnanlands. Búist er við snjókomu á norðurhelmingi landsins og verður sums staðar talsverð ofankoma að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.
Meira

Jólalag dagsins - Alein um jólin

Þær Svala Björgvins og Ragga Gísla sungu lagið Alein um jólin í Jólagestum 2016. En eins og segir í textanum ætti enginn að þurfa að vera aleinn um jólin. Pössum upp á náungann og þá sem á stuðningi þurfa að halda og þá geta allir átt góð jól.
Meira

Óbreyttar sóttvarnaráðstafanir til 9. desember

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja gildandi reglugerðir um takmarkanir á samkomum og skólastarfi óbreyttar til miðvikudagsins 9. desember næstkomandi. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að þetta sé gert í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis sem ræður gegn því að slaka á sóttvörnum núna vegna þess hvernig faraldurinn hefur þróast síðustu daga.
Meira

Framúrskarandi verkefni á Norðurlandi vestra

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra óska eftir tilnefningum til framúrskarandi verkefna á Norðurlandi vestra á árinu 2020. Á vef SSNV kemur fram að áætlað sé að veita viðurkenninguna í annað sinn á úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra í upphafi næsta árs.
Meira

COVID-19: Forgangsröðun vegna bólusetningar

Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð um forgangsröðun við bólusetningu vegna COVID-19 en tilgangur reglugerðarinnar er að ákveða forgangsröðunina á grundvelli málefnalegra sjónarmiða og með eins miklum fyrirsjáanleika og mögulegt er. Á heimasíðu stjórnarráðsins kemur fram að við smíði reglugerðarinnar hafi verið horft til leiðbeininga Alþjóðaheilbrigðis­málastofnunarinnar um forgangsröðun við bólusetningu vegna COVID-19 og sjónarmiða sem fram hafa komið í sambærilegri vinnu hjá nágrannaþjóðum.
Meira

Jólalag dagsins – Haltu utan um mig

Jæja þar sem 1. desember er mættur er komið að því að jólalögin fái spilun á Feyki.is. Við byrjum á Króksaranum Sverri Bergmann sem syngur glænýtt jólalag með Jóhönnu Guðrúnu en hún sendi frá sér plötu á dögunum sem ber heitið Jól með Jóhönnu.
Meira

Fólk hvatt til að útbúa mannlegar jólakúlur fyrir hátíðirnar

Átta greindust með kórónuveiruna innanlands sl. sólarhring, allir staðsettir á höfuðborgarsvæðinu utan eins, fimm af þeim voru ekki í sóttkví. Alls eru 187 í einangrun, 716 í sóttkví, 41 á sjúkrahúsi, tveir á gjörgæslu á öndunarvél samkvæmt tölum á Covid.is. Á Norðurlandi vestra er enn tómur listi þar sem enginn er skráður í einangrun né í sóttkví.
Meira