A-Húnavatnssýsla

Að sækja gullið (okkar): grein 2 | Þröstur Friðfinnsson skrifar

Ný ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur fór af stað fyrir hálfu ári með mörg fögur fyrirheit, undir fána bjartsýni og krafts. Stjórnarandstaðan hefur á köflum verið full smámunasöm, reynt að leggja hvern þann stein í götu nýrrar stjórnar sem færi hefur verið á. Það er miður, enda ekki nema eðlilegt að ný stjórn fái einhvern vinnufrið, fái tækifæri til að sýna hvað hún getur og koma góðum málum í framkvæmd.
Meira

Fjögur verkefni á Norðurlandi vestra fengu styrki

Fjórar umsóknir frá Norðurlandi vestra fengu brautargengi við aðra úthlutun úr Hvatasjóði íþróttahreyfingarinnar. Alls barst 91 umsókn í sjóðinn upp á rúmar 128 milljónir króna. Samþykktar voru 72 umsóknir og úthlutað tæpum 38,5 milljónum króna.
Meira

„Hún leggur mikið á sig innan og utan vallar og er með frábært hugarfar“

Morgunblaðið valdi Tindastólsstúlkuna Birgittu Rún Finnbogadóttur, sem er alin upp hjá Umf. Fram á Skagaströnd, sem leikmann 10. umferðar Bestu deildar kvenna sem var leikin nú um helgina. Stólastúlkur léku fyrir austan í þeirri umferð og Birgitta var stanslaust ógn frá fyrstu til síðustu mínútu, skoraði tvö mörk og átti drjúgan þátt í hinum tveimur mörkum Tindastóls.
Meira

Hestamannafélagið Neisti hélt félagsmót og úrtöku

Vel heppnað félagsmót og úrtaka Hestamannafélagsins Neista 2025. Mótið fór fram við frábærar aðstæður í blíðskaparveðri sunnudaginn 22. júní .
Meira

Ungmennafélagar vilja koma upp strandblakvelli á Skagaströnd

Ungmennafélagið Fram á Skagaströnd sendi sveitarstjórn Skagastrandar erindi þar sem óskað er eftir leyfi til þess að koma upp strandblakvelli á lóð sveitarfélagsins. Í frétt á Húnahorninu segir að í erindinu komi fram að tilgangur verkefnisins sé að bæta aðstöðu til útivistar og hreyfingar fyrir almenning á Skagaströnd.
Meira

Fótbolti.net bikarinn fer af stað á Króknum í kvöld

Það er fótbolti á Króknum í dag en fyrsti leikurinn í Fótbolti.net bikarnum fer í gang kl. 18 í kvöld þegar Árborg kemur í heimsókn á Sauðárkróksvöll. Lið Kormáks/Hvatar verður einnig í eldlínunni í þessari bikarkeppni neðri deildar liða en Húnvetningar heimsækja Grenivík annað kvöld.
Meira

Páll Leó sigraði á Húnabyggð Open 2025

Opna skákmótið Húnabyggð Open 2025 fór fram í Krúttinu á Blönduósi á föstudaginn og var leikið eftir svissnesku aðferðinni. Tefldar voru fimm umferðir með tímamörkunum 5+2.
Meira

Vignir Vatnar varð Íslandsmeistari í skák

Æsispennandi Íslandsmóti í skák lauk í gær á Blönduósi með sigri Vignis Vatnars Stefánssonar, stórmeistara í skák, og hann stóð því uppi sem Íslandsmeistari í skák með sex og hálfan vinning að loknum átta umferðum. Fyrir lokaumferðina voru fjórir skákmenn efstir og jafnir með 5,5 vinning.
Meira

Vogamenn buðu upp á dýfu á Vogaídýfuvelli

Leikið var á Vogaídýfuvellinum í Vogum á Vatnsleysuströnd í gær í 2. deildinni en þar mættust heimamenn í Þrótti og lið Kormáks/Hvatar. Heimamenn náðu forystunni rétt fyrir hálfleik en einum fleiri jöfnuðu Húnvetningar áður en heimamenn stálu stigunum með sigurmarki þegar langt var liðið á uppbótartíma. Lokatölur 2-1.
Meira

Fín veðurspá fyrir helgina

Það ætti ekki að væsa um heimamenn og gesti sem heimsækja Skagafjörðinn þessa helgina. Bæjarhátíðin Hofsós heim hófst í gær þó Sóli Hólm hafi tekið forskot á sæluna sl. fimmtudagskvöld þegar fullt var út úr dyrum á uppistandi hans í Höfðaborg. Uppselt var á seinna standið hans í gærkvöldi fyrir löngu en dagskrá Hofsósinga er stútfull af alls konar oh heldur fjörið áfram í dag. Þess má geta að í ár eru 30 ár frá fyrstu Jónsmessuhátíðinni á Hofsósi. Á Króknum fer síðan af stað Króksmót ÓB á laugardagsmorgni og stendur fram á sunnudag.
Meira