A-Húnavatnssýsla

Ríkið skerðir vísvitandi lífskjör íbúa á Norðurlandi vestra

Stjórn SSNV kom saman til fundar á Skagaströnd þriðjudaginn 23. september sl. Meðal mála á dagskrá voru breytingar á akstursplani Strætó á Norðurlandi vestra. Samkvæmt nýrri tímatöflu fækkar ferðum Strætó milli Reykjavíkur og Akureyri úr 26 ferðum í 14 eða um 54%. Ný tímatafla tekur gildi 1. janúar nk og þá verður aðeins ein ferð á dag milli þessara stærstu þéttbýliskjarna landsins. Stjórn SSNV harmar mjög þá miklu skerðingu sem verður á almenningssamgöngum í landshlutanum með þessari fækkun ferða.
Meira

Sr. Margrét Rut sett í embætti og er að koma sér fyrir á Skagaströnd

Innsetningarmessa var í Hólaneskirkju á Skagaströnd síðastliðinn sunnudag. Sr. Sigríður Gunnarsdóttir prófastur Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmis setti þa sr. Margréti Rut Valdimarsdóttur inn í embætti prests í Húnavatnsprestakalli. Margrét Rut lauk námi í vor og var vígð þann 24. ágúst sl. Hún er þriðji presturinn í Húnavatnssýslum og býr á Skagaströnd. Feykir náði smá spjalli við hana í morgun.
Meira

Tilkynning frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra

Skrifstofur sýslumannsembætta um allt land verða lokaðar föstudaginn 3. október vegna starfsdags.
Meira

Fyrstu skref í sorg í Skagafirði

Í dag, þriðjudaginn 30. september, mun Sindri Geir Óskarsson prestur í Glerárkirkju og starfsmaður Sorgarmiðstöðvar flytja erindið Fyrstu skref í sorg á Löngumýri í Skagafirði. Dagskráin hefst kl. 18:00.
Meira

SSNV óskar eftir þátttakendum í samráðsvettvang Sóknaráætlunar Norðurlands vestra

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) leita að áhugasömum íbúum og fulltrúum hagaðila til að skrá sig í samráðsvettvang Sóknaráætlunar Norðurlands vestra. Markmiðið er að tryggja breiða og fjölbreytta aðkomu að stefnumótun og framgangi áætlunarinnar á komandi árum.
Meira

Gullhúðuð aðgengismál? | Álfhildur Leifsdóttir skrifar

Á fundi byggðarráðs Skagafjarðar þann 17. september síðastliðinn óskaði fulltrúi VG og óháðra eftir upplýsingum um störf ráðgefandi hóps um aðgengismál hjá sveitarfélaginu, sjá hér. Í svari byggðarráðs kom fram að sá hópur hafi ekki fundað frá því í október í fyrra. Meirihluti bókaði þó sérstaklega um það að aðgengismál væru í góðu lagi og tóku fram í bókun sinni að Öryrkjabandalag Íslands hefði tekið út sundlaugina á Sauðárkróki í sumar og hefði sú niðurstaða verið “glæsileg, aðgengismálum í hag”. Staðreyndin er hins vegar sú að Öryrkjabandalagið hefur enga úttekt gert á sundlaug Sauðárkróks.
Meira

Fór Ísland nokkuð á hliðina? | Hjörtur J. Guðmundsson

Fyrir rúmum þremur árum tók varanlegur víðtækur fríverzlunarsamningur gildi á milli Íslands og Bretlands í kjölfar þess að Bretar sögðu skilið við Evrópusambandið. Fyrst í stað til bráðabirgða og síðan endanlega frá 1. febrúar 2023 en áður hafði bráðabirgðasamningur verið í gildi frá árinu 2021. Þar með hættu viðskipti og ýmis önnur samskipti á milli Íslands og Bretlands, annars stærsta viðskiptalands okkar á eftir Bandaríkjunum, að grundvallast á EES-samningnum.
Meira

Nú er það svart

Kvennalið Tindastóls fór norður á Akureyri í gær og mætti þar liði Þórs/KA í Boganum. Staða Tindastóls var þannig að það var eiginlega lífsnauðsynlegt að næla í sigur en sú varð nú ekki raunin. Lið heimastúlkna sem hefur verið í tómu tjóni frá því um mitt tímabil náði forystunni snemma leiks og lið Tindastóls náði aldrei að svara fyrir sig. Lokatölur 3-0 og útlitið svart hjá okkar liði.
Meira

Fuglainflúensa greinist í villtum fuglum

Fyrir skemmstu fundust á annan tug stormmáfa og hettumáfa dauðir í fjöru við Blönduós. Sýni voru tekin og í þeim greindist skæð fuglainflúensa af gerðinni H5N5. Sama gerð skæðrar fuglainflúensu H5N5 greindist einnig í kvenkyns önd sem fannst dauð á Sauðárkróki í síðustu viku. Þetta staðfestir Tilraunastöð Hí í meinafræði á Keldum í gær. Þetta kemur fram á vef Mast. 
Meira

Æfingaleikir í kvöld!

Tindastóll tekur á móti Þór Þorlákshöfn, mfl kk í Síkinu í kvöld, leikurinn hefst eins og venjan er kl. 19:15. Miðaverð: 1000 og að sjálfsögðu verða hamborgarar á grillinu Indriði verður á svæðinu frá kl 18:15 fyrir þau sem vilja aðstoð með árskort, sæti eða stæði.
Meira