A-Húnavatnssýsla

Fótbolti.net bikarinn fer af stað á Króknum í kvöld

Það er fótbolti á Króknum í dag en fyrsti leikurinn í Fótbolti.net bikarnum fer í gang kl. 18 í kvöld þegar Árborg kemur í heimsókn á Sauðárkróksvöll. Lið Kormáks/Hvatar verður einnig í eldlínunni í þessari bikarkeppni neðri deildar liða en Húnvetningar heimsækja Grenivík annað kvöld.
Meira

Páll Leó sigraði á Húnabyggð Open 2025

Opna skákmótið Húnabyggð Open 2025 fór fram í Krúttinu á Blönduósi á föstudaginn og var leikið eftir svissnesku aðferðinni. Tefldar voru fimm umferðir með tímamörkunum 5+2.
Meira

Vignir Vatnar varð Íslandsmeistari í skák

Æsispennandi Íslandsmóti í skák lauk í gær á Blönduósi með sigri Vignis Vatnars Stefánssonar, stórmeistara í skák, og hann stóð því uppi sem Íslandsmeistari í skák með sex og hálfan vinning að loknum átta umferðum. Fyrir lokaumferðina voru fjórir skákmenn efstir og jafnir með 5,5 vinning.
Meira

Vogamenn buðu upp á dýfu á Vogaídýfuvelli

Leikið var á Vogaídýfuvellinum í Vogum á Vatnsleysuströnd í gær í 2. deildinni en þar mættust heimamenn í Þrótti og lið Kormáks/Hvatar. Heimamenn náðu forystunni rétt fyrir hálfleik en einum fleiri jöfnuðu Húnvetningar áður en heimamenn stálu stigunum með sigurmarki þegar langt var liðið á uppbótartíma. Lokatölur 2-1.
Meira

Fín veðurspá fyrir helgina

Það ætti ekki að væsa um heimamenn og gesti sem heimsækja Skagafjörðinn þessa helgina. Bæjarhátíðin Hofsós heim hófst í gær þó Sóli Hólm hafi tekið forskot á sæluna sl. fimmtudagskvöld þegar fullt var út úr dyrum á uppistandi hans í Höfðaborg. Uppselt var á seinna standið hans í gærkvöldi fyrir löngu en dagskrá Hofsósinga er stútfull af alls konar oh heldur fjörið áfram í dag. Þess má geta að í ár eru 30 ár frá fyrstu Jónsmessuhátíðinni á Hofsósi. Á Króknum fer síðan af stað Króksmót ÓB á laugardagsmorgni og stendur fram á sunnudag.
Meira

Fjögur mörk og þrjú kærkomin stig í sarpinn

Tíunda umferð Bestu deildar kvenna hófst í gærkvöldi og tvö neðstu liðin mættust í Fjarðarbyggðarhöllinni á Reyðarfirði. Þar tóku heimastúlkur í FHL á móti Stólastúlkum og bæði lið vildu stigin þrjú sem í boði voru. Leikurinn var fjörugur og jafn en reynsla Stólastúlkna og meiri gæði í fremstu víglínu skiptu sköpum. Lokatölur 1-4 og lið Tindastóls þokaði sér úr níunda sæti í það sjöunda – í það minnsta um stundarsakir.
Meira

Komið að skuldadögum | Eyjólfur Ármannsson skrifar

Ný ríkisstjórn tók við stjórnartaumunum með skýrt leiðarstef; að rjúfa kyrrstöðu og hefja sókn við uppbyggingu innviða. Við stöndum frammi fyrir mikilli áskorun, enda blasir við vegakerfi sem hefur setið á hakanum um árabil.
Meira

Skáksambandið gaf Húnabyggð útitafl

Nú stendur yfir Íslandsmótið í skák í vöggu skákíþróttarinnar á Íslandi, Blönduósi. 100 ára afmælismót Skáksambands Íslands fer fram dagana 13.-22. júní. Nú á 17. júní þá afhenti sambandið Húnabyggð útitafl að gjöf í tilefni afmælisins og er það staðsett á lóð Húnaskóla.
Meira

Sóknaráætlanir landshlutanna – lykillinn að sterkara Íslandi

Það er ekki alltaf einfalt mál, jafnvel í litlu landi, að jafna tækifæri íbúa um allt land til uppbyggingar, hvort sem það varðar atvinnu, samgöngur, aðgengi að þjónustu eða tækifæri ungs fólks. Eitt af stóru viðfangsefnum stjórnvalda hverju sinni er að leysa þetta viðfangsefni með markvissum hætti og þar koma Sóknaráætlanir landshlutanna til sögunnar.
Meira

Formannsskipti hjá Rauða krossinum

Sigríður Stefánsdóttir hefur tekið við formennsku í stjórn Rauða krossins á Íslandi (RKÍ) af Silju Báru Ómarsdóttur. Sigríður hefur verið varaformaður undanfarin þrjú ár, átti sæti í stjórn Eyjafjarðardeildar félagsins frá 2021 og hefur verið sjálfboðaliði allt frá 2017. Silja Bára sat í stjórn félagsins frá árinu 2018 og var formaður síðustu þrjú árin. Hún var nýverið kjörin rektor Háskóla Íslands og tekur við því embætti í júlí. Formannsskiptin áttu sér stað á fundi stjórnar Rauða krossins í gær, 18. júní.
Meira