A-Húnavatnssýsla

Heilsudagar á Blönduósi hefjast í dag

Heilsudagar á Blönduósi hefjast í dag og standa til laugardags með fjölbreyttri heilsusamlegri dagskrá fyrir unga sem aldna. Markmið daganna er að hvetja íbúa til hreyfingar og að huga vel að heilsu sinni. Þessa daga verður frítt í alla tíma á vegum Íþróttamiðstöðvarinnar á Blönduósi en einnig verður boðið upp á skipulagða gönguferð, hjólaferð og sundlaugarpartý. Dagarnir eru haldnir í samstarfi við íþróttafélögin sem hvetja nýja iðkendur til að koma og prófa hinar ýmsu íþróttir gjaldfrjálst í vikunni.
Meira

Hægelduð kiðlingaöxl og kjúklingasalat

Það er Þórhildur M. Jónsdóttir, matreiðslumeistari sem ætlar að leyfa okkur að kíkja í pottana hjá sér að þessu sinni. Þórhildur er Skagfirðingur, úr Lýtingsstaðahreppnum en starfar nú sem umsjónarmaður Vörusmiðju hjá BioPol á Skagaströnd. „ Ég hef mjög gaman af því að lesa matreiðslubækur og kaupi iðulega matreiðslubækur á mínum ferðalögum erlendis sem minjagripi. Hef gaman að því að borða góðan mat og helst ef einhver annar eldar hann fyrir mig. Bestu stundirnar eru þegar maður er með fjölskyldu og vinum að borða góðan mat og tengir maður iðulega minningar við ákveðin mat.
Meira

Sex ökumenn stöðvaðir undir áhrifum ávana- og fíkniefna sl. viku

Tveir gistu fangageymslur lögreglunnar á Norðurlandi vestra í nótt sem teknir voru með tæplega 80 grömm af meintum kannabisefnum í söluumbúðum. Voru þeir stöðvaðir við akstur og mældist kókaín og kannabis í þvagi ökumanns. Lögreglan naut aðstoðar fíkniefnahunds við leit en efnin voru vandlega falin í vélarými bifreiðarinnar.
Meira

Handverk, hönnun og gott í gogginn í Hlíðarbæ

Nú um helgina verður efnt til veglegrar handverks- og hönnunar- og matarveislu í Hlíðarbæ, rétt norðan við Akureyri. Þar munu handverksfólk og hönnuðir kynna vöru sína og vefverslanir og bændur bjóða vöru til sölu BEINT FRÁ BÝLI. Einnig verður kór Möðruvallaklausturskirkju með veglegan kökubasar
Meira

Laxveiði lýkur senn

Nú fer veiði senn að ljúka í laxveiðiám landsins og nú þegar hafa nokkrar ár skilað inn lokatölum. Sem fyrr er veiðin mun tregari í sumar en undanfarið í flestum húnvetnsku ánum en þó hafa Laxá á Ásum og Hrútafjarðará/Síká skilað fleiri löxum nú en allt sumarið í fyrra.
Meira

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra fagnar 40 ára afmæli sínu

Á morgun, laugardaginn 21. september, mun Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra halda upp á 40 ára afmæli skólans. Af því tilefni eru allir velunnarar skólans boðnir velkomnir til afmælisdagskrár sem hefst á sal Bóknámshúss skólans kl. 13:00. Að lokinni dagskrá verður boðið upp á opið hús í öllu húsnæði skólans kl. 14:00-15:30.
Meira

Vatnsdalsvegi lokað vegna vatnavaxta

Í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar kemur fram að Vatns­dals­vegi hef­ur verið lokað við bæ­inn Hjalla­land vegna vatna­vaxta. Á vefnum kemur fram að skemmd­ir vegna vatna­vaxta séu all­víða, ekki síst á Vest­fjörðum og Vest­ur­landi.
Meira

Snyrtu umhverfið á degi íslenskrar náttúru

Dagur íslenskrar náttúru var haldinn hátíðlegur sl. mánudag, 16. september, og af því tilefni voru einstaklingar, skólar, stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök hvött til að hafa daginn í huga í starfsemi sinni. Í tilefni dagsins vörðu allir nemendur Höfðaskóla á Skagaströnd tíma úti við og unnu verkefni af ýmsum toga. Nemendur unglingastigs tóku sig til og tíndu rusl í nágrenni skólans.
Meira

Framsókn vill að jarðakaup verði leyfisskyld

Eitt af forgangsmálum þingflokks Framsóknar á þessu þingi er þingsályktun um aðgerðaráætlun í jarðarmálum. Í ályktuninni er lagt til að ríkisstjórnin hrindi í framkvæmd aðgerðaráætlun í sjö liðum, til að styrkja lagaumgjörð og reglur um ráðstöfun og nýtingu auðlinda á landi, ásamt aðgerðum til að styrkja grundvöll til eftirfylgni slíkra reglna, eins og segir í tillögunni.
Meira

Sektir vegna umferðarlagabrota hjá embætti Lögreglunnar á Norðurlandi vestra nemur alls rúmum 322 milljónum króna á fyrstu átta mánuðum ársins

Lögreglan á Norðurlandi vestra stöðvaði sl. mánudag ökumann sem ók bifreið sinni á 170 km/klst. á þjóðvegi 1 í Blönduhlíð í Skagafirði þar sem hámarkshraði er 90. Ökumaður bifreiðarinnar ók á 80 km/klst. umfram leyfilegan hámarkshraða. Á Facebooksíðu Lögreglunnar segir að ökumaðurinn hafi þurft að greiða 240.000 kr. sekt á vettvangi sem og að honum var gert að hætta akstri bifreiðarinnar og þurfti farþegi að taka við. Um erlendan ferðamann var að ræða.
Meira