Það er örugglega allt þokunni að þakka
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
16.07.2025
kl. 14.39
Í fréttum í vikunni var sagt frá því að varað væri við bikblæðingum um land allt. Þegar umferðarkort Vegagerðarinnar er skoðið þá lítur út fyrir, í það minnsta í dag, að engar bikblæðingar geri ökuþórum lífið leitt á Norðurlandi vestra. Eingöngu er varað við steinkasti í Blönduhlíðinni í Skagafirði en þar hefur verið unnið að því að leggja klæðingu á smá kafla á þjóðvegi 1.
Meira