A-Húnavatnssýsla

Hátt í áttatíu landanir sl. tvær vikur á Norðurlandi vestra

Því miður var ekkert pláss fyrir aflafréttir í Feykisblöðunum sl. tvær vikur en í staðinn mæta þær á vefinn, öllum til mikillar gleði. Það er helst að frétta að 15 bátar lönduðu í Skagastrandarhöfn hátt í 817 tonnum í 62 löndunum.
Meira

Sólarhring bætt við gulu veðurviðvörunina

Hvassviðri er á mest öllu landinu og er gul veðurviðvörun ríkjandi. Gul viðvörun er á Norðurlandi vestra og hefur sú viðvörun lengst um sólarhring síðan í gær og gengur vindur ekki niður að ráði fyrr en í fyrramálið. Bálhvasst er í Skagafirði þar sem nú er sunnanátt en snýst í suðvestan þegar líður að hádegi og ekki minnkar vinduinn við það.
Meira

Förum betri vegi til framtíðar | Frá frambjóðendum Sjálfstæðisflokks

Undanfarnar tvær vikur höfum við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi ferðast um kjördæmið víðfeðma sem við bjóðum okkur fram í til þjónustu og hagsmunagæslu. Áskoranirnar eru margar en það er kunnara en frá þurfi að segja hversu bágborið ástand vegakerfis er víðast hvar. Þó að framfarir hafi orðið á sumum svæðum á allra síðustu árum eru samt til staðar þjóðvegir sem lagðir voru fyrir rúmri hálfri öld og þóttu þá frekar bágbornir.
Meira

Gul veðurviðvörun og sumarhiti

Það er gul veðurviðvörun í gangi á Norðurlandi vestra sem stendur og fellur ekki úr gildi fyrr en undir hádegi á morgun, þriðjudag. Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan 15-23 m/s og vindhviður staðbundið yfir 30 m/s við fjöll. Varasamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi.
Meira

Eilíf höfuðborgarstefna | Álfhildur Leifsdóttir skrifar

Sú byggðastefna sem rekin hefur verið hérlendis undanfarna áratugi hefur skilað þeim vafasama árangri að um 70% landsmanna búa á milli Hvítá í Árnessýslu og Hvítár í Borgarfirði. Á meðan berjast sveitarfélög utan þess svæðis við að halda uppi ákveðnu þjónustigi og vera búsetukostur sem laðar að nýtt fólk. Lengi hefur legið fyrir að sveitarfélögin þurfa að auka tekjustofna sína og fjölga íbúum. En hvernig?
Meira

Fundað um stöðu íbúðauppbyggingar og framtíðarhorfur

HMS, Tryggð byggð og Samtök iðnaðarins standa fyrir fundarröð um land allt um stöðu íbúðauppbyggingar og framtíðarhorfur. Í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra er boðað til fundar um stöðu íbúðauppbyggingar á Norðvesturlandi. Fundurinn verður haldinn á veitingastaðnum Sauðá á Sauðárkróki miðvikudaginn 13. nóvember og hefst kl. 12:00. Boðið verður upp á súpu og brauð.
Meira

Heilbrigð sál í hraustum líkama | Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Grundvallar þörf hverrar fjölskyldu frá vöggu til grafar er traust aðgengi að heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Það vill Flokkur fólksins tryggja. Þarfir okkar sem einstaklinga og fjölskyldna eru ekki alltaf fyrirsjáanlegar og þegar veikindi verða, hvort sem um er að ræða varanleg veikindi, slys, fötlun, andleg sem líkamleg eða umönnun aldraðra og öryrkja þá viljum við að þeim þörfum sé mætt sem best í heimabyggð.
Meira

Jafnaðarstefnan er líka fyrir bændur | Jóhanna Ösp Einarsdóttir skrifar

Ég hef verið í rekstri á sauðfjárbúi síðan árið 2009. Fjölskyldufyrirtæki á Vestfjörðum sem hefur gengið þokkalega, en ekkert meira en það. Við vinnum öll utan búsins líka og rekum okkur alfarið á tekjum sem koma utan búsins. Búið rekur sig að mestu leiti sjálft, enda engin lán á rekstrinum og samstíga fólk sem þar starfar.
Meira

Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum | Arna Lára Jónsdóttir skrifar

Samfylkingin gerir kröfu um árangur í atvinnu- og samgöngumálum. Fólk í landinu vill öryggi í samgöngum og öflugt atvinnulíf um land allt. Öruggar samgöngur eru lífæð samfélagsins. Fólk sækir vinnu og þjónustu á milli byggðarlaga og gerir þá sjálfsögðu kröfu að komast öruggt á milli staða. Það er á ábyrgð stjórnmálafólks að þessir innviðir séu í lagi.
Meira

Við stöndum þétt saman! Við snúum bökum saman!

Í dag 8. nóvember er formlega settur af stað söfnunardagur fyrir Kristinn Frey Briem sem á fyrir höndum krefjandi verkefni í baráttu sinni við krabbamein.
Meira