A-Húnavatnssýsla

Stólarnir lögðu Kormák/Hvöt í hörkuleik

Það var hörkumæting á stórleikinn á Sauðárkróksvelli í kvöld þar sem Tindastóll og Kormákur/Hvöt mættust í undanúrslitum Fótboltapunkturnet bikarsins. Montrétturinn á Norðurlandi vestra undir og úrslitaleikur á Laugardalsvelli eftir viku og stemningin var eftir því. Liðin enduðu bæði í fjórða sæti í sinni deild; Stólarnir í 3. deild en Húnvetningar í 2. deild. En í bikar er allt hægt og Stólarnir með Manu – nei, ekki Man U – í þrennustuði fögnuðu innilega frábærum 3-1 sigri. Til hamingju Stólar!
Meira

Styrktarleikir fyrir Píeta

Í tilefni af gulum september og vitundarvakaningu um geðrækt, boðum við til styrktarleikja laugardaginn 20.september í Síkinu þegar bæði karla- og kvennalið Ármanns mæta á Krókinn til að spila æfingaleiki gegn Tindastól.
Meira

Eftirlitsmyndavélar senn settar upp á Norðurlandi vestra

Fyrir rúmu ári sagði Feykir frá því að Lögreglan á Norðurlandi vestra hefði sent sveitarfélögum á svæðinu erindi vegna eftirlitsmyndavéla sem embættið vildi setja upp. Fram kom í fréttinni að Norðurland vestra væri eitt fárra lögregluumdæma þar sem slíkar myndavélar væru ekki í notkun. Nú skýrir Morgublaðið frá því að á næstu mánuðum verði teðar öryggismyndavélar settar upp á nokkrum stöðum á svæðinu í því skyni að lögreglan geti fylgst með umferð inn og út af svæðinu.
Meira

Fjölmennum á Sauðárkróksvöll í kvöld!

Það er ekki laust við að nokkur spenna ríki á Norðurlandi vestra en í kvöld berjast bræður á grænu gerviengi Sauðárkróksvallar þegar lið Tindastóls tekur á móti grönnum sínum úr Húnavatnssýslunni í undanúrslitum Fótboltapunkturnet-bikarsins. Vonir standa til þess að stuðningsmenn liðanna fjölmenni á völlinn og styðji sitt lið fallega.
Meira

Körfuboltafjör á Skagaströnd á laugardag

Það er ekki bara á Króknum sem verður spilaður körfubolti um helgina hér á Norðurlandi vestra. Í dag og á morgun munu þrjú li,ð sem taka þátt í 1. deild karla í vetur, leiða saman hesta sína og spila þrjá æfingaleiki í íþróttahúsi Skagastrandar. Milli leikja á morgun verður boðið upp á körfuboltafjör fyrir unga iðkendur og auk Skagstrendinga er áhugasömum á Blönduósi og í nágrenni Skagastrandar velkomið að mæta.
Meira

Forvarnaráætlun Norðurlands vestra fær styrk til að efla farsæld barna

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur veitt styrk til verkefnisins Forvarnaráætlun Norðurlands vestra – FORNOR, sem hluta af aðgerðaáætlun stjórnvalda gegn ofbeldi meðal barna og til að auka farsæld þeirra þetta kemur fram á vef SSNV.
Meira

Vegaframkvæmdir ársins á Norðurlandi vestra

Í nýútkomnum Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar má finna kort sem sýnir helstu vegaframkvæmdir Vegagerðarinnar árið 2025. Þar má sjá að Vegagerðin hefur verið með þrenn verkefni á Norðurlandi vestra í sumar og þau hafa öll verið vestan Skaga. Þó hefur Feykir fengið upplýsingar um að verktaki sé væntanlegur í Hjaltadalinn í dag og framkvæmdir við Hólaveg því að hefjast.
Meira

Sverrir Hrafn lofar geggjuðum leik

Í gærkvöldi birti Feykir létt spjall við Sigurð Pétur varafyrirliða Kormáks/Hvatar til að hita upp fyrir stórleikinn á Króknum á föstudaginn. Nú er komið að Sverri Hrafni Friðrikssyni fyrirliða Tindastóls að svara sömu spurningum. Já og leikurinn sem allt snýst um er semsagt undanúrslitin í Fótbolti. net bikarnum og gulrótin tvöföld; montrétturinn á Norðurlandi vestra og úrslitaleikur á Laugardalsvelli síðustu helgina í september.
Meira

Sýslu- og sóknalýsingar Húnavatnssýslu

Húnahornið segir frá því að Sögufélag gefur út endurskoðaða útgáfu sýslu- og sóknalýsinga Húnavatnssýslu, skráðar 1839 og næstu ár þar á eftir. Það eru þeir Jón Torfason og Svavar Sigmundsson sem sáu um útgáfuna.
Meira

Varað við hálku á fjallvegum norðanlands

Bíll fór út af og valt í morgun á Öxnadalsheiði en þar er nú flughált. Ökumaðurinn var samkvæmt upplýsingum einn í bílnum og hlaut ekki alvarleg meiðsl. Það er haustbragur á veðrinu þessa dagana enda komið fram yfir miðjan september svo það kemur ekki á óvart. Á vef Vegagerðarinnar má sjá að nú í morgun er varað við hálku á fjallvegum.
Meira