A-Húnavatnssýsla

Veðrabreytingar af og til og jafnvel él - Veðurspá Veðurklúbbsins á Dalbæ

Þann 5. maí var haldinn nokkurs konar fjarfundur hjá Veðurklúbbi Dalbæjar og staðan tekin á síðasta spágildi og má segja að veðrið hafi orðið heldur betra en spámenn bjuggust við.
Meira

Kalt í veðri næstu daga

Það er varla hægt að segja þessa dagana að „viðmjúk strjúki vangana vorgolan hlý" eins og segir í kvæðinu og hlýrabolir og stuttbuxur mega bíða þess inni í skáp að þeirra tími komi enn um sinn en treflar og lopapeysur koma áfram í góðar þarfir. Þó gæti tíðarfarið eitthvað farið að breytast til batnaðar í byrjun næstu viku ef spár rætast.
Meira

Ræsing Norðurlands vestra

Nýsköpunarmiðstöð Íslands, í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, leitar nú að góðum viðskiptahugmyndum sem auka flóru atvinnulífs í sveitarfélögunum. Þátttakendur fá leiðsögn og fræðslu um hugmyndavinnu, vöru- og þjónustuþróun, fjármögnun og áætlanagerð. Verkefnið verður unnið í júní og verða áætlanir rýndar í ágúst.
Meira

Slæmt ástand vega á Norðurlandi vestra

Guðmundur Haukur Jakobsson, formaður byggðaráðs Blönduósbæjar, vekur athygli á slæmu ástandi þjóðvegar frá Blönduósi að Þverárfjallsvegi á Facebook síðu sinni í síðustu viku. Þar segist hann hafa tekið smá rúnt að Þverárfjallsvegi og telur hann veginn nánast stórhættulegan. „Skagastrandarvegur er að verða í vægast sagt slæmu ástandi, eiginlega stórhættulegur þar sem gert er ráð fyrir að hann megi aka á 90 km hraða. Þar sem á að skila hönnun á nýjum vegi með breyttri legu og nýju brúarstæði á Skagastrandarvegi núna 15. maí þá þykir mér einboðið að sá vegur verði boðinn út hið snarasta,“ skrifar Guðmundur.
Meira

Ný slökkvistöð Brunavarna Austur-Húnvetninga afhent

Formleg afhending nýrrar slökkvistöðvar á Blönduósi fór fram sl. föstudag en Brunavarnir Austur-Húnvetninga (BAH), sem er byggðarsamlag Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps um brunavarnir í sveitarfélögunum, festi kaup á húsnæðinu sem stendur stakt að Efstubraut 2 á Blönduósi, þar sem áður var lager fyrirtækisins Léttitækni. Á Facebooksíðu BAH kemur fram að húsnæðið hafi verið byggt árið 2007 og er 486 fm.
Meira

Dagur hjúkrunar – takk hjúkrunarfræðingar

Í dag, 12. maí höldum við upp á Alþjóðlegan dag hjúkrunar, en þá fögnum við og beinum ljósinu að óeigingjörnu starfi hjúkrunarfræðinga um allan heim. Þema ársins í ár er „A Voice to Lead – Nursing the World to Health“ sem gæti útlagst „leiðandi í að efla heilsu fólks.“ Sennilega hefur starf hjúkrunarfræðinga aldrei verið eins mikið í brennidepli og um þessar mundir á tímum COVID-19 og þetta þema mjög viðeigandi.
Meira

Átaksverkefni til að fjölga sumarstörfum námsmanna

Félags- og barnamálaráðherra, hefur ákveðið að verja um 2,2 milljörðum króna í átaksverkefni til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn í sumar. Markmið verkefnisins er að með átakinu verði til 3.400 tímabundin störf fyrir námsmenn, 18 ára og eldri, á milli anna sem skiptast á milli opinberra stofnana og sveitarfélaga. Um er að ræða 4,5 sinnum stærra átak en ráðist var í eftir hrunið árið 2008.
Meira

Hvað vakir fyrir sjávarútvegsráðherra?

Í þjóðfélagi þar sem röð og regla ríkir og félagslegt skipulag er viðurkennt dytti ekki nokkrum ráðherra í hug að sýna heilli starfsstétt viðmót eins og grásleppusjómönnum með fyrirvaralausri stöðvun veiða þann 3. maí s.l. Til þessa ráðs grípur ráðherra á krísutímum í efnahags- og atvinnulífi þegar verið er að róa lífróður á öllum sviðum í þeirri viðleitni að halda úti vinnu, afla lífsviðurværis og verðmæta fyrir þjóðfélagið. Þetta er gert við þær aðstæður þar sem grásleppuveiðar ganga vel, allt bendir til þess að stofninn sé í góðu horfi og hætta á ofveiði hverfandi.
Meira

Útfararþjónusta á Norðurlandi vestra

Fyrir skömmu tók til starfa nýtt fyrirtæki á Norðurlandi vestra þegar hjónin Jón Ólafur Sigurjónsson og Hugrún Sif Hallgrímsdóttir á Skagaströnd settu á fót útfararstofu, þá fyrstu á svæðinu. Fyrirtækið hefur hlotið nafnið Hugsjón – útfararþjónusta og er ætlunin að þjónusta allt Norðurland vestra. Feykir hafði samband við Jón og innti hann fyrst eftir því hvernig og hvers vegna hugmyndin að fyrirtækinu hafi kviknað.
Meira

Nýr Molduxi er rafrænn á netinu

Nemendafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra hefur enn eina ferðina sent frá sér skólablaðið Molduxa. Að þessu sinni kemur það út á rafrænu formi en blaðið er 40 síður og stútfullt af efni og myndum.
Meira